Leita í fréttum mbl.is

Ólafur Stephensen í FRBL um matvælaverð og umræðu því tengdu

Ólafur StephensenÓlafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, gerir matvælaverð að umtalsefni í leiðara í dag, þetta þetta tengist líka ESB-málinu á þann hátt að talið er að matvælaverð getir lækkað umtalsvert við aðild. Ólafur skrifar:

"Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF), vakti í síðustu viku hér í Fréttablaðinu máls á fyrirvörum samtakanna við stefnu stjórnvalda í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, þar sem markmiðið er sagt vera að raska stuðningi við landbúnaðinn sem allra minnst.

Erna benti þannig á að yrði ekki dregið úr hinum gífurlega háu tollum, sem lagðir eru á erlendar búvörur, myndi matarverð ekkert lækka. Engir tollar eru á viðskiptum með vörur á milli ríkja ESB. Í kjölfar aðildar Svíþjóðar og Finnlands að sambandinu fyrir hálfum öðrum áratug lækkaði matarverð umtalsvert. Lækkun matarverðs er hagur greinar á borð við ferðaþjónustuna, sem vill geta boðið ferðamönnum upp á ódýrari mat og er að sjálfsögðu einnig hagur hins almenna neytanda.
Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í Fréttablaðinu á laugardag að tollverndin væri þvert á móti hagsmunamál fyrir neytendur. Án hennar hefðu bændur og aðrir aðilar á markaði hækkað verð til neytenda um sextíu prósent, í takt við hækkanir á innfluttum vörum þegar krónan féll 2008.

Við þessa röksemdafærslu er eitt og annað að athuga. Haraldur gefur sér væntanlega að ef ofurtollanna hefði ekki notið við, hefðu erlendar búvörur náð hér umtalsverðri markaðshlutdeild og veitt innlendri búvöru raunverulega samkeppni. Um leið og þær hefðu hækkað í verði, hefði svigrúm innlendra framleiðenda til að hækka verðið hjá sér aukizt. Þetta getur verið rétt, ef menn horfa á mjög þröngan tímaramma, en um leið er þá horft framhjá þeim hag, sem neytendur hefðu haft til lengri tíma af ódýrum innflutningi og þeirri samkeppni, sem hann hefði veitt innlendri búvöru. Og eins mætti segja að niðurfelling tolla nú gæti tekið til baka umtalsverðan hluta þeirrar kjaraskerðingar, sem neytendur urðu fyrir við fall krónunnar."

Allur leiðari Ólafs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband