Leita í fréttum mbl.is

Guðbjörn Guðbjörnsson á Eyjunni: Hvað vitum við?

Guðbjörn GuðbjörnssonGuðbjörn Guðbjörnsson skrifar ítarlegan pistil um ESB-málið á Eyjubloggi sínu og segir þar m.a.:

"Að mínu mati vita hinir hefðbundu íslensku stjórnmálaflokkar því að stóru leyti hvaða samningur bíður okkar. Þessari vitneskju um ESB – og sumu um samninginn við AGS – hefur verið dreift til ákveðinna þingmanna og ráðherra. Í „forkönnunarviðræðum“ Ingibjargar og Össurar hefur þegar komið í ljós að við munum fá „sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði“ auk sérlausnar fyrir íslenskan landbúnað. Ég er því algjörlega sammála Eiríki Bergmanni Einarssyni – enda búinn að lýsa svipuðum hugmyndum á bloggi mínu nýlega – að nýlegar hugmyndir Seðlabankans eru ekkert annað en vegvísir í átt að myntbandalaginu og upptöku evru og það sama má segja um stefnu ríkisstjórnarinnar „Ísland 2020″. Að auki fullyrði ég að hugmyndir Seðlabanka Íslands varðandi peningamál hefðu aldrei verið settar fram án samráðs við Seðlabanka Evrópu. Að mínu mati liggur fyrir samkomulag milli Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu um framkvæmd þeirrar stefnu, sem þar er tilgreind og gæti sú samvinna hafist fyrr en seinna. Ef grunur minn reynist réttur og að í raun sé svo í pottinn búið að þegar sé búið „forsemja“ um erfiðustu málin – þótt að sjálfsögðu eigi eftir útfæra mörg mikilvæg atriði – þá erum við svo sannarlega á réttri leið hvað mörg mál varðar.

Máli mínu til stuðnings bendi ég á að Geir Hilmar Haarde hafi varla gert tilraun að snú Sjálfstæðisflokknum í átt að ESB aðild í byrjun árs 2008, ef hann hefði ekki vitað hvað var í boði að hálfu ESB. Ég hef jafn litla trú á að Steingrímur J. Sigfússon og forusta VG sé til í að leggja framtíð flokksins að veði til að sjá hvað kemur út úr aðildarviðræðum, nema að þau viti í grófum dráttum að samningurinn verður okkur hagstæður og að VG og þjóðin muni að lokum samþykkja hann. Á sama hátt má útskýra hversu róleg Samfylkingin er þótt á móti hafi blásið. Þessa ró er aðeins hægt að útskýra með því að þau telja sig nokkuð örugg um mjög góðan samning. Það verður að líta á andstöðu ýmissa þingmanna innan VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks – þ.e. sérhagsmunagæsluliðsins fyrir landbúnað og sjávarútveg – í því ljósi, að þessir þingmenn viti meir en þeir mega eða vilja gefa upp. Heimssýnar þingmönnum er ljóst að samningurinn verður góður og af þeim sökum er reynt að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um hann. Heildarhagsmunir þjóðarinnar skipta þessa þingmenn minna máli en eigin hagsmunir og sérhagsmunir lítils hluta þjóðarinnar. Það er einmitt þessi litli hluti þjóðarinnar, sem tryggir Heimssýnar þingmönnum þingsætin með atkvæðum sínum og fjárframlögum."

Allur pistill Guðbjörns 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband