Leita í fréttum mbl.is

Uffe Elleman Jensen um ESB,Ísland og fleira í Silfrinu

uffe.pngBirtum hér beina krækju inn á viðtalið við fyrrum utanríkisráðherra Dana, Uffe Elleman Jensen, um Evrópumál og fleira úr Silfri Egils í dag. Það eru áhugavert að bera innihald þess saman við orð JB, úr fréttinni hér á undan! (Mynd: RÚV)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Uffe Ellleman Jensen bendir með mjög hæverskum og kurteisilegum orðum á þá staðreynd að Íslendingar þurfa að gera sér grein fyrir að þeir verði að fara á réttum forsendum í ESB!

 Ég skal þýða þetta yfir á kjarnyrta Íslensku: Það fer enginn ókeypis inn í þetta bandalag Evrópu og sumir halda að þetta sé sælgætispoki sem þeir mega tæma og kvarta svo og kveina þegar þarf að borga fyrir næstu áfyllingu og allt sem úrskeiðis fer í ESB.

 T.d. hækkandi olíuverð, óeirðir og stríð milli bankaræningja-stofnana og almennings heimsins! Gerum okkur bara fulla grein fyrir því fyrirfram hvað er í pokanum sem lokkar!

 Það er of seint þegar búið er að éta upp úr honum og skrifa undir!

 Þetta er staðreynd sem bæði já og nei-fólk verður að gera sér grein fyrir og rökræða á sæmilega siðferðis-legum rökræðu-nótum. Þeir sem ekki kunna að rökræða út frá staðreyndum eru ekki tilbúnir til að ganga í samfélag siðaðra þjóða!

 Heimurinn fylgist með áróðrinum rakalausa sem ríkis-fjölmiðlar Íslands standa fyrir. Og það gat Uffe Elleman Jensen ekki sagt skýrar en þetta, enda er það ekki hans mál, heldur ætlar hann okkur sem teljum okkur siðuð að skilja sjálf og finna út jafn augljósa staðreynd?

 Ég auglýsi eftir rökræðum en ekki eineltis-níði pólitískra öfgahópa í bæði já og nei-hópum, sem er þessari þjóð til skammar um alla heimsbyggðina! Sá sem er með níðskrif er ekki að tala mínu máli. Takk fyrir!

 M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.3.2011 kl. 10:57

2 identicon

Anna:  Það er hefð á Íslandi að tala niður til andstæðingsins.  Þau eru auðvitað aldrei málefnanleg.  Ég var ESB andstæðingur.  En ég verð að segja það að eftir að hafa búið erlendis í 14 ár, 3 í Sviss, eitt í USA og 10 í Þýskalandi, þá get ég ekki annað sagt en að ESB er allt annað en talað er um heima á Íslandi.

Það eru gamlar þjóðir í ESB, það eru nýjar þjóðir í ESB.  Það getur ekki verið að þessar þjóðir væru í ESB ef það væri svona hræðilegt.

Við búum við lýðræði líkt og aðrar þjóðir sem eru í ESB.  Þess vegna hafa allir málfrelsi.  Það geta allir sagt sem þeir vilja.  Einhvern veginn verðum við að ákveða sjálf hvað er rétt og hvað er rangt.

Hræðsluáróður er ekki góður og báðir aðilar stunda hann af hörku þessa dagana. 

En kanski ættum við að láta þá einstaklinga sem búa í ESB aðstoða okkur aðeins við ákvörðunina.  Þeir vilja enn vera í ESB og eru sáttir við það.

Eistland tók upp evru um áramótin og sú ríkisstjórn vann í kosningunum í gær. 

Ef ESB væri svona slæmt, þá væri ekkert ESB því það byggir á lýðræðisríkjum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband