Leita í fréttum mbl.is

"Skessuhornið" á Sprengisandi Bylgjunnar

smeÍ þætti Sigurjóns M. Egilssonar (mynd), Sprengisandi, í dag var svokallað "Skessuhorn" en þar mættur Unnur Brá Konráðsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Lilja Mósesdóttir. Þar var m.a. rætt um ESB-málið og þá tillögu Unnar að leggja fram tillögu (aftur) um að draga umsóknina til baka. Unnur segir þetta vera gamla tillögu og því er þetta eins og sagt er; "endurtekið efni"!

En athyglisvert var að í samband við nýja Framtíðarsýn  og 2020-áætlun ríkisstjórnarinnar, sem m.a. inniheldur ákveðna hluti sem sagðir eru líkjast Maastricht-skilyrðum ESB um upptöku Evru, sagði Unnur Brá að Maastricht-skilyrðin séu bara "ágæt"!

Samt vill hún vinna gegn því að þeim verði náð, þar sem aðild að ESB er m.a. eitt "verkfærið" til þess! 

Ólína Þorvarðardóttir sagði um þessa "draga-umsókn-til-baka-tillögu" Unnar: "Pólitískt glapræði."

Varla er hægt að vera meira sammála Ólínu!

Veið bendum ENN OG AFTUR á þau mistök sem Malta gerði, en það var einmitt að frysta umsókn sína að ESB, en það frost stóð í um tvö ár. Menn eru sammála um að þetta hafi verið mikil mistök! 

Látum ekki þetta henda okkur!

Heitar umræður voru í "Skessuhorninu", vægast sagt, m.a. um sjávarútvegsmál. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband