Leita í fréttum mbl.is

Funi brennur á mönnum!

Ólafur StephensenEitt (fun)heitasta umræðuefnið núna (fyrir utan VG kannski) er sorpbrennslustöðin Funi við Íslafjörð. Ristjóri Fréttablaðsins, Ólafur Þ. Stephensen, gerir þetta að umræðuefni í leiðara blaðsins í dag og skrifar:

,,Í gær upplýsti Fréttablaðið að mæling á mengun frá Funa, sem gerð var árið 2007, hefði sýnt að eitrið díoxín hefði verið tuttugufalt meira í reyknum frá sorpbrennslunni en leyfilegt er í útblæstri frá nýjum sorpbrennslum. Íbúum í nágrenni sorpbrennslunnar virðast ekki hafa verið kynntar þessar niðurstöður, að minnsta kosti finnast ekki gögn um slíkt og nágrannarnir kannast ekki við að þessari vitneskju hafi verið komið á framfæri við þá. Það er ekki fyrr en Mjólkursamsalan lætur gera mælingar, vegna fyrirspurna frá íbúum, sem hið sanna kemur í ljós.

Í blaðinu í dag kemur fram að Umhverfisstofnun, sem lét gera mælinguna, hafi látið umhverfisráðuneytið vita af henni. Ekkert virðist þá hafa gerzt í málum Funa, enda segir forstjóri Umhverfisstofnunar að hendur hennar hafi verið bundnar vegna undanþágu sem Ísland fékk frá reglum Evrópusambandsins um sorpbrennslur, sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn. Ekki var því hægt að svipta brennsluna starfsleyfi."

Funi - ÍsafirðiOg Ólafur spyr: "Hverjum bar að upplýsa íbúana um mengunarmælingarnar? Áttu þeir ekki rétt á að fá að vita af þeim? Hvaða ábyrgð báru sveitarfélagið og opinberar eftirlitsstofnanir í málinu? Hvers vegna þótti ástæða til að sækja um undanþágu frá alþjóðlegum reglum, sem settar eru til að vernda umhverfið og heilsu almennings? Voru hagsmunir sveitarfélaga af því að geta haldið áfram sorpbrennslu ríkari en hagsmunir íbúanna af því að búa við hreint og ómengað umhverfi? Hvernig stóð á þessu undarlega pukri með upplýsingar um hversu skaðleg mengunin frá Funa var í raun? Ísfirðingar og margir fleiri hljóta að bíða í eftirvæntingu eftir svörum."

Bara svona til að minna á: Umhverfismál, núna (og til framtíðar) eru eitt af lykilverkefnum ESB. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er verulega ljótt mál og enn og aftur sannast það að okkar litla kunningjasamfélag ræður lítt við svo viðkvæm mál sem koma upp í nærsamfélögum eins og fyrir vestan, þar sem einkahagmunir blinda menn og vináttutengls geta komið í veg fyrir aðgerðir. Það er gott að geta leita út fyrir svæðið og jafnvel útfyrir landsteinanan með úrlausn máls.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 4.1.2011 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband