Leita í fréttum mbl.is

FæNoGrÍs!

Það má með sanni segja að Ísland hafið verið í kastljósi fjölmiðla undanfarin misseri: Kreppan, ESB-umsóknin, Eyjafjallajökull og IceSave hafa gert það að verkum.

Öll þessi mál hafa verið mjög fyrirferðferðamikil, svo sumum þykir nóg um.

Í ESB-málinu hafa íslenskir Nei-sinnar sótt innblástur til Noregs, sem er eina landið sem fellt hefur aðildarsamning við ESB tvisvar sinnum.

Íslenskir Nei-sinnar starfa með norskum nei-sinnum og um daginn héldu hinir fyrrnefndu ráðstefnu um strandríki hér á landi.

Ásmundur Einar Daðason skrifar m.a. um þetta á heimasíðu norsku Nei-sinnanna og skrifar þar m.a. um þá hugmynd að stofnað verði nýtt smáríkjasamband hér á norðurhveli jarðar.

Í því eiga að vera; Noregur, Ísland, Færeyjar og Grænland. Hann vill meina að sterkir hagsmunir á sviði landbúnaðar og sjávarútvegsmála sameini þessar þjóðir.

En hann bendir einnig á að að vegna mikils stærðarmunar verði vandmál með dreifingu valds og að Í, G. og F. gætu allteins verið "kommúnur" í Noregi.

En gallinn við þessa hugmynd er að þessar þjóðir verða ekki sjávarútvegsþjóðir og landbúnaðarþjóðir að eilífu! Til að mynda Ísland er miklu "alþjóðlegra" en það nú þegar.Sama á við um Noreg, en hlutfall sjávarútvegs og landbúnaðar í landsframleiðslu er mjög lítið, en aðeins um 3% af landrými Noregs er notað til landbúnaðar. Hlutfall sjávarútvegs af landsframleiðslu er í kringum 5%.

Almennt hefur þessi hugmynd ekkert verið útfærð, er því enn bara hugmynd og verður sennilega ekkert annað en hugmynd.

En ritstjórn þessa bloggs er með eitt á hreinu og það er nafn á þetta mögulega smáríkjasamband/hugmynd, sem er: FæNoGrÍs! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið eruð samir við ykkur hér á ESB síðunni.

Það er alveg sama hvað hugmyndir um samstarf þjóða eða sjálfstæða milliríkjasamninga við önnur sjálfstæð ríki sem standa utan ESB koma upp, þær eru að ykkar mati allar ómögulegar og þið gerið þær tortryggilegar eða jafnvel hlægilegarað öllu leyti!

Gott ef að þið væruð líka svona gagrýnir og skptískir á ESB apparatið ykkar.

Nei, nei allt nema hinn eini "sanni rétttrúnaður" ykkar sem er að troða þjóðinni inní ESB og handjárna hana með Evrum" er "Stóri sannleikurinn" ykkar og það eina sem tala má um og vera á dagskrá.

Trúarhiti ykkar um dásemdir og óskeikulleika ESB apparatsins er beinlínis grátbroslegur og rörsýn ykkar til Elítu- valdsins í Brussel verður sífellt þrengri !

Gunnlaugur I., 21.12.2010 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband