Leita í fréttum mbl.is

Steinunn Stefánsdóttir um díoxín-málið í FRBL

steinunnstef-3.jpgSteinunn Stefánsdóttir skrifar áhugaverðan leiðara í FRBL í dag um "díoxín"-málið, en það hefur jú evrópskan vinkil. Steinunni segir: "Það er einkennilegt að þjóð (eða stjórnvöld fyrir hennar hönd) sækist eftir undanþágu til þess að fá að hleypa eitruðum reyk út í andrúmsloftið í meira magni en reglur sem þjóðin sjálf hefur undirgengist kveða á um. Það er þeim mun einkennilegra þegar um er að ræða samþykkt sem byggir að miklu leyti á frumkvæði þessarar sömu þjóðar. Þannig er þó málum háttað varðandi nokkrar sorpbrennslur sem starfa hér á landi og losa margfalt meira magn af eiturefninu díoxíni út í andrúmsloftið en kveðið er á um í reglum EES.

Á það hefur vissulega verið bent að þrátt fyrir þetta hafi stórlega dregið úr losun díoxíns út í andrúmsloftið undanfarin ár. Það er auðvitað gott og blessað en samt sem áður ekki ásættanlegt að í nokkrum sveitarfélögum hér á landi sé losun díoxíns, eða hefur til skamms tíma verið, tugfalt yfir viðmiðunarmörkum."

Síðar skrifar Steinunn: "Til að bíta höfuðið af skömminni þá eiga reglur EES uppruna sinn í frumkvæði Íslendinga. Í fréttaskýringunni kemur fram bæði hjá Magnúsi Jóhannessyni, ráðuneytisstjóra umhverfisráðuneytisins, og Árna Finnssyni, formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands, að Ísland hafi í tengslum við umhverfisráðstefnuna í Rio de Janeiro 1992 átt frumkvæði að því að settar yrðu reglur um mengunarvarnir sorpbrennsla, ekki síst vegna hagsmuna fiskútflytjenda. Magnús segir: „Reglurnar um þetta voru settar að frumkvæði Íslands og urðu síðar til þess að harðar reglur voru settar hjá Evrópusambandinu. Ísland fékk þannig undanþágu fyrir ströngum reglum sem við börðumst fyrir að yrðu settar."

Allur leiðarinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband