Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Evrópuþingmenn hvetja Íslendinga

FRBLÍ FRBL í dag stendur: "Íslendingar ættu að halda áfram að veiða hval og stjórna eigin fiskveiðum. Þeir eiga ekkert að gefa eftir í þessum efnum í komandi aðildarviðræðum.

Þetta kom fram í máli nokkurra Evrópuþingmanna á opnum fundi sem utanríkismálanefnd Evrópuþingsins stóð fyrir í Brussel á fimmtudag. Fundurinn fjallaði um aðildarferli Íslands og áskoranir tengdar því. Frá Íslandi ávarpaði fundinn Baldur Þórhallsson prófessor ásamt Nikulási Hannigan úr utanríkisráðuneytinu og Alyson Bailes úr Háskóla Íslands, sem fjallaði um öryggismál.

„Ég bjóst við hvössum spurningum en Evrópuþingmennirnir reyndust bara mjög miklir stuðningsmenn aðildar Íslands," segir Baldur.

Breskur þingmaður, Dr. Charles Tannock, gerði hvalveiðar að umræðuefni, segir Baldur, og hvatti Íslendinga ekki bara til að halda þeim áfram heldur til að fá hvalveiðar flokkaðar undir sjávarútvegsmál frekar en umhverfismál, eins og þær eru flokkaðar í dag hjá ESB.

„Svo var þarna portúgölsk þingkona, Comes að nafni, sem vill að Íslendingar fái að ráða sem mestu í sjávarútvegsmálum, enda telur hún að við séum sú þjóð sem best hefur staðið sig í þeim málum. Hún vill að við stöndum föst á okkar og gefum ekkert eftir í viðræðum," segir Baldur."

Öll fréttin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi 3ja manna sendinefnd frá Íslandi sem fór og ræddi við nokkra þingmenn Utanríkismálanefndar Evrópuþingsins, var nú ekki beint þannig samsett að þeir gæfu trúverðugar lýsingar á því hvernig staða aðildarumsóknarinnar raunverulega væri hér á landi og hversu andstaðan við umsóknina væri mikil og víðtæk. Allt voru þetta þekktir ESB sinnar með Baldur Þórhallsson í broddi fylkingar. 

Sjálfsagt er að að ræða aðildarferlið og gefa þeim upplýsingar um raunverulega stöðu mála hér og svo aftur fá ráð og upplýsingar og sjónarmið á móti. En mér sýnist af því sem ég hef heyrt af þessum fundi að 3 menningarnir töluðu allir af mikilli upphafningu um hvað þjóðin þráði heitt ESB aðild og gerðu ekkert úr andstöðunni. Með svona tali er bara verið að rugla fólk.

Til að þessi fundur hefði verið marktækari og meira upplýsandi, hefði a,m.k. þurft að vera einn sem talaði máli andstöðunnar eða alla vegana efahyggjunnar gagnvart ESB aðild.

Svo er það önnur saga að hvað sem einstakir þingmenn Evrópuþingsins hafa sagt, þá eru þeir ekki samninganefndin og ráða sáralitlu um stefnu og reglur og tilskipanir ESB apparatsins. Þeir hafa því ekkert að segja um hvernig emb´ttismenn samninganefndar ESB hagar sínum málum gagnvart okkur.

Jú þeir svo sem vissu að þarna eru á ferðinni harðsvíraðir samningamenn ESB Valdaelítunnar, sem halda sig við "directívið" og regluverkin fram í rauðan dauðann.

Því ráðlögðu þeir íslendingum að vera bara harðir á móti og sína þessu liði í tvo heimana.

Þingið þekkir þessa valdagírugu og ósvífnu valdaelítu og það þarf að lúta henni að mestu eða öllu leyti. Þingið er meira og minna valdalaus puntstofnun. Þingið er vængstíft enda sniðið af sjálfum embættisaðlinum til þess að geta sýnt fram á eitthvert svona sýnihorn af sýndar lýðræði.

Nú sem oftar á þingið í stríði við Elítuna sem nú neitar Þinginu og  þingmönnum þess um að fá aðgang að sjálfum Ársreikningum sambandsins.

Leyndarhyggjan og sóunin og spillingin hjá ESB hefur aldrei þolað dagsljósið.

Þessa ormagrifju spillingarinnar viljið þið sökkva landi okkar og þjóð í.

Gunnlaugur I., 18.1.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband