Leita í fréttum mbl.is

Næst: Skilyrði um að veðrið verði gott?

SkýÁ RÚV segir í frétt: "Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri Grænna segir orðið tímabært að setja fram samningsskilyrði Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu. Hún segir að á fundi þingflokks VG í gær hafi verið farið yfir stöðuna í umsóknarferlinu, auk þess sem fjallað hafi verið um sjávarútvegsmál."

Hvað kemur næst? Skilyrði um að veðrið verði gott?

Hverskonar umræða er þetta? Eða heldur Lilja að Íslendingar muni ganga  eins og villuráfandi sauðir til samninga við ESB?

Eða er hún kannski að segja að stilla eigi ESB upp við vegg? Setja afarkosti?

Umræðan um ESB-málið er ansi skrýtin á köflum, það verður bara að segjast eins og er. Einu sinni var til orð, "Kremlarlógía". Þetta er svipað.

Til upplýsingar: Hverjum samningahópi gagnvart ESB var fært svokallað ERINDISBRÉF, þar sem MARKMIÐ í hverjum málaflokki eru tíunduð. í sambandi við sjávarútvegsmál segir t.d. þetta: 

"Samkvæmt áliti meirihluta utanríkismálanefndar (137. löggjafarþing, þingskjal 249) skulu eftirtalin meginmarkmið, sem lúta að forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi, sett í samningaviðræðunum: Forræði á stjórn veiða og skiptingu aflaheimilda innan íslenskrar efnahagslögsögu sem byggð er á ráðgjöf íslenskra vísindamanna; eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er, þegar málefni lýtur að íslenskum hagsmunum; haldið verði í möguleika á að takmarka fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi í samvinnu við samningahóp II um EES mál sem fjallar um frjálsa fjármagnsflutninga og fjárfestingar; skýr aðkoma Íslendinga verði að mótun sjávarútvegsstefnu ESB og framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt.
Þá skulu samningahópur EES II og samningahópur um sjávarútvegsmál hafa með sér samráð að því er varðar fjárfestingar í sjávarútvegi og nýtingu sjávarspendýra."

Hægt að lesa allt hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband