Leita í fréttum mbl.is

70% frá síðustu öld?

MBLÞegar fjallað er um sögu er hægt að fara með það fyrirbæri á ýmsan hátt; það er hægt að falsa söguna, það er hægt að segja "hálf-sannleika" og bjaga söguna á ýmsan hátt, það er hægt að draga úr og ýkja. 

SAGAN er full af dæmum um þetta og hægt í þessu samhengi að benda á mjög skemmtilega bók sem fjallar um þetta, THE USES AND ABUSES OF HISTORY

Í þessu samhengi er áhugavert að lesa síðasta leiðara Morgunblaðsins um ESB og Evruna, sem birtist í gær. Þar segir í byrjun: "Þýska vikuritið Der Spiegel sem er áhugavert rit hefur oftast verið mjög eindregið í stuðningi sínum við evruna, eins og reyndar drýgstur hluti hinnar þýsku pressu. Hún hefur nær öll fylgt stjórnmálalegum rétttrúnaði í því og þess vegna verið mjög á skjön við afstöðu þýsku þjóðarinnar.  En nýjustu kannanir sýna að um 70 prósent Þjóðverja vilja nú markið aftur og evruna á bak og burt.  (Leturbreyting ES-bloggið)

Takið eftir þessu síðasta: Notað er orðið "kannanir" en ekki hefur Morgunblaðið fyrir því að segja hvaðan þessar kannanir eru fengnar.

Þetta má hinsvegar lesa í The Daily Mail frá því í desember í fyrra: 

"The latest poll for the ARD TV broadcaster also showed that 66 percent of Germans fear that the current financial crisis will torpedo their savings.

While 57 percent want the D-mark back, only 32 percent said they found anything positive about the common currency.

The last euro survey earlier in the year - before Greece and Ireland meltdowns - showed 51 percent wanting the mark back.

And seventy five percent believe that it is the financial markets and not the politicians who will decide the eventual fate of the troubled euro.

This is the highest percentage of Germans wanting the D-mark to return since several polls in the 1990's showed close to 70 percent of them wanted to retain the currency of the 'economic miracle."

Hér kemur fram að samkvæmt nýlegri könnun ARD sjónvarpsstöðvarinnar eru 57% sem vilja þýska markið aftur og er þetta það hæsta síðan kannanir á 9.áratugnum (!) sýndu að 70% vildu fá markið aftur (eða halda því, þar sem þetta voru sennilega kannanir áður en Evran var formlega tekin í notkun). Þetta er því langt frá því að vera 70% í nýrri könnun ARD, skeikar bara 13%!

EvraOg þá vaknar spurningin: Eru þau 70% sem Morgunblaðið talar um sem "nýjustu kannanir" virkilega einhvertímann frá síðustu öld? Er söguleg nákvæmni Morgunblaðsins ekki meiri en þetta?

Í annarri frétt um sömu könnun segir svo þetta: "A large majority of Germans, 60 percent, support the euro despite a crisis that will see them guarantee debts of other countries, according to a poll released on Friday by ARD television.

The poll also found that 36 percent of Germans would rather bring back the deutschemark, an icon of Germany's post-war economic success....Among Germans who had pursued their studies, only 17 percent wanted the former money back, while 80 percent said the euro should stay."

Hér kemur fram að um 60% þeirra sem svöruðu STYJÐI Evruna og aðeins 36% vilja þýska markið til baka. Í hópi fólks með framhaldsnám er stuðningurinn við Evruna um 80% samkvæmt könnuninni.

Að lokum: Er Spiegel á skjön við þýsku þjóðina? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Maður opnar ekki morgunblaðið núorðið án þess að þar sé að finna  ómálefnalegt  skítkast út í ESB og Evruna að hálfu ritstjóra.
Ekki skrifa þeir um hörmungarsögu íslensku krónunnar.

Mogginn er orðin einn sá óáreiðanlegasti miðill landsins þegar kemur að ESB, það er skýr stefna hjá þeim að finna allt ESB til foráttu, alveg sama hversu langsótt og ómálefnalegt það er. Ég er verulega farinn að efast um skilning ritstjóra og annarra blaðamanna Morgunblaðsins á ESB.

The Critic, 6.2.2011 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband