8.3.2011 | 12:58
Tveir sterkir leiðarar í FRBL: Bændur og Össur
Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins hefur í gær og í dag skrifað tvo áhugaverða leiðara. Sá í gær var um mál bænda, ESB og hreint makalausar yfirlýsingar landbúnaðarráðherra um ESB. Ólafur skrifar um framlag ráðherra til Búnaðarþings, sem lýkur á morgun:
"Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra var við sama heygarðshorn og sagði að standa yrði fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum" og verjast öllum tilhneigingum hins erlenda stórveldis til að taka hér stjórnartauma af réttkjörnum og lýðræðislegum stjórnvöldum landsins". Ráðherrann er sömuleiðis á þeirri skoðun að fái ESB og talsmenn þess meðal Íslendinga að ráða ferðinni verður Ísland að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið".
Þetta er kostulegur málflutningur. Ráðherrann reynir að mála upp mynd af Evrópusambandinu sem erlendu stórveldi" sem ásælist yfirráð á Íslandi, í stað þess að tala um sambandið sem samtök ríkja sem þar taka höndum saman af fúsum og frjálsum vilja. Ráðherrann lætur eins og styrkirnir, sem standa nú Íslandi til boða til að laga stjórnsýsluna að því sem gerist í Evrópusambandinu, muni valda einhverri byltingu í samfélagsháttum. Staðreyndin er sú að þar er um hreina smámuni að ræða miðað við þær samfélagsbreytingar sem orðið hafa á Íslandi undanfarin sextán ár með aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Þar hefur stórtæk aðlögun að löggjöf og háttum ESB átt sér stað og að flestu leyti gefizt ágætlega, þótt Íslendingar hafi lítil áhrif haft á þróunina.
Styrkir frá Evrópusambandinu eru hreint ekki nýir af nálinni. Ýmis rannsókna- og þróunarverkefni tengd íslenzkum landbúnaði hafa notið ríkulegra styrkja ESB eftir að EES-samningurinn tók gildi. Sem dæmi má nefna að við Háskólann á Hólum hafa yfir 20 rannsóknarverkefni hlotið ESB-styrki á undanförnum árum. Mörg þeirra hófust þegar Jón Bjarnason var þar skólastjóri. Múturnar" frá ESB breyttu að minnsta kosti ekki afstöðu hans til sambandsins!
Ef menn vilja taka upplýstar ákvarðanir er gott að þeir kynni sér ýmsar hliðar mála, kosti og galla. Fátt bendir til að slík umræða fari fram á Búnaðarþingi hvað Evrópumálin varðar."
Í leiðara dagsins fjallar Ólafur um þá ákvörðun fyrirtækisins Össurar að kveðja íslensku kauphöllina og færa sig um set, til Danmerkur. Í leiðaranum er vitnað til orða Niels Jacobsen, stjórnarformanns Össurar: "Um íslenzku krónuna segir hann: "Við getum ekki verið skráð á hlutabréfamarkað sem notar gjaldmiðil sem er ekki nothæfur."
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP, tók í svipaðan streng í fréttum Stöðvar 2 á laugardagskvöld og sagði stefnuleysi stjórnvalda stórt vandamál fyrir atvinnurekstur í landinu. "Í gjaldeyrismálum finnst mér stefnan bara ekki liggja fyrir ... Það er vissulega verið að sækja um í Evrópusambandinu og ef það verður reyndin er það eitthvað sem hægt er að reiða sig á," sagði Hilmar.
Það er ástæða til að hlusta á talsmenn þessara fyrirtækja. Afskráning Össurar úr kauphöllinni er áfall fyrir hlutabréfamarkaðinn hér á landi og sömuleiðis fyrir orðspor landsins í alþjóðlegu viðskiptalífi - ekki sízt þegar stjórnarformaðurinn talar eins og hann gerir. Niels Jacobsen er þekktur í viðskiptalífi Danmerkur og víðar og eftir orðum hans er tekið.
Það er reyndar erfitt að vorkenna stjórnendum Össurar að þurfa að finna aðra konu til viðbótar þeirri einu, sem situr í fimm manna stjórn fyrirtækisins, en aðra gagnrýni Jacobsens hljóta stjórnvöld að taka til sín. Eftir það áfall sem íslenzkt efnahagslíf varð fyrir við bankahrunið ættu stjórnvöld að kappkosta að bjóða fyrirtækjum upp á sem stöðugast viðskiptaumhverfi, í stað þess að hringla til og frá með skatta, gjöld og reglur.
Gjaldmiðilsmálin eru svo sérkapítuli. Öllum er ljóst að krónan getur ekki orðið framtíðargjaldmiðill Íslands. Um það eru stjórnendur fyrirtækja og almenningur í landinu sammála. Umsóknin um aðild að ESB ætti að vera sterk yfirlýsing um að hér sé stefnt að upptöku evru og þeim aga í hagstjórn sem henni fylgir, en vegna þess að ríkisstjórnin er sjálfri sér sundurþykk í Evrópumálunum er sú yfirlýsing mun veikari en ella og fyrirtækin telja áfram að óvissa ríki um framtíðina."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Þetta er lýsandi þess að ef við göngum ekki í ESB sem fyrst þá mun atvinnuleysi aukast og gjaldeyristekjur minnka... ... og almenn lífsgæði á Íslandi minnka.
Við stefnum hraðbir í bænda og sjómannasamfélag þegar öll tæknifyritækin eru að flyja úr landi.
En Nei-sinnar finnst það að sjálfsögðu hið besta mál. Fyrir þeim skiptir landbúnarður og sjávarútvegurinn öllu máli. Skítt með rest.
Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2011 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.