Leita í fréttum mbl.is

Nýtt afl í Evrópumálum - JÁ ÍSLAND!

jaisland1-ragnhNýju afli í Evrópumálum, JÁ-Ísland, var rennt úr vör í Þjóðmenningarhúsinu í hádeginu í dag, að viðstöddu fjölmenni.

Á nýrri heimasíðu, www.jaisland.is segir:

"Já Ísland á rætur sínar að rekja til undirskriftasöfnunar sem hleypt var af stokkunum vorið 2009 undir kjörorðinu Við erum sammála og hafði þann tilgang að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Um 15.000 manns rituðu undir áskorunina og takmarkið náðist þegar Ísland sótti um aðild í júlí 2009. Það fólk sem stóð að baki því átaki stofnaði með sér félagsskap sem heitir Sterkara Ísland - þjóð meðal þjóða.

Já Ísland er sameiginlegt verkefni og vettvangur Evrópusamtakanna, Evrópuvaktar Samfylkingarinnar, Sjálfstæðra Evrópumanna, Sterkara Íslands og Ungra Evrópusinna.

Já Ísland er sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina.

Tíu leiðarstef sem Já Ísland hefur sett sér varðandi umræðuna um aðild Íslands að ESB:

við beitum staðreyndum og rökræðu
við blöndum okkur ekki í dægurpólitík
við erum upplýsandi og sanngjörn
við forðumst gífuryrði
við forðumst þrætubókarlist og kappræðu
við höfum gaman að því sem gerum
við notum einföld en skýr skilaboð
við tölum við fólk en ekki til þess
við virðum skoðanir hver annars
við viljum að Ísland sem rísi undir nafni sem þjóð meðal þjóða


jaislandallirÞeir einstaklingar sem styðja Já Ísland hafa margar og ólíkar skoðanir en eru sammála um að framtíð okkar Íslendinga sé betur borgið í samfélagi þjóðanna innan Evrópusambandsins en utan þess. Hver um sig er sammála á eigin forsendum og hefur fyrir því sínar ástæður og rök.

Já Ísland byggir tilveru sína á virkni stuðningsmanna og frjálsum fjárframlögum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður, opnaði fundinn með stuttu erindi og síðar tóku fleiri til máls og ræddu Evrópumál á breiðum grundvelli.

Í lok fundarins sagði Jón Steindór Valdimarsson m.a. 

„Við náum ekki árangri nema vinna vel saman og leggjast öll á eitt um vandaða umræðu og miðlun upplýsinga. Við verðum öll að leggja okkar af mörkum til þess að íslensk þjóð fái notið þeirra sjálfsögðu mannréttinda að taka upplýsta ákvörðun um gríðarstórt hagsmunamál. Upplýsta ákvörðun um framtíðarheill. Upplýsta ákvörðun sem byggist á hlutlægni en ekki hleypidómum.˝

Já-Ísland


Sjá einnig frétt á RÚV og MBL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband