24.1.2011 | 17:37
Steinunn Stefánsdóttir um könnun FRBL í leiðara
Í leiðara FRBL í dag er fjallað um ESB-málið og könnun blaðsins, sem sagt hefur verið frá hér á blogginu. Í leiðaranum segir Steinunn Stefánsdóttir:
"Niðurstaða skoðanakönnunarinnar segir ekki til um það hvort svarendur eru hlynntir Evrópusambandsaðild eða ekki. Þessir tveir þriðju hlutar svarenda eru bara afdráttarlaust hlynntir þeim lýðræðislega framgangi mála að viðræðurnar fái að hafa sinn gang og ljúka með samningi sem lagður verði í dóm þjóðarinnar. Þetta er enda í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og samþykktar meirihluta alþingismanna sumarið 2009.
Vonandi munu stjórnarandstöðuþingmenn, bæði innan og utan ríkisstjórnarflokka, hlýða á þessi skilaboð og taka mark á þeim. Næg eru verkefnin þótt ekki sé þrefað um að aðildarviðræðum við ESB verði hætt í miðju kafi. Það er í það minnsta ljóst að þeir þingmenn sem það gera tala ekki máli meirihluta þjóðarinnar. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem tala fyrir slitum aðildarviðræðna gera það vissulega í umboði um helmings kjósenda sinna, minnkandi hóps þó, samkvæmt skoðanakönnuninni. Vinstri grænir þingmenn sem tala fyrir slitum á viðræðum hafa samkvæmt könnuninni innan við 33 prósent kjósenda flokksins á bak við sig en meðal þeirra sem segjast mundu kjósa Vinstrihreyfinguna - grænt framboð ef gengið yrði til kosninga nú hefur stuðningur við áframhald aðildarviðræðna aukist mest frá því að síðast var spurt sömu spurningar, í skoðanakönnun Fréttablaðsins í september síðastliðinn.
Vissulega eru sterkir og valdamiklir hagsmunahópar og -samtök sem ekki virðast kæra sig um að þjóðin fái að sjá hvað samningur um aðild að Evrópusambandinu felur í sér, til dæmis bæði samtök útgerðarmanna og bænda. Þessir hópar hafa býsna hátt og má velta því fyrir sér hver sé ástæða þess að þeim er svo umhugað um að samningur um aðild Íslands að Evrópusambandinu líti ekki dagsins ljós, að kjósendur fái ekki að sjá niðurstöðu aðildarviðræðna og taka á þeim grundvelli afstöðu til aðildar.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Hvernig er einusinni hægt að taka svona könnun sem frétt. Það að 800 manns séu spurðir hvort eða ekki þeir vilji klára eða ekki er falsfrétt og ekki trúverðug. Það að stöð tvö skuli hafa komið með þetta sem aðalfrétt kvöldsins sínir hræsni ESB sinna.
Valdimar Samúelsson, 24.1.2011 kl. 19:01
Samkvæmt Steinunni Stefánsdóttur hjá FRBL þá skulu nú þeir sem hingað til hafa vogað sér að vera á móti þessum ESB aðildar- aðlögunarviðræðum ekki voga sér að tala gegn þeim lengur.
Af því að þessi einstaka og einsleita könnun FRBL sýnir nú meirihluta fyrir því að klára skuli viðræðurnar.
Semsagt vegna þessa þá á nú á að leggja alla lýðræðislega umræðu niður og allir sem á annað borð fá að tala skulu nú tala einum rómi og þeir sem eru á móti skulu bara hafa vit á því að þegja af því að það huggnast ekki hagsmunum ESB og þeim sem harðast berjast fyrir ESB innlimuninni.
Er er þessi ólýðræðislega og óforskammaða krafa hennar um tafarlausa þöggun umræðunnar ekki alveg í anda þess sýndar- og gerfilýðræðis sem ríkir innan æðstu stofnana og commísararáða ESB valdaklíkunnar !
Kannski þess vegna sem athugasemd mín síðan í morgun um niðurstöður FRBL könnunarinnar hefur enn ekki verið birt hér á síðunni þrátt fyrir að þó nokkrar greinar ykkar hafi verið birtar hér síðan þá.
Gunnlaugur I., 24.1.2011 kl. 19:51
Ég hef frá upphafi haft þá sannfæringu að viðhorf þjóðarinnar mundu mjakst á sveif með aðild eftir því sem liði á umsónarferlið/viðræðurnar. Það segir sig sjálft að eftir því sem fleira kemur fram og rangfærslum sem fólk leggur trúnað á, fækkar mun þetta síga á jáhliðina
Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2011 kl. 22:53
Alveg dæmigert fyrir málflutning ykkar Nei-sinna að reyna að gera lítið úr þessu. Þið dæmið ykkur svo sjálfa úr leik, með þessu tuði, aðfsakið!
Svörun við þessari spurningu var næstum 90%
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 24.1.2011 kl. 23:26
Hvað er alltaf verið að tala um nei sinna við erum ekkert í einhverjum nei/já leik. Þessi spurning er kolólögleg og falsumsóknin sömuleiðis. Við vorum frjáls og erum frjáls svo þú getur séð Evrópusinni góður að það hafði engin rétt á að koma með þessa tillögu að ganga í ESB. Þetta er bara ekkert grín sérstaklega með svona skemmda (corrupt) pólitíkusa sem hafa það fyrir lifibrauð að ljúga og svíkja. Það eitt er marg sannað.
Valdimar Samúelsson, 25.1.2011 kl. 09:28
Kæri Valdimar: Þetta snýst um Já eða Nei við aðildarsamningi, þegar og ef hann liggur fyrir (sem fólk greinilega vill, kannski ekki þú!).
Þú hættir ekki að vera frjáls þó landið gangi í ESB, spurðu alla hina í ESB löndunum 27! Eða lestu þér til - mælum með því!!
Umsóknin var ákveðin í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu á Alþingi Íslands. PUNKTUR!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 25.1.2011 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning