Leita í fréttum mbl.is

Gylfi og Illugi á góđum fundi um gjaldmiđilsmál

Sjálfstćđir Evrópumenn héldu vel heppnađan fund (og skemmtilegan!) um gjaldmiđilsmál í HR í gćr. Ţar töluđu Dr. Gylfi Zoega og Illugi Gunnarsson, ţingmađur og hagfrćđingur. Morgunblađiđ birti ágćta frétt um máliđ og ţar segir međal annars: 

"Gylfi Zoega, prófessor í hagfrćđi, segir ađ ef Íslendingar ćtli ađ halda í krónuna og reka hér sjálfstćđa peningamálastefnu ţá verđi ţeir ađ taka upp breytilega vexti á húsnćđislánum. Nauđsynlegt sé ađ vextir Seđlabankans bíti, en ţađ hafi ţeir ekki gert fyrir hrun.

Gylfi sagđi ţetta á fundi sem Sjálfstćđir Evrópumenn stóđu fyrir um gjaldmiđils- og peningamál í Háskólanum í Reykjavík. Yfirskrift fundarins var Krónan, bjargvćttur eđa bölvaldur?

Gylfi sagđi vissulega rétt ađ einstaklingar hefđu fyrir hrun tekiđ áhćttu og hagađ sér međ ábyrgđarlausum hćtti, en kerfiđ hefđi hins vegar veriđ brothćtt. Bankakerfiđ hefđi fariđ á hliđina og ţví augljóst ađ stjórn peningamála hefđi brugđist.

Gylfi sagđi ađ menn gćtu veriđ hér áfram međ krónu, en ţađ kostađi fjármuni. Menn ţyrftu ađ skođa hvađ kostnađurinn vćri mikill og hversu háan kostnađ menn sćttu sig viđ af sjálfstćđri mynt."

Fundurinn var af ţví tagi sem ESB-umrćđan ţarf á ađ halda; laus viđ öfga, upphrópanir, en á sama tíma einkenndist fundurinn af yfirvegun og góđri röksemdafćrslu í málflutningi fyrirlesara,sem og fundarmanna. Til fyrirmyndar! 


Öll frétt Morgunblađsins 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband