Leita í fréttum mbl.is

Bændur: Íslenskur landbúnaður þrífst ekki innan ESB án verndartolla - Jóhannes Gunnarsson: Má ekki horfa fram hjá hagsmunum íslenskra neytenda

BændurÍ frétt á www.visir.is segir: "Íslenskur landbúnaður getur ekki þrifist innan Evrópusambandsins án verndartolla að mati Bændasamtakanna sem vilja að Ísland fái undanþágu frá reglum sambandsins. Formaður neytendasamtakanna segir að óbreyttir tollar muni þurrka út ávinning neytenda af aðild.

Verslun með landbúnaðarvörur er án tolla á innri markaði Evrópusambandsins og því gæti matvöruverð lækkað umtalsvert við inngöngu íslands í sambandið. Það er að segja ef tollar verða felldir niður.

Bændasamtökin telja hins vegar mikilvægt að viðhalda verndartollum. Sérstaklega var minnst á þetta atriði á rýnifundum um landbúnaðarmál í Brussel í síðasta mánuði.

„Við höfum gert það alveg skýrt að við krefjumst þess að það verði áfram heimilt að leggja tolla á búvörur, komi til þess að hér verði ESB aðild," segir Erna Bjarnadóttir, fulltrúi BÍ í samningahóp um landbúnað.

Finnar sóttu um svipað ákvæði þegar þeir gengu í Evrópusambandið en á það var ekki fallist. Finnskur landbúnaður er hins vegar skilgreindur sem heimskautalandbúnaður en það felur í sér ákveðna framleiðslustyrki eða niðurgreiðslu. Það eitt og sér að mati bændasamtakanna myndi ekki duga hér á landi."

Í fréttinni er einnig talað við Jóhannes Gunnarsson, formann Neytendasamtakanna, sem segir að bændur ættu ekki að hræðast samkeppni og að íslenskar landbúnaðarvöru hafi  möguleika á að verða að lúxusvörum á evrópskum mörkuðum. Hann segir einnig að ekki megi ganga framhjá hagsmunum íslenskra neytenda í ESB-málinu, en talið er að matvælaverð geti lækkað umtalsvert hér á landi við aðild.

Ritstjórn ES-bloggins les það út úr þessari afstöðu bænda gagnvart ESB að hér sé í raun aðeins sett fram eitt atriði: Óbreytt ástand. 

Öll fréttin og myndskeið úr sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 

Í grein sem Össur Skarphéðinsson birti á sínum tíma segir: "....mega hvorki forystumenn í stjórnmálum né bændasamtökum, og alls ekki bændur sjálfir, horfa framhjá möguleikum íslensks landbúnaðar. Íslenskir bændur framleiða frábærar afurðir, sem batna með ári hverju. Íslendingar munu alltaf halda tryggð við  þær...En aðild gæti jafnframt skapað íslenskum bændum nýja og sterka möguleika á hágæðamörkuðum Evrópu. Margt er að breytast okkur í hag. Krafan um gæði og vænleika afurðanna með tilliti til umhverfis og heilbrigðis neytenda eykst stöðugt. Þar stendur íslenskur landbúnaður afar sterkt að vígi."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Einarsson

Gefum skít í aukaatriði. Fáum helvítis Evruna þannig að það gangi að plana framtíðina.

Ragnar Einarsson, 9.2.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband