Leita í fréttum mbl.is

Um listina að hagræða sannleikanum

,,Lengi lifir í gömlum glæðum," segir máltækið, en yfirfært yfir á Nei-sinna mætti kannski segja að lífið í glæðunum felist í því að hagræða sannleikanum hressilega. Þetta vegna ummæla á bloggi Nei-sinna um hernaðarmál.

Það vakti mikla athygli fyrir nokkrum misserum þegar samtök ungbænda ruddust fram að auglýsingasíður blaðanna og fullyrtu að íslenskir bændasynir ættu það á hættu að vera kvaddir í Evrópuherinn. 

Slíkur her, Evrópuher, er ekki til og engar áætlanir um það að stofna slíkan her. Þar skutu ungir bændur sig hressilega í fótinn svo úr varð hið mesta svöðusár!

Í sambandi við könnun ESB, Eurobaraometer, sem framkvæmd var hér á landi í nóvember og kynnt fyrir skömmu, kemur fram að þetta er stöðluð könnun. Þar eru spurningar um heri, enda fjölmargar Evrópuþjóðir með heri til að treysta sínar landvarnir. Þetta hafa hinsvegar Nei-sinnar ákveðið að reyna að nýta sér með sandkassalegum hætti.

Ruglið og bullið sem Nei-sinnar láta út úr sér er þetta: "Spurning Eurobarometer um afstöðu Íslendinga til hers er liður í að aðlaga okkur að þeirri tilhugsun að vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandsins, fari svo illa að Íslandi verði aðili að Evrópusambandinu. Heimild er fyrir fyrirhuguðum Evrópuher í Lissabonsáttmálanum."

Halló! ...,,vera hluti af hernaðarveldi Evrópusambandins." Er ekki allt í lagi? 

Eitt það fyrsta sem við manni blasir þegar farið er inn á síður um Lissabon-sáttmálann er þetta (á ensku) :

"Does the Treaty create a European army?

No. Military capabilities remain in national hands. The Treaty foresees that Member States can make available civilian and military resources to the Union for the implementation of its Common Security and Defence operations. However, any Member State has the right to oppose such operations and all contributions to them will be always on a voluntary basis." 

Hér segir að Lissabon-sáttmálinn opni ekki fyrir stofnun Evrópuhers og að hernaðarmál séu á könnu aðildarríkjanna. Hinsvegar sé hægt samkvæmt sáttmálanum að biðja um sameiginlegar aðgerðir og framlög aðildarríkjanna til þess. En, að hvert  ríki megi segja nei, við slíku. Enginn er neyddur til neins!Þetta hefur  til dæmis verið reyndin með  NATO-aðild Íslands frá upphafi.

Þessu kjósa Nei-sinnar að líta framhjá og standa  fyrir rangfærslum og hreinum ósannindum!

Þetta er rislágt!

(Sjá: http://europa.eu/lisbon_treaty/faq/index_en.htm#15)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það mætti nú alveg að skaðlausu nefna það hvaðan þessi ummæli, sem verið er að gagnrýna séu komin. Það er bæði faglegra og trúverðugra. Það gefur okkur ESB sinnum líka meira í sarpinn í umræðunni þegar trúverðugleiki þess aðila koma til umræðu.

Bara svona vinsamleg ábending.

Sigurður M Grétarsson, 1.3.2011 kl. 22:49

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Er búinn að finna þetta. Þetta bull kemur frá Heimssýn. Kemur ekki á óvart úr þeirri átt.

Sigurður M Grétarsson, 1.3.2011 kl. 22:52

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er kemur ekki á óvart að Heimssýn leyfir ekki umræðu á síðunni sinni. Það er vegna þess að efnið þeirra standast ekki skoðun.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2011 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband