Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. um landbúnað og ESB

Björgvin G. SigurðssonBjörgvin G. Sigurðsson, fyrrum ráðherra, skrifar pistil á Pressuna og ESB og landbúnaðarmál. Hann segir: "Markmið stjórnvalda í landbúnaðarmálum í samningsferlinu er einsog fram kemur í áliti meirihluta utanríkismálanefndar að raska umhverfi landbúnaðarins sem allra minnst og semja okkur frá breytingum til hins verra fyrir greinina. Þetta er meginmarkmiðið; að vernda stöðu landbúnaðarins og sækja fram á öllum þeim sviðum hans sem mögulegt er.
 
Því ber bændastéttinni skylda til að taka af fullu afli þátt í samningsferlinu til þess að ná sem allra bestum samningi fyrir sveitir landsins. Án atbeina þeirra tekst trauðla að landa besta samningi sem hugast í lanbúnaði.

Vissulega gætu sumir þættir landbúnaðar orðið fyrir ágjöf þó það sé ekki sjálfgefið hve mikilli. Til að mynda hafa margir gefið sér að framleiðsla á svínakjöti yrði fyrir miklu áfalli en staðreyndin er mögulega allt önnur. Nefnilega sú að ESB styrkir kornrækt til kjarnfóðurframleiðslu mjög myndarlega þannig að framleiðsluverð á kjötinu lækkar gagngert og samkeppnisstaða þess við innflutt yrði sterk. Því skiptir samningsferlið mjög miklu máli. Þar náum við slíkum þáttum fram.

Staðan er sú að aðild að ESB myndi vissulega breyta skilyrðum fyrir framleiðslu á kjöti með auknum innflutningi og samkeppni. Sérstaklega þó hvítu kjöti þar sem framleiðslan á því er einungis vernduð með tollum en ekki studd beingreiðslu í greiðslumarki eins og dilka- og nautakjöt. Við niðurfellingu tolla breytist því aðstaðan til framleiðslu þess og samkeppni við innflutt kjöt eykst. Á móti kemur að það opnast fyrir útflutning á landbúnaðarvöru á Evrópumarkað með margvíslegum tækifærum og einsog áður sagði; stuðningur við kornrækt til fóðurframleiðslu dýranna getur skipt sköpum og skotið nýjum stoðum undir greinina.

Tækifærin við inngöngu í ESB almennt fyrir mannlíf og atvinnulíf á landsbyggðinni á Íslandi eru bæði mörg og stór, ekki síst vegna þess að stuðningur ESB við dreifðar byggðir er fyrst og fremst búsetutengdur, en ekki tengdur tiltekinni framleiðslu."
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband