Leita í fréttum mbl.is

Svar við áramótagetraun: Davíð Oddsson

davi_oddsson.jpgÁramótagetraun Evrópusamtakanna hljómaði svona:

Hver sagði þetta: "Mín skoðun er sú að hvað sem öðru líður verði helsta pólitíska prófraun okkar á næstu árum hvernig við gætum okkar eigin hagsmuna í breytilegum heimi; við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd að meirihlutinn af viðskiptum okkar er við Evrópubandalagið; ég hef opinberlega lagt til að við sækjum um aðild.“

Rétt svar er: Davíð Oddsson, en ummælin eru úr bók sem kom út í Svíþjóð árið 1990 og bar heitið "Arfurinn frá Þingvöllum" (Arvet från Thingvellir).

Davíð er annar núverandi ritstjóra Morgunblaðsins, sem berst hatrammlega gegn aðildarumsókn og hugsanlegri aðild að ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Lant þurfið þið að leyta aftur í tímann til að finna ummæli til að velta ykkur upp úr. Væri ekki nær að líta aðeins nær og fara yfir ummæli t.d. Steingríms J, allt fram að því að hann gekk í eina sæng með Jóhönnu. Það er þó nær í tíma og heldur marktækara, auk þess sem Steingrímur er enn á þingi en Davíð ekki!!

Best væri þó ef þið hjá Evrópusamtökunum opnuðuð augun og tækjuð hendur frá eyrum og meðtækjuð það sem er að gerast innan ESB núna. Tveggja ára ummæli eru ekki marktæk lengur. Svo mikil breyting hefur orðið innan ESB síðustu mánuði, þeirra stæðst Lissabonsáttmálinn sem tók gildi í byrjun desember 2009, en ekki síður þær væringar sem herja innan ESB landanna, sérstaklega evrulandanna.

Gunnar Heiðarsson, 3.1.2011 kl. 02:34

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver er ekki skeikull í heimi hér?

Var ekki Evrópusambandið reyndar á þessum tiltekna tíma, 1990, harla ólíkt því, sem nú er og á eftir að verða, með enn meiri miðstýringu og auku veldi stórþjóðanna, með Lissabon-sáttmálanum, þegar hann kemst að fullu í gagnið? Hugleiðið þetta:

1) Hvenær var það, sem Jacques Delors sagði: "Wir müßen Großmacht werden!" (Við verðum að gerast stórveldi)? – Jú, það var eftir að Davíð færði fyrrgreind orð sín í letur. Jacques Delors, sem var forseti framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins 1985–1995 (æðsti maður þess og mjög dáður af Jóni Baldvin), viðhafði þessi ummæli í viðtali við Der Spiegel í nóvember 1991.

2) Hvenær var það, sem Jose Maria Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, talaði um “heimsveldi” sitt (empire)? – Jú, það var 17. júlí 2007 (sjá The Daily Telegraph-fréttina Barroso hails the European 'empire', 18.7. 2007). Hann hafði þá verið æðsti maður ESB frá 23. nóvember 2004 og er það enn.

3) Var búið að afnema neitunarvald meðlimaríkja ESB (þá EBE, Efnahagsbandalags Evrópu) í mörgum málaflokkum eins og nú, þegar Davíð skrifaði sín orð 1990? – Nei, en það er gert með Lissabon-sáttmálanum.

4) Var búið að tvöfalda næstum því atkvæðavægi Þýzkalands í ráðherraráðinu, þegar Davíð var með þessar bollaleggingar, eða hvenær var eða verður það, sem hlutur Þýzkalands eykst þar úr 8,41% í 16,41%? – Jú, það gerist með Lissabon-sáttmálum, en þetta ákvæði gengur þar í gildi árið 2014, og tíminn styttist! Hlutur hinna stóru ríkjanna eykst líka! Samanlagt verða fjögur stærstu ríkin (af 27) með 53,64% atkvæða. Þetta eru auk Þýzkalands: Frakkland, Bretland og Ítalía (sjá töfluna HÉR!). Ef við bætum við 5. og 6. stærstu þjóðunum, Spánverjum og Pólverjum, verða sex stærstu ríkin með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%!

Ykkur í Evrópusamtökunum hlýtur að finnast það í lagi, að Ísland yrði með 0,06% atkvæða í ráðherraráðinu og Þýzkaland eitt sér með 273 sinnum meira og Bretland 205 sinnum meira vægi en við!

En mér "finnst" það ekki í lagi, og ég er viss um, að Davíð getur sagt það sama.

Jón Valur Jensson, 3.1.2011 kl. 08:50

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er þakkarvert, að Evrópusamtökin skuli vekja svona vel athygli á breyttri afstöðu Davíðs Oddsonar til Evrópuríkisins. Fjöldinn allur af Íslendingum hafnar núna algerlega innlimun í ESB, þótt þeir hafi verið fylgjandi henni áður. Ég sjálfur er einn af þeim sem hef skipt um skoðun, eftir vandlega íhugun.

 

Innganga í Evrópuríkið væru stærstu mistök sem þessi þjóð hefur stigið og er þá Gamli sáttmáli frá 1262 ekki undanskilin. Þetta mál snýst ekki bara um auðlindir, heldur ekki síður um menningu og sjálfstæði. Öllum má vera ljóst hvert ESB stefnir, sem er stofnun ráðstjórnarríkis í anda þess Sovietska.

 

Nú þegar þjóðaratkvæðið 06. marz 2010 hefur staðfest, að fullveldi landsins er í höndum almennings, væri glapræði allra tíma að afsala því í hendur valda-aðals Evrópu. Íslendingar hafa núna tækifæri til að gera einstæða tilraun með lýðræðislega stjórnarhætti. Ísland getur orðið fyrirmynd annara þjóða, á hliðstæðan hátt og Grikkland hið forna. 

Evrópusamtökin ættu endilega að birta upplýsingar um fleirri einstaklinga sem snúið hafa baki við hugsjónum Sossanna um kommúnistiska Evrópu. Með þessu verkefni hafa Evrópusamtökin sannað tilverurétt sinn og gert þau ummæli ómarktæk, að Evrópusamtökin væru vígi þrælslundar og þjóðlegra svika.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 3.1.2011 kl. 14:30

4 Smámynd: Benedikta E

Svar við áramótagetraun Evrópusamtakanna - Aðildarumsókn Íslands að ESB - verður dregin til baka þegar Alþingi kemur saman í janúar - Jeeeeessssssssssss.

Benedikta E, 3.1.2011 kl. 21:02

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Ég ber virðingu fyrir öllum og þá sérstaklega stjórnmálamönnum sem viðurkenna að þeir eru á villu vegum og hafa kjark til að viðurkenna það og skipta um skoðun.en það  er sjaldan að maður verði viti af þvíumlíku hjá þeim sem sitja á Alþingi íslendinga.

Þórólfur Ingvarsson, 3.1.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband