Leita í fréttum mbl.is

Ragnar Önundarson um fiskveiðimál í MBL

Ragnar ÖnundarsonÍ sama Morgunblaði og sagt er frá í færslunni hér á undan ritar Ragnar Önundarson grein um fiskveiðimál og fiskveiðistjórnun. Hann kemur inn á ESB-málið og segir:

"Lengi hefur verið í gildi regla um að gamla 12 mílna línan umhverfis landið loki strandsvæðum, flóum og fjörðum fyrir togveiðum. Þetta er »strandhelgi« byggðanna. Frá þessari reglu eru ýmsar mikilvægar undantekningar (snurvoð, minni togskip, o.fl.). Tillagan gerir ekki ráð fyrir neinni breytingu á þeim, enda hafa menn lengi getað gengið út frá þeim í sínum rekstri. Hugmyndin er sú að byggðir landsins fái smám saman aukna strandhelgi. Togveiðar þoki utar í fyrirfram þekktum og varfærnum skrefum á nokkurra ára tímabili. Útgerðin fái að vita stefnuna og skrefin, svo hún geti aðlagað sig. Hluti togaraútgerða mundi sjá sér hag í að breyta starfsemi sinni, og hasla sér völl við ströndina. Flestar mundu þó áfram stunda útgerð stærri skipa, en þoka utar. Um leið og smábátum yrði tryggð aukin strandhelgi ætti að takmarka sókn þeirra utan hennar í hliðstæðum skrefum. Yrðu þá minni árekstrar milli veiða með mismunandi veiðarfærum. Ísland væri um leið að skapa staðbundna reglu, helst lögbundna, um strandhelgi. Þá reglu yrði ESB að virða, ef við gerumst aðilar. Þjóðerni hluthafa fyrirtækjanna við ströndina skiptir litlu máli, en atvinna fólksins miklu....Þetta er mikilvægt og brýnt mál, bæði með hliðsjón af atvinnuleysinu og til að grundvalla reglu sem hald er í til lengri tíma litið gagnvart ESB. (Leturbreyting - ES-blogg)

Í framhaldi af þessu má benda á þá staðreynd að í væntanlegum aðildarviðræðum við ESB skiptir hefðin og veiðireynsla Íslendinga á fiskimiðunum lykilmáli.

Í skjóli reglunnar um "hlutfallslegan stöðugleika" fengju ekki önnur ríki sjálfkrafa aðgang að fiskimiðum Íslendinga, hér myndi ekki allt "fyllast af útlendum togurum" eins og Nei-sinnar, sem neita að horfast í augu við staðreyndir, hamra stöðugt á.

Og þar að auki verður það að teljast afar ólíklegt að Íslendingar myndu nokkurn tímann gangast undir slík skilyrði. Það myndi maður sennilega kalla að "semja af sér!" 

Til þess hefur verið of mikið barist fyrir 200 mílna lögsögu landsins! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband