Leita í fréttum mbl.is

Vilhjálmur Þorsteinsson í Undir feldi um ESB-málið

Vilhjálmur ÞorsteinssonVilhjálmur Þorsteinsson var gestur í þættinum Undir feldi á ÍNN um daginn og ræddi þar ESB-málið. Rök hans fyrir aðild eru m.a. þessi, og hann telur þau upp á bloggi sínu:

  • Ég byggi afstöðu mína til ESB einkum á því að sambandið sé lýðræðislegur vettvangur 27 þjóða til að taka á sameiginlegum viðfangsefnum.  Þessi viðfangsefni eru þess eðlis að þau ná þvert yfir landamæri.  Dæmi um þetta eru vinnumarkaður og vinnuvernd, fjármálamarkaðir, umhverfismál, loftslagsmál, réttindi neytenda, löggæslumál og svo mætti áfram telja.
  • Í dag er aðkoma Íslands að sameiginlegum ákvörðunum Evrópuþjóða nánast engin.  Með aðild hefðum við hins vegar sæti við borðið þar sem reglugerðir og tilskipanir eru samdar og þeim breytt.  Ísland hefði áhrif langt umfram fólksfjölda, m.a. einn fulltrúa af 28 í ráðherraráði ESB og neitunarvald gagnvart breytingum á stofnsáttmálum sambandsins.
  • Samstarf þjóðanna gengur ekki út á það að taka auðlindir af einni og færa þær annarri. Um slíkt eru engin dæmi og það mun aldrei gerast.  Fiskistofnar hafa þá sérstöðu að vera „færanleg auðlind“ sem flakkar milli efnahagslögsaga.  Þess vegna er rekin sameiginleg sjávarútvegsstefna í ESB með sjálfbæra stjórnun fiskveiða að markmiði. Ég tel enga ástæðu til annars en að unnt verði að semja um að Íslendingar fari áfram með sjálfbæra stjórnun og nýtingu eigin fiskistofna.
  • Stærsta breytingin fyrir okkur við inngöngu í ESB verður á sviði landbúnaðar.  Þá verður í grundvallaratriðum að hverfa frá því að styrkja framleiðslu landbúnaðarafurða með magntengdum styrkjum eða niðurgreiðslum.  (Undanþága er þó gerð fyrir svokallaðan heimskautalandbúnað sem ríkinu verður áfram heimilt að styrkja innan tiltekins ramma.)  Breytingar í þessa átt mun þó þurfa að gera óháð ESB vegna nýrra alþjóðlegra samninga á vegum Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO). En í staðinn kemur öflugt stuðnings- og styrkjakerfi dreifðra byggða og sveita, sem hægt verður að sækja í til að styðja uppbyggingu og nýsköpun, t.d. á sviði ferðamennsku, samgöngubóta, umhverfismála, landbóta, varðveislu minja o.s.frv.  Þar eru ýmis tækifæri sem landbúnaðarkerfið og dreifbýlisfólk ætti að skoða með jákvæðum hætti.
  • Með aðild að ESB gengju Íslendingar til samstarfs við þær þjóðir sem standa okkur næst menningarlega og pólitískt.  Fullveldi okkar styrktist með aðkomu að mörgum þeim ákvörðunum sem stýra umhverfi okkar.  Mikilvægir praktískir kostir felast síðan í því að losna við krónuna, fá efnahagslegan stöðugleika, lægri vexti og afnám verðtryggingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Erum við ekki í samstarfi við margar þjóðir og er ekki allmennt efnahagslegur stöðugleiki þ.e. ef við erum ekki að framkvæma meir en góðu hófi gegnir. Það eru margar þjóðir sem eru ekki í ESB sem er bara í fínu lagi.  Hvaða rök þarf maður að sína til þess að vera ekki í ESB. Engin.

Valdimar Samúelsson, 21.2.2011 kl. 23:21

2 identicon

ég veit ekki betur en esb vill okkur til að eiðileggja hér landbúnað og sjáfarútgerð fá vald til að valsa í þessu tvennu eins og þeim listir

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:07

3 identicon

og það verður að vera sátt með þetta þú þrengir þessu ekki upp á mig ég flyt með safnið mitt úr landi ef þetta verður gef skít í ísland þáfyrst og sní þá aldrey aftur hingað til lands

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 00:09

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ragnar

Flýja til Danmerkur þá  ;)

Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2011 kl. 02:25

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Annars mjög flottur pistill hjá Vilhjálmi.

Sleggjan og Hvellurinn, 22.2.2011 kl. 02:25

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ragnar, Vertu ekki með svona vitleysu. Bæði sjávarútvegur og landbúnaður mundi blómstra við að Ísland gengi í ESB.

Í dag gerir sjávarútvegurinn upp í evrum og starfar innan ESB ríkja núna í dag. Þannig að það yrði bara formsatriði fyrir sjávarútveginn að Ísland gengi í ESB.

Jón Frímann Jónsson, 22.2.2011 kl. 19:00

7 identicon

taliði frekar við bændur en fólk sem hefur ekkert vit á landbúnaði ég á þannig fjölskuldur og þau eru ekki sátt og þetta er mín skoðun við erum ekki í esb og förum ekki eftir þeim þ.annig ég er andvígur

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband