21.2.2011 | 19:36
Vilhjálmur Þorsteinsson í Undir feldi um ESB-málið
Vilhjálmur Þorsteinsson var gestur í þættinum Undir feldi á ÍNN um daginn og ræddi þar ESB-málið. Rök hans fyrir aðild eru m.a. þessi, og hann telur þau upp á bloggi sínu:
- Ég byggi afstöðu mína til ESB einkum á því að sambandið sé lýðræðislegur vettvangur 27 þjóða til að taka á sameiginlegum viðfangsefnum. Þessi viðfangsefni eru þess eðlis að þau ná þvert yfir landamæri. Dæmi um þetta eru vinnumarkaður og vinnuvernd, fjármálamarkaðir, umhverfismál, loftslagsmál, réttindi neytenda, löggæslumál og svo mætti áfram telja.
- Í dag er aðkoma Íslands að sameiginlegum ákvörðunum Evrópuþjóða nánast engin. Með aðild hefðum við hins vegar sæti við borðið þar sem reglugerðir og tilskipanir eru samdar og þeim breytt. Ísland hefði áhrif langt umfram fólksfjölda, m.a. einn fulltrúa af 28 í ráðherraráði ESB og neitunarvald gagnvart breytingum á stofnsáttmálum sambandsins.
- Samstarf þjóðanna gengur ekki út á það að taka auðlindir af einni og færa þær annarri. Um slíkt eru engin dæmi og það mun aldrei gerast. Fiskistofnar hafa þá sérstöðu að vera færanleg auðlind sem flakkar milli efnahagslögsaga. Þess vegna er rekin sameiginleg sjávarútvegsstefna í ESB með sjálfbæra stjórnun fiskveiða að markmiði. Ég tel enga ástæðu til annars en að unnt verði að semja um að Íslendingar fari áfram með sjálfbæra stjórnun og nýtingu eigin fiskistofna.
- Stærsta breytingin fyrir okkur við inngöngu í ESB verður á sviði landbúnaðar. Þá verður í grundvallaratriðum að hverfa frá því að styrkja framleiðslu landbúnaðarafurða með magntengdum styrkjum eða niðurgreiðslum. (Undanþága er þó gerð fyrir svokallaðan heimskautalandbúnað sem ríkinu verður áfram heimilt að styrkja innan tiltekins ramma.) Breytingar í þessa átt mun þó þurfa að gera óháð ESB vegna nýrra alþjóðlegra samninga á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO). En í staðinn kemur öflugt stuðnings- og styrkjakerfi dreifðra byggða og sveita, sem hægt verður að sækja í til að styðja uppbyggingu og nýsköpun, t.d. á sviði ferðamennsku, samgöngubóta, umhverfismála, landbóta, varðveislu minja o.s.frv. Þar eru ýmis tækifæri sem landbúnaðarkerfið og dreifbýlisfólk ætti að skoða með jákvæðum hætti.
- Með aðild að ESB gengju Íslendingar til samstarfs við þær þjóðir sem standa okkur næst menningarlega og pólitískt. Fullveldi okkar styrktist með aðkomu að mörgum þeim ákvörðunum sem stýra umhverfi okkar. Mikilvægir praktískir kostir felast síðan í því að losna við krónuna, fá efnahagslegan stöðugleika, lægri vexti og afnám verðtryggingar.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Erum við ekki í samstarfi við margar þjóðir og er ekki allmennt efnahagslegur stöðugleiki þ.e. ef við erum ekki að framkvæma meir en góðu hófi gegnir. Það eru margar þjóðir sem eru ekki í ESB sem er bara í fínu lagi. Hvaða rök þarf maður að sína til þess að vera ekki í ESB. Engin.
Valdimar Samúelsson, 21.2.2011 kl. 23:21
ég veit ekki betur en esb vill okkur til að eiðileggja hér landbúnað og sjáfarútgerð fá vald til að valsa í þessu tvennu eins og þeim listir
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:07
og það verður að vera sátt með þetta þú þrengir þessu ekki upp á mig ég flyt með safnið mitt úr landi ef þetta verður gef skít í ísland þáfyrst og sní þá aldrey aftur hingað til lands
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:09
Ragnar
Flýja til Danmerkur þá ;)
Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2011 kl. 02:25
Annars mjög flottur pistill hjá Vilhjálmi.
Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2011 kl. 02:25
Ragnar, Vertu ekki með svona vitleysu. Bæði sjávarútvegur og landbúnaður mundi blómstra við að Ísland gengi í ESB.
Í dag gerir sjávarútvegurinn upp í evrum og starfar innan ESB ríkja núna í dag. Þannig að það yrði bara formsatriði fyrir sjávarútveginn að Ísland gengi í ESB.
Jón Frímann Jónsson, 22.2.2011 kl. 19:00
taliði frekar við bændur en fólk sem hefur ekkert vit á landbúnaði ég á þannig fjölskuldur og þau eru ekki sátt og þetta er mín skoðun við erum ekki í esb og förum ekki eftir þeim þ.annig ég er andvígur
Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.