Leita í fréttum mbl.is

Stefán Haukur snýr sér alfarið að ESB-málinu

Stefán Haukur JóhannessonFRBL greinir frá: "Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni. Stefán Haukur Jóhannesson, sem hefur verið sendiherra í Brussel frá árinu 2005, flyst heim til starfa í ráðuneytinu 15. janúar næstkomandi og heldur áfram að gegna starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við ESB."

Þetta er hið besta mál. Enginn efast um hæfni Stefáns Hauks til að vinna málið, og gæta hagsmuna Íslands. Hann er úr Vestmannaeyjum og þekkir því vel til mikilvægis sjávarútvegs. Réttur maður á réttum stað! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið segið:

Enginn efast um hæfni Stefáns Hauks Jóhannessonar, sem hefur verið sendiherra í Brussel frá árinu 2005, flyst heim til starfa í ráðuneytinu 15. janúar næstkomandi og heldur áfram að gegna starfi aðalsamningamanns Íslands í aðildarviðræðum við ESB"

Mikil er lotning ykkar fyrir manninum. ´

Það er ekki rétt hjá ykkur að enginn efist um hæfni hans. Ég er meðal fjölmargra landa hans sem stórefast um hæfni þessa manns. Sem fyrirfram vill innlimun við ESB apparatið og er handvalinn af Össuri Skarphéðinssyni til þessa starfs eins og allir aðrir sem sitja í þessari svokölluðu samninganefnd.

Mér er spurn af því að allt á nú að vera svo opið og gegnsætt í þessu aðildarferli.

Hverjar eru allar launatekjur Stefáns Jóhanns Stefánssonar í þessu starfi og öll hlunnindi meðtalinn ! Fróðlegt væri líka að fá sömu upplýsingar um aðra samningarnefndarmenn.

Hver eru þau, getið þið svarað því, eða aflað áreiðanlegra upplýsinga um hver þau eru ? 

Ég efast reyndar stórlega um að það fáist uppgefið með réttu. En það kæmi mér ekki á óvart að þau væru margföld laun forsætisráðherra Íslands.

Síðan er annað sem ég hef verulegar áhyggjur af varðandi formann þessarar nefndar og aðra samningamenn Íslands líka, þ.e. eftir að hafa lesið grein Frosta Sigurjónssonar á mogga blogginu í dag, en þar bendir hann á að það sé nánast regla að ef samninganefndir annarra þjóða ná samningi að þá sé sérstaklega formaður og jú aðrir nefndarmenn bornir á gullstól af Elítu ESB apparatsins í Brussel.

Þessir menn fái undantekningarlítið háar stöður hjá Elítunni og á himinháum launum líka sem eru að stórum hluta skattfrjáls líka og í þokkabót gríðarlega háan lífeyri til æviloka.

Án þess að ég vilji gera lítið úr persónum þessara manna, þá kallar svona ósiðlegt verklag á að um gríðarleg hagsmunatengsl geti verið um að ræða hjá þessum mönnum annars vegar, þ.e. um persónulega framtíð þeirra og frama, eða hinns vegar um hagsmuni þjóðarinnar, þegar vélað verður um hagsmuni þjóðarinnar og jafnframt framtíðar fjárhags hagsmuni og frama bitlinga þeirra sjálfa.

Þetta er mjög óeðlilegt og ekki forsvaranlegt.

En þetta er eftir öðru hjá ESB og verklaginu þeirra, hver silkihúfan ofan á annarri og allir í einni lokaðri samtryggingu ESB Elítunnar sjálfrar.   

Svo óska ég ykkur gleðilegra jóla.

Gunnlaugur I., 24.12.2010 kl. 14:53

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er að koma.Helstu vinir Íslands á alþjóðavettvangi eru að ná kverkataki á óskapnaðinum ESB.Það fer kanski að styttast í það að hægt sé að henda EES samningnum og taka upp eðlilega samninga við ESB, án þess að ganga í ríkjasambandi.Rússar, Indverjar og Brasilíumenn eru líka komnir með klænar í gömlu nýlenduveldin í ESB.Fari það til..........Gleðileg jól árs og friðar.

Sigurgeir Jónsson, 24.12.2010 kl. 15:23

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það væri fróðlegt að vita hvort að þið mynduð birta comment mitt við þessa grein um Stefán Hauk eftir jól eða, eftir áramót.

Alla vegana er óþolandi þegar að þið bíðið með að birta comment fyrr en þið eruð sjálfir búnir að setja eina eða jafnvel fleir blogggreinar framan við þessa. Þetta hafið þið marg oft gert gagnvart mér og ég veit um ýmsa fleiri sem eru að kvarta undan þessu hjá ykkur og sjá í gegnum þetta munstur ykkar.

Þannig finnst mér þið beinlínis skipulega vera að gera lítið úr vægi þeirra commenta sem eru málstað ykkar ekki huggnanlegir.

Þetta þurfið þið vinsamlegast að laga og í trausti þess óska ég ykkur gleðilegra jóla.

Gunnlaugur I., 24.12.2010 kl. 16:17

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@Gunnlaugur: Fylgst er með kommentum oft á dag og hér er öllum gert jafnt undir höfði, það er engin ástæða til þess að ver með neina "noju" í sambandi við þetta. En hverjir eru þessir "fjölmörgu" sem þú talar um?

Þú talar um lotningu, það eru þín orð. Síðan verður ritari að lýsa yfir mikilli furðu yfir skrifum þínum varðandi launamál Stefáns og samningarnefndarmanna og eru hugleiðingar þínar í þeim efnum gjörsamlega út í hött og vart svara verðar.

Því miður litast þessi skrif af djúpri heift og fyrirlitningu. 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.12.2010 kl. 11:26

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Afhverju eru spurningar mínar um kostnað og gjöld íslenska ríkisins við þessa ESB samningagjörð gjörsamlega út í hött og vart svara verðar, eins og þið segið hér. 

Eru þessi "goð ykkar gjörsamlega ósnertanleg" og yfir alla gagnrýni hafinn, svona svipað eins og hinir svokölluðu fulltrúar Sovéskrar Alþýðu voru í den.

Á þetta ekki að vera opið og gegnsætt þjóðfélag og samningaferlið við þetta Stór Yfirríkjabandalag gegnsætt og öllum opið.

Svo segið þið hér með mikilli vanþóknun:

"Því miður litast þessi skrif þín af djúpri heift og fyrirlitningu"

Já það er rétt hjá ykkur ég ber megnustu fyrirlitningu á öllu svokölluðu starfi og starfsleysi þessa ESB apparats og það mun örugglega ekkert breytast og það á við um miklu fleiri landa mína en bara mig.

Hið sama á nefnilega við um mjög stóran hluta þjóðarinnar og meira að segja mjög stóran hluta þeirra sem nú þegar eru undir ESB valdið ofurseldir, en fá ekki rönd við reist !

Samanber Breta sem vilja 80% útúr ESB en hafa bara alls ekkert lengur um það að segja.

Samt viljið þið fyrir alla muni halda áfram að sundra þjóðinni enn meir og bera fullkomlega ábyrgð á því með þessari fáránlegu ESB umsókn ykkar sem þið nú með feiknanlegum fjármunum og áróðri þessa Stóryfirríkjabandalags reynið nú að troða upp á þjóðina gegn hennar miklu betri vitund. 

En samt haldið þið í vonina að með áframhaldandi áróðri og fjáraustri þá gætuð þið hugsanlega og fræðilega einhverntímann náð í gegn með kannski 0,001% atkvæða meirihluta á einhverjum einum tímapunkti í Íslanssögunni.

Síðan yrði reyndar aldrei spurt um það meir ! 

Ekki frekar en annars staðar eftir að einu sinni er formlega innlimað og signetað inní í ESB skrifræðið og apparatið !

Þá skuluð þið ekki ímynda ykkur að það verði samt einhver friður eða sátt í íslensku þjóðfélagi með slíkan ESB eiturbikar á vörum þjóðarinnar  !

Þessi ósköp viljið þið ESB úrtöluliðið og sundrungar sinnar bjóða íslensku þjóðinni.

Er nema von að ég og fleiri landar ykkar en ég hafi megnustu andúð og fyrirlitningu á ykkur og öllu ykkar ráðslagi !

Gunnlaugur I., 25.12.2010 kl. 22:58

6 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

@GI: Uppl. um laun starfsmanna utanríkisþjónustunnar eru opinber gögn, rétt eins og annarra þegna þessa lands á ákveðnu tímabili á hverju ári. Þær eru varla leyndarmál, en þær skipta ógurlega litlu máli í þessu samhengi. 

Hugleiðingar þínar koma sennilega frá einhverjum hugmyndum um að einhverjir séu að "maka krókinn" með þessu og litast af sterkri samsærishugsun. 

Upplýsingar um áætlaðan kostnað vegna umsóknar að ESB eru opinber gögn og þau getur þú fundið m.a. á þessu bloggi, eða með því að nota leitarvél. Þetta er hinsvegar reynt eftir fremsta megni að gera grunsamlegt af Nei-sinnum. 

Kostnaður vegna Íslendinga í gegnum tíðina í gegnum háa vexti og verðbólgu gerir kostnað vegna umsóknar að lítlilli fjárhæð í því samhengi. 

Með lágum vöxtum og verðbólgu, eins og í flestum löndum Evrópu er talað um c.a. 70 milljarða á ári fyrir íslenskt samfélag. Þetta er talið fást með aðild að ESB, ögun og festu í fjármálum.

ESB er ekki hafið yfir gagnrýni, bara svo það sé á hreinu.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.12.2010 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband