14.1.2011 | 08:56
Aðeins einn sannleikur á Bændablaðinu: ESB er vont! - Forysta bænda ritskoðar blaðið!
Rás tvö birti í gær afar athyglisvert viðtal við fyrrverandi ritstjóra Bændablaðsins, Þröst Haraldsson, en hann sagði upp störfum fyrir nokkrum vikum, vegna ritskoðunar formanna Bændasamtakanna og framkvæmdastjóra.
Þröstur, sem hefur tæplega 40 ára reynslu af blaðamennsku, sagði einnig í viðtalinu að "línan" sem lögð var hafi síðan verið sú að Bændablaðið skyldi skrifa GEGN ESB og ekkert annað.
DV skrifar frétt um málið og þar segir m.a: "Formaður bændasamtakanna og framkvæmdastjóri vildu fá að lesa allt efnið fyrirfram áður en það var birt.
Það urðu ýmsar deilur um það. Málið er ég held að þetta hafi verið óöryggi nýs framkvæmdastjóri til einhvers sem hann þekkti ekki. Hann getur ekki lifað við þá óvissu að það standi eitthvað í blaðinu annað en hann það sem hann vill, sagði Þröstur í samtali við Síðdegisútvarp Rásar 2 í dag.
Þröstur sagði að sú stefna hefði verið sett að bændablaðið ætti að halda uppi málstað bænda gagnvart Evrópusambandinu. Það var beinlínis gerð sú krafa til okkar að við værum komnir í stríð gegn Evrópusambandinu og finna allt neikvætt um það, segir Þröstur og bætti við að forystumenn samtakanna hefðu sagt að það væru nóg af öðrum fjölmiðlum til að finna það jákvæða við Evrópusambandið. Þröstur segist ekki hafa verið sáttur við þennan þrýsting."
Þröstur segir að sú krafa hafi komið fram að blaðið yrði hreint áróðursblað með þessu markmiði; að tala bara neikvætt um ESB. Þessu neitaði Þröstur og ritstjórnin fylgdi honum að málum.
Í þessu samhengi er vert að rifja upp að Bændasamtökin fá árlega um 500 milljónir frá Ríkissjóði til síns reksturs og á vegum þess starfa um 60 manns.
Sem er hlutfallslega miklui hærra en hjá ESB, en þetta myndi samvara því að uum 90.000 manns ynnu hjá sambandinu. Árip 2008 voru 37.000 manns á launaskrá hjá ESB og þjóna um 500 milljónum manna.
Nýr ritstjóri er tekinn við á Bændablaðinu, en það verður áhugavert að sjá hvernig hann "tæklar" þetta.
(Leturbreyting í DV tilvitnun - ES blogg)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Já ESB er vont fyrir okkur Við erum sjálfbær þjóð og það eru nægir matvælaframleiðendur í Evrópu sem vilja ekki okkar afurðir nema fiskin. Við viljum heldur ekki að þeir kaffæri okkur með sínum. þetta er bara svona.
Valdimar Samúelsson, 14.1.2011 kl. 10:34
Hver á að standa vörð bændastéttarinnar ef ekki þeirra eigið málgagn?!
Þið eruð frekar barnalegir á þessari síðu, svo vægt sé til orða tekið!!
Gunnar Heiðarsson, 14.1.2011 kl. 12:02
Þeirra málgagn sem er styrkt af skattpeningum okkar??
Sleggjan og Hvellurinn, 14.1.2011 kl. 13:01
Ef verja þarf vondan málsað, er ritskoðun mjög sterkt vopn.
Svavar Bjarnason, 14.1.2011 kl. 13:25
Tek undir með Gunnari Heiðarssyni hér að ofan. "Þið eruð ótrúlega barnalegir".
Ætti kannski ritstjóri ESB síðunnar ykkar hér að vera á móti ESB og neita setja inn greinar sem lofsyngja þetta ótrúlega skrifræðis- og skaðræðisapparat.
Auðvitað á málgagn og málsvari Bændasamtakanna að endurspegla meirihluta skoðanir bænda og forystu þeirra enda blaðið gefið út af þeim en ekki ritstjóranum presónulega.
Gunnlaugur I., 14.1.2011 kl. 15:19
Á íslandi fæst 1 tegund af einokunar smjöri það er gott dæmi um höftin og kúgunina sem hér ríkir, þetta smjör kostar þrisvar sinnum meira en smjör annarsstaðar í Evrópu þrátt fyrir að vera ríkisstyrkt. Einnig er transfitan í þessu smjöri er svo há að það væri bannað að selja það í mörgum löndum. En vegna hafta ríkisins þá er bannað að selja hér annað smjör og allir skulu kaupa kransæðakýtts einokunar smjörið sem búið er að ljúga í þjóðina að sé besta smjör í heimi.
Valdimar: Hvernig færðu það út að við séum sjálfbær þjóð. Veit ekki betur til en bændur séu háðir því að flytja inn olíu, vinnuvélar og fóður til að geta stundað sinn landbúnað.
Gunnar: Bændur á íslandi vilja ekki kynna sér kosti þess að ganga í ESB, innganga myndi færa þeim tækifæri. Þeir eru hræddir við að með aðild þá geti þeir sjálfir ekki séð lengur um að skammtað sér styrki úr vasa almennings.
Á íslandi er einokun á landbúnaðarvöru og þess vegna er hún bæði dýrari og verri en annars staðar. Ef það kæmi samkeppni á þennan markað þá væri möguleiki að fá hér æta landbúnaðarvöru á sanngjörnu verði sem er í svipuðum gæðaflokki og þekkist annarsstaðar í vestrænum heimi. Bændur eru ekki að hugsa um hagsmuni almennings heldur sína eigin. Sama með ykkur tvo, þið standið vörð um höft , kúgun og einokun.
The Critic, 14.1.2011 kl. 15:25
ESB ER VONT OG VERDUR VERRA !
Anna Grétarsdóttir, 15.1.2011 kl. 05:38
Ég vil benda The Critic á að kynna sér vöruúrvalið af íslenskum landbúnaðarvörum. Ef hans hverfisbúð er eingöngu með eina smjörtegund á boðstólnum, er það kaupmanninum að kenna, ekki bændum.
Varðandi þá fullyrðingu að bændur vilji ekki kynna sér kosti ESB aðildar, þá er sennilega engin hagsmunahópur í þjóðfélagin sem hefur kynnt sér þessi mál jafn rækilega og bændasamtökin, enda mikið í húfi fyrir þá. Bændasamtökin hafa ályktað um að okkur sé betur borgið utan ESB, einmitt vegna þess að þeir hafa kynnt sér hvaða áhrif það hefði.
Bændur hafa hins vegar neitað að koma að þeim breytingum sem ESB krefst meðan á viðræðum stendur. Þeir vilja ekki fara í breytingar sem vart eru aftur kræfar, ef þjóðinni ber gæfa til að hafna aðild. Enda er það klárlega aðlögunarferli, sem jafnvel höfundar þessarar síðu hafa marg oft hafnað að séu í gangi!
Gunnar Heiðarsson, 15.1.2011 kl. 09:31
Segðu mér Gunnar hvar get ég fengið aðra tegund af smjöri en þessa í gráa pappírnum? Þín hverfisbúð hlýtur að vera á sérstakri undanþágu.
Afhverju get ég ekki keypt Danska Lurpak smjörið á íslandi sem fæst nánast allstaðar annarsstaðar í Evrópu og þykir besta smjör í heimi?
Eða hræ ódýrt þýskt smjör á 100kr?
Get ekki séð annað en að danskir bændur hafi notið góðs af ESB aðild þar sem þeim opnuðust gríðarleg tækifæri til útflutnings. Danskir rjómaostar, danskt smjör og danskir mjólkurdrykkir fást víðsvegar í Evrópu og vega stóran sess í þeirra útflutningi.
The Critic, 15.1.2011 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.