Leita í fréttum mbl.is

Hefur Árni Þór kúvent?

Árni Þór SigurðssonÖnnur frétt sem vakti athygli í dag var forsíða Fréttablaðsins þar sem sagði: "ESB-viðræðunum kann að verða slitið þyki ástæða til" og þar segir: "Ekki er fullvíst að viðræðum um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði lokið með samningi sem borinn verður undir þjóðina. Áður en af því getur orðið kann sú staða að koma upp að Alþingi endurmeti aðildarumsóknina. Þetta er mat Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.

"Það getur vel verið að þær aðstæður komi upp að það þurfi að ræða það í þinginu hvort við eigum að halda þessu ferli áfram. Að við þurfum á einhverjum tímapunkti að meta okkar hagsmuni upp á nýtt í ljósi þeirrar þróunar sem verður í viðræðunum. En sá tímapunktur er ekki kominn," segir Árni Þór."

Í frétt á Pressunni er haft eftir Bjarna Benediktssyni að þetta sé kúvending hjá Árna Þór. En hvar er kúvendingin? Það væri fróðlegt að heyra það frá Árna sjálfum, sem hefur tekið á málinu af miklu raunsæi. Hann hleypur ekki á eftir hagsmunum einhverra Nei-hreyfinga, heldur vinnur hann eftir samstarfssamkomulagi ríkisstjórnarflokkanna, sem eru sammála um að vera ósammála í ESB-málinu, en að hefja aðildarviðræður og leggja málið í dóm kjósenda.

Það eru hinsvegar margir sem sjá RAUTT við þá tilhugsun að Íslendingar fái að kjósa um aðildarsamning að ESB! 

Okkur á ES-blogginu sýnist frétt FRBL vera einhverskonar fræðilegar pælingar um það sem mögulega geti gerst, ef þannig aðstæður skapist! 

Þær hafa hinsvegar ekki skapast og ekkert sem segir að þær muni yfirhöfuð skapast! 

En ESB-málið er RÆKILEGA á dagskrá! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband