6.1.2011 | 16:00
Garðarshólmi um VG - ESB - Hvass!
Bloggarinn "Garðarshólmi" lét hressilega í sér á síðasta ári með fáar en öflugar færslur um þjóðmálin, m.a. ESB-málið.
Nú er komin ný færsla og þar er ESB-málið og VG m.a. til umfjöllunar. Í færslunni segir:
"Það er einkennileg þráhyggja hjá andstæðingum aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið innan Vinstri grænna að halda því til streitu að hætta beri viðræðunum. Sú krafa er að sjálfsögðu ekkert annað en krafa um stjórnarslit.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar frá 10. maí 2009 sem samþykkur var í stofnunum stjórnarflokkanna segir:
Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu. Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um samningsmarkmið og umræðugrundvöll viðræðnanna. Flokkarnir eru sammála um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um samningsniðurstöðuna líkt og var í Noregi á sínum tíma.
Þetta getur ekki verið skýrara. Það á að sækja um, það á að ná samningsniðurstöðu og það á að leggja þá samningsniðurstöðu fyrir þjóðina. Báðir flokkar áskilja sér rétt til að mæla með eða á móti aðild, EN EKKI AÐ LEGGJAST GEGN VIÐRÆÐUNUM.
Það er því óþolandi fyrir alla að þurfa að hlusta á endalaust suðið í formanni Heimssýnar og þingmanni Vinstri grænna um að hætta beri aðildarviðræðunum. Röfl um aðlögun að sambandinu er móðgun við almenna skynsemi.
Eðlilegt samningaferli
Það er eðilegt, bæði af hálfu ESB og Íslendinga, að líta svo á að umsókn um aðild sé sett fram af alvöru. Það er því jafnframt eðlileg krafa að hálfu ESB að viðsemjandinn sýni fram á áætlanir um hvernig hann ætlar að framkvæma þær breytingar sem hann verður að gera á stjórnsýslu sinni og lögum, leiði samningarnir til aðildar. Annað væri fásinna og hráskinnaleikur. Og það er einmitt við þetta atriði sem hörðustu andstæðingar aðildarinnar innan Vinstri grænna móðga skynsemina.
Andstæðingar aðildarinnar ættu að sjálfsögðu að sökkva sér ofan í samningsferlið og á þeim nótum mæla gegn því að aðild verði samþykkt. Það er ekkert að því. Það er hins vegar helber dónaskapur og pólitískur loddaraháttur að stilla sér upp fyrir aftan íslensku samningamennina og garga í eyrun á þeim að hætta viðræðunum.
Það fylgir því ýmis kostnaður að fara í alls kyns greiningu á einstökum málaflokkum í tengslum við viðræðurnar og ESB býður styrki til að mæta þeim kostnaði. Hefur boðið þá styrki um nokkurt skeið til allra þjóða sem sækja um aðild. Það er nákvæmlega ekkert að því að þiggja þá styrki. Og það er beinlínis ömurlegt að horfa á sjávarútvegs- og lándbúnaðarráðherrann þvælast þar fyrir eins og staðið ruglað hross. Jón Bjarnason fer fyrir mikilvægustu ráðuneytunum í viðræðunum við ESB, þar sem hagsmunirnir eru mestir. Ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar ætti að kappkosta að ná fram sem bestum samningi fyrir íslenska þjóð, því þótt hann sé á móti aðild, vill hann væntanlega ekki að þjóðin sitji uppi með vondan samning í þessum málum, samþykki hún samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Það er eins og ungbóndanum Ásmundi Daða Einarssyni og gamla brýninu Jóni Bjarnasyni sé fyrirmunað að sjá út fyrir bæjarhelluna heima hjá sér, hvað þá út fyrir sveitina þeirra."
(Skáletrun, ES-bloggið)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.