Leita í fréttum mbl.is

Timo Summa: Tími fyrir samstöðu

Timo SummaTimo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, hélt áhugavert erindi á fundi í Háskólanum á Akureyri í gær. Þar svaraði hann ýmsum bábiljum varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Hann fjallaði meðal annars um ,,aðlögunarumræðuna". Einnig sagði hann að nú væri kominn tími fyrir íslensk stjórnvöld að sýna samstöðu í þessum aðildarviðræðum. Annað gæti tafið aðildarumsóknina. Vikudagur birtir góða frásögn af fundinum. Þar segir m.a:

,,Summa var spurður um það á fundinum hvort ekki væri í raun hafið aðlögunarferli að ESB en ekki bara aðildarviðræður, t.d. vegna krafna um breytta stjórnsýslu varðandi hagtölur í landbúnaði. Sagði hann þetta vera þrætubók sem fyrst og fremst hefði gildi í pólitískum átökum hér á Íslandi. Hinn almenni skilningur og sjónarmið ESB væru að aðlögun íslenskra stofnana og verkferla myndi hefjast þegar atkvæðagreiðslu um aðildarsamning væri lokið hér og landsmenn samþykkt þann samning. Þá tæki við visst aðlögunarferli sem gæti verið misjafnlega langt eftir aðstæðum en slíku ferli lyki svo með formlegri aðild. Sumar þjóðir hafi ákveðið að undirbúa slíka aðlögun fyrr en aðrar og því sett upp aðgerðaráætlanir sem færu í gang ef samningur yrði samþykktur og ef slíkur undirbúningur væri fyrir hendi myndi aðlögunartímabilið milli þjóðaratkvæðagreiðslu og aðildar vera styttra. Ef enginn slíkur undirbúningur færi fram yrði þetta aðlögunartímabil einfaldlega eitthvað lengra. Ákvarðanir um slíka áætlanagerð væru hins vegar pólitískar ákvarðanir stjórnvalda í hverju landi fyrir sig og væru ekki mál sem ESB skipti sér að. "

Hægt er að lesa frásögn af fundinum á slóðinni hér að neðan.

http://www.vikudagur.is/?m=news&f=viewItem&id=7585
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband