Leita í fréttum mbl.is

Evrópuvika hjá Þróunarfélagi Austurlands

Hugmyndin með Evrópuvikunni er að bjóða Austfirðingum upp á fræðslu, umræður og ráðgjöf um Evrópumál og Evrópustyrki. Ólíkum hagsmunaðilum var boðin þátttaka, ekki náðist að skipuleggja málþing með Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum,það verður haldið og auglýst síðar.

Mánudagur 17. janúar kl. 17-19, ÞNA Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði.Fræðslufundur um „Samningaviðræður við Evrópusambandið, helstu málaflokkar,staða viðræðna og næstu skref“ kynning frá fulltrúa utanríkisráðuneytisins og umræður.Miðvikudagurinn 19. janúar kl. 13 – 18. ÞNA Vonarlandi, Egilsstöðum.

Kynning á tækifærum og styrkjum í Evrópusamstarfi.Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkjaog samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana (www.evropusamvinna.is). Kjöriðtækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar, æskulýðsstarfs og atvinnulífs.

Dagskrá:13:00 – 13:10 Evrópusamvinna.is 13:10 - 13:55 Menntaáætlun EvrópusambandsinsComenius – leik-, grunn- og framhaldsskólar Grundtvig – fullorðinsfræðsla e-Tvinning – rafrænt skólasamstarfLeonardo – starfsmenntun. 13:55 – 14:25 Evrópa unga fólksins Kaffihlé 15:00 – 15:30 Evrópumenning 15:30 – 16:00 7. rannsóknaáætlun ESB, Euraxess evrópska rannsóknastarfatorgið. 16:00 – 16:30 NPP norðurslóðaáætlunin og NORA Norður-Atlantshafsnefndin 16:30 – 18:00 Fulltúar áætlananna verða til staðar fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf.Fimmtudagurinn 20. janúar kl. 20 - 22 hjá ÞNA Vonarlandi Egilsstöðum.

Spurt og svarað um Evrópumálin - STERKARA ÍSLAND, hreyfing Evrópusinna
Á fundinum gefst tækifæri til þess að spá í spilin og spyrja um hvaðeina í tengslum við
aðildarviðræður og aðild að ESB.


Austurland í ESB - hvers má vænta?
Anna Margrét Guðjónsdóttir, sérfræðingur og stjórnarmaður í Sterkara Íslandi.
Tækifæri frumkvöðla á landsbyggðinni innan ESB.
Rannveig Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri Sagnabrunns.
Er austfirsk þekking útflutningsvara?
Hafliði Hafliðason, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Austurlands.
Í lok fundarins verður stofnaður undirhópur fyrir Sterkara Ísland á Austurlandi.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband