Leita í fréttum mbl.is

Nýr "miðju-hægri"-flokkur,í burðarliðnum - áhersla á Evrópumálin

esbis.jpgÍ fréttum er greint frá stofnun nýs stjórnmálaflokks á hægri vængnum, sem er að sögn hófsamur hægri-flokkur sem er m.a. með áherslu á að klára aðildarviðræðurnar við ESB. Í DV segir: " Guðbjörn Guðbjörnsson er einn þeirra sem nú vinnur að stofnun nýs hægri flokks á Íslandi. Er um að ræða hægrisinnaðan miðjuflokk sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið. Staðfesti Guðbjörn við vefritið Eyjuna að hann ynni að stofnun nýs flokks ásamt tugi annarra einstaklinga.

Guðbjörn sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum í haust eftir að samþykkt var á landsfundi að Sjálfstæðisflokkurinn vildi draga til baka ESB umsókn Íslands. Hann hafði um árabil gegnt ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ og Suðurkjördæmi."

Eyjan er einnig með frétt um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þó að Guðbjörn sé hinn vænsti karl, þá er þessi útgerð hans á stjórnmálaflokki sem ætlar að setja ESB málin í forgrunn á sandi byggð.

Vegna þess einfaldlega að það er nánast enginn eftirspurn eftir stjórnmálaafli sem hefur ESB innlimun á oddinum.

Alveg sama hvað önnur strefnumið þessa framboðs verða hugsanlega góð þá verður þetta ESB mál akkilesarhæll þessa stjórnmálaafls.

Vegna þess eifaldlega að einungis 19% þjóðarinnar telja að hagur Íslands muni vænkast við ESB aðild.

Ég held að hann taki mjög lítið fylgi frá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að þar hefur andstaðan við aðild hjá hinum almenna kjósanda flokksins aðeins verið að harðna.

 Hugsanlega tekur hann eitthvað fylgi frá Samfylkingunni. En þeirra fylgi hefur reyndar verið að hrynja allt frá því að sótt var um aðild að þeirra kröfu. Fylgið er komið niður fyrir 20% samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum, þ.e. yfir 30% fylgismanna Samfylkingarinnar hafa snúið baki við flokknum.

Það skyldi þó ekki vera útaf ESB stefnunni. Kæmi svo sem ekki á óvart.

Í öllum hinum stjórnmálaflokkunum og meðal þjóðarinnar almennt hefur andstaðan við ESB aðild verið að aukast líka hjá þeim sem engan flokk segjast styðja.

Meira að segja er talsverður hópur þeirra stuðningsmanna sem enn segjast styðja Samfylkinguna sem virðist alls ekki styðja forystuna í ESB umsókninni og komið hefur fram í skoðanakönnunum að allt að 40% stuðningsmanna flokksins annaðhvort efast stórlega um ESB aðild eða eru henni beinlínis mótfallnir. Það er sem sagt þannig komið að enginn einn flokkur er jafn illa klofinn í ESB málinu og Samfylkingin sjálf.

Á hvaða mið ætlar Guðbjörn skipstjóri að róa með þennan ESB sinnaða stjórnmálaflokk sinn.

Á kannski að róa á mið sem heitir styrkja og áróðursmálasjóðir ESB og tryggja flokknum gríðarlegt fjármagn til að kaupa svo kjósendur með.

Þeir eru eflaust til að bera fé á flokk með þessi aðal stefnumið ESB elítunnar í öndvegi.

Getur verið að það forði útgerðinni frá gjaldþroti um sinn og skili einhverju smáræði.

En hin raunverulegu fiskimið hugsanlegra ESB kjósenda sem að hann ætlar væntanlega að róa á og fiska einhver atkvæði, eru ekki beisinn og þar er afli vægast sagt mjög tregur af því að fiskurinn hefur skipt um skoðun og fært sig á önnur og betri mið.

Þannig að ég spái því að þessi flokkur geri ESB sinnum ekkert gagn, sundri aðeins því sára litla fylgi sem ESB aðildin nýtur meðal þjóðarinnar.

En þess í stað styrki þetta framboð andstöðuna við ESB til mikilla muna og skýri átakalínur og það er hið besta mál og kannski það eina jákvæða sem ég get séð við þetta ESB sinnaða framboðsbrölt Guðbjörns Guðbjörnssonar.

Gunnlaugur I., 27.12.2010 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband