Leita í fréttum mbl.is

Ásmundur Einar virtist svekktur

Ásmundur Einar DaðasonÞað var greinilegt á viðtali í Kastljósi nú í kvöld að foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason, hafði ekki náð sínu fram á fundi VG í dag.

Hann ræddi mikið ESB-málið, enda tilneyddur, hann er jú foringi Nei-sinna þessa lands.

En allt sem hann sagði var í véfréttastíl, hann sagði t.d. að "margir væri farnir að efast um málið" og þá er spurningin hverjir eru þessir "margir"? Það væri áhugavert að heyra það frá Ásmundi!

Hann talaði um "aukinn kostnað", en lagði ekki fram nein haldbær rök fyrir máli sínu og það er ekkert sem bendir til þess að kostnaður sé að aukast við málið. Og Ásmundur nefnir aldrei tölur þegar hann malar þetta, takið eftir því.

Hann málaði það síðan upp sem neikvætt að breyta þyrfti íslenskri stjórnsýslu. En hægt er að spyrja Ásmund hvort hann hafi ekki lesið Rannsóknarskýrslu Alþingis um HRUNIÐ og síðan þingmannaskýrsluna, sem báðar fella mjög alvarlega dóma yfir íslenskri stjórnsýslu.

Hún getur orðið miklu betri og hér er margt sem má bæta, en það virðist Ásmundur Einar EKKI vilja gera!

Asmundur-Kastljós 5-1-2001Ásmundur virtist nokkuð svekktur á skjánum og telur að þessi fundur sé ekki lokafundur eins og hann orðaði það heldur upphafsfundur.

Það er fínt að ræða málin, en Ásmundur vill aðeins ræða ESB-málið á sínum forsendum og forsendum Nei-sinna, en þær kveða á um að draga það til baka og taka þar með af þjóðinni þann kost að í; fyrsta lagi að kynna sér hvað ESB sé og í öðru lagi að taka LÝÐRÆÐSLEGA afstöðu til aðildarsamnings þegar hann liggur fyrir.

Aðildarumsókn var einnig samþykkt af meirihluta lýðræðislega kjörins Alþingis. Þetta er staðreynd sem Nei-sinnar virðast bara ekki geta sætt sig við. 

Kastljósupptaka RÚV 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er átt við þegar sagt er að Ásmundur sé foringi nei sinna. Ásmundur er ekki jáari frekar en þjóðin öll en hún hefir verið sjálfstæð þjóð í aðeins un 66 ár. Hvaða vitleysingar í sjálfbærri þjóð vilja láta sjálfstæði sitt. Hverjir eru þið esb sinnar. Þið eruð nei sinnarnir sem viljið ekki vera sjálfstæðir Íslendingar.

Valdimar Samúelsson, 5.1.2011 kl. 21:12

2 identicon

Viðtölin við þá Steingrím og Ásmund voru mjög fróðleg. Steingrímur var rólegur og yfirvegaður og taldi að mikilvægum vafaatriðum hafi verið eytt. Allur þingflokkurinn styður ríkisstjórnina en ágreiningur er um mikilvæg mál. Umræður voru hreinskiptar. Var við öðru að búast? Ásmundur lagði áherslu á að umræður hafi verið opnar og hreinskilnar. Ágreiningur væri enn til staðar. Að sjálfsögðu. Þremenningarnir skilja að þau þrjú hafa meira vægi en hin tólfí ákv. skilningi) en það er barnaskapur að halda að flokkurinn og ríkisstjórnin öll skipti um kúrs þeirra vegna. Á ekki lýðræði að vera innan þingflokksins? Vilja ekki 12 halds áfram viðræðum við ESB en 3 eru á móti? Gildir ekki það sama um fjárlögin? Einn þingmaður getur öðlast mikil völd ef líf ríkisstjórnar er í veði. En það er ekki lýðræðisleg aðferð. Ásmundur taldi þetta upphafsfund. Það hljómar einkennilega. Evrópumáli hafa verið á dagskrá í mörg ár einnig hjá VG.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 21:53

3 Smámynd: Benedikta E

Ásmundur Einar - grjótharður og fastur fyrir eftir Vg. fundinn - eini stuðningur sem hann léði lauslega máls á var að verja "velferðaróstjórnina" falli ef vantraust yrði borið upp á hana - en málefnalegum stuðningi lofaði Ásmundur Einar ekki! - Ásmundur Einar verður þeim Steingrími og Jóhönnu ekki auðveldur frekar en Lilja "Móses"eins og Jóhanna kallar Lilju Mósesdóttur - og fleiri slíkir munu reynast í þingliðinu þegar á reynir.

Benedikta E, 5.1.2011 kl. 23:05

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skýzt hér inn með smá-aths.: Þið kallið hann "Nei-sinna".

Ásmundur Einar er JÁ-sinni eins og ég og meirihluti þjóðarinnar gagnvart fullveldi Íslands og sjálfstæði þjóðarinnar. Þið eruð víst ekki í þeim hópi, eruð a.m.k. til í að afsala æðsta löggjafarvaldi Íslands til ESB.

En Þórðarglaðir eruð þið yfir því að hann virtist svekktur!

Minni að lokum á, að í Gallupkönnun í ágúst 2009 vildu 67,6% fá þjóðaratkvæðagreiðslu um það, hvort sótt yrði um aðild, en 29,2% voru á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um það. Slíka tillögu FELLDU samt stjórnarsinnar á Alþingi, vildu ekkert lýðræði á þeim mikilvægu tímamótum í málinu!

Jón Valur Jensson, 6.1.2011 kl. 06:57

5 Smámynd: Jón Jónsson

Það má mörgu breyta í stjórnsýslunni hér en við þurfum ekkert að taka upp eithvert regluvek frá ESB til þess!

Jón Jónsson, 6.1.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband