Leita í fréttum mbl.is

Guðmundur Andri: Öflugir liðsmenn

Guðmundur Andri ThorssonGuðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, skrifar "sterkan" pistil í Fréttablaðið í dag um ESB-málið. Fyrirsögnin er: Öflugir liðsmenn. Guðmundur Andri skrifar:

"Ásmundur Einar Daðason er enginn villiköttur sem fer bara sinna eigin ferða. Hann er þvert á móti mjög öflugur liðsmaður - í Heimssýn, samtökum andstæðinga Evrópusambandsins. Hann er samherji Jóns Vals Jenssonar, Páls Vilhjálmssonar og Styrmis Gunnarssonar en ekki Steingríms J. Sigfússonar, Árna Þórs Sigurðssonar eða Katrínar Jakobsdóttur. Hann á samleið með Davíð Oddssyni en ekki Svandísi Svavarsdóttur.

Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.

Atlamál

Þó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi.

Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar."

Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu.

Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi."

Allur pistill Gunðmundar Andra


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Vanþekking Guðmundar Andra á hugtakinu »fullveldi« er átakanlegt. Hann segir:

»Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.«

Er ásættanlegt að maður sem vill láta taka mark á skrifum sínum taki svona til orða:

»...óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna...«

Hvað er óljóst varðandi »fullveldi« ? Þetta hugtak er grundvallar-atriði í stjórnskipun ríkja. Án þess að skilja það, þá geta menn bókstaflega ekki skilið neitt varðandi stjórnskipun Íslands.

Fullveldi (fullveldi=fullt vald) merkir endanlegt og ótakmarkað vald um málefni landsins. Endanlegt er fullveldið, vegna þess að ákvörðunum fullveldishafans  verður ekki vísað til annars aðila. Ótakmarkað er fullveldið, vegna þess að það tekur til allra þátta sem fullveldishafinn ákveður.

Að manni læðist sá grunur að Guðmundur Andri sé stórlega ofmetinn og spurning er hvort hann er ekki frekar grunnhygginn. Var það ekki sami Guðmundur Andri sem 13. desember 2010 skrifaði:

>>Um það er þarflaust að þrefa: Okkur skjátlaðist. Við, þessi minnihluti landsmanna sem vildum ljúka Icesave-málinu um síðustu áramót, fá þetta út úr heiminum og halda áfram út úr kreppunni með hjálp annarra þjóða - okkur skjátlaðist, við paníkeruðum.<<

Raunar er Guðmundur Andri ekki eini Sossinn sem hefur lítið vit á stjórnskipun landsins. Þessir kjánar tala um »deilt fullveldi« og meina að hægt sé að deila fullveldi þjóðarinnar með erlendum valda-stofnunum.

Þeir tala jafnvel um »fullveldi út á við« og »fullveldi inn á við«. Þessar hugmyndir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum, en duga vel í hugarheimi Samfylkingar. Þarna kemur fram algjört skilningsleysi á þeirri staðreynd, að hugtakið »fullveldi« felur í sér ódeilanleika. Það er bara einn aðili sem getur farið með stjórnarfarslegt fullveldi þjóðar. Í lýðveldi er það lýðurinn/þjóðin sem fer með þennan fullveldisrétt.

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.1.2011 kl. 18:23

2 Smámynd: Elle_

Sterkan pistil??  Vantar ekki skilning þarna?  Kannski gæti Guðmundur Andri lesið eftirfarandi pistil um sig sjálfan sér til lærdóms og skemmtunar?


Elle_, 10.1.2011 kl. 23:42

3 identicon

Þetta er alveg rétt hjá honum. Það er spurning hvort að þingmenn ættu að segja sig úr stjórnum samtaka og fyrirtækja þegar þeir taka sæti á Alþingi.

Birgitta er einnig gott dæmi um þetta.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 07:57

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ESB gefir okkur 0.06 prósent atkvæðaréttur  á móti 100% ef við erum sjálfstæðir.

Valdimar Samúelsson, 11.1.2011 kl. 13:13

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Valdimar, lesefni: http://www.evropa.is/2008/11/29/hid-fullvalda-lydveldi-island/

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.1.2011 kl. 16:52

6 Smámynd: Elle_

Guðmundur Andri segir okkur hin hafa óljósar hugmyndir um fullveldi og ég mótmæli þessu.  Fullveldi er alveg skýrt í huga hugsandi fólks og það missum við örugglega ef við verðum svo vitlaus að álpast inn í evrópskt veldi sem mun fara með ÆÐSTA VALD yfir okkur. 

Hann fer líka með rangt mál þegar hann segir að útbreiddur stuðningur sé meðal kjósenda VG við aðild að Evrópusambandinu.  Veit ekki hvort hann heldur það eða hreinlega segir ósatt viljandi. 

Loks fer hann blákaldur með lygar þegar hann fullyrðir að andstæðingar Evrópumiðstýringar vilji áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.  Nei, fjöldi manns vill aflaheimildirnar hjá þjóðinni einni og ekki LÍÚ og kærir sig samt ekkert um að vera undir valdi Evrópuskrímslisins.  

Guðmundur Andri hefur fyrir löngu eyðilagt trúverðugleika sinn bæði með ICESAVE stuðningnum og nú öllum þessum brenglunum og skáldsögum.  Kannski kann hann engin skrif nema skáldskap og ræður ekki við að skrifa um veruleikann.  

Elle_, 11.1.2011 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband