10.3.2011 | 22:52
Pirringur meðal Nei-sinna
Þeir eru strax orðnir pirraðir, Nei-sinnarnir, yfir því að þeim sjálfum fækkar og þeim sem aðhyllast aðild að ESB fjölgar, en þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent fyrir Samtök Iðnaðarins.
Einn hinna pirruðu er "ráðuneytismublan" Bjarni Harðarson, eins og hann kallar sjálfan sig á bloggi sínu.
Hann segist hafa lagt stjórnmálabloggið mikið til á hilluna eftir að hann var ráðinn i ráðuneytið, enda orðinn virðulegur starfsmaður innan stjórnsýslunnar!. En Bjarni segir jafnframt að hann geti ekki haldið aftur af sér þegar ESB er annars vegar.
Já, ESB vekur tilfinningar! En tölur Capacent tala sínu máli, hvað sem pirraðir Nei-sinnar segja.
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Er Bjarni Harðar á móti icesavekúguninni? Pirringur er ekki ámælisverður,eða hvað? Miklu fremur framgangan,þegar óheiðarleiki,svik eða tryggðarrof,af völdum hans, sannast. Síðan er hin hliðin pirrandi að sjá menn snúa gegn fyrri sannfæringu sinni.Það er beiskur biti að kyngja. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 10.3.2011 kl. 23:30
Ekki má nú mikið kæru vinir, en takk fyrir tilvísunina í bloggið mitt!
Bjarni Harðarson, 11.3.2011 kl. 08:26
Er pirringur meðal já-sinna. Hvernig væri að rökræða í staðinn fyrir að vera með skítkast út í Bjarna Harðarson? Snýst ESB-aðild um Bjarna Harðarson?
Ég vil svo gjarnan kynna mér þessi mál frá öllum sjónarhornum. En það gengur ekki vel þegar umræðan er ekki dýpri og málefnalegri! Ég er bara engu nær um ESB eftir að lesa þetta? Er ekki hægt að fá umræðuna á eitthvert málefnalegt skiljanlegt plan fyrir almenning í landinu?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.3.2011 kl. 10:13
Mér finnst innleggið hans Bjarna Harðar alveg frábært. Það sýnir okkur svart á hvítu að "hörðum" andstæðingum ESB fjölgar þrátt fyrir að okkur já-sinnum fjölgar einnig.
Anna: Ég svaraði þér fyrir einhverju síðan hvað ESB sjálft varðar. Líklega er best að horfa til annara ESB ríkja og sjá hvernig umræðan um ESB er þar. Hún er ekki svona öfgakennt eins og á Íslandi.
Íslensk umræða hefur alltaf snúist um andstæði "öfl", komma og kapítalista hérna áður, en nú um þjóðerniselskandi andstæðinga ESB og landráðaliðið sem vill ganga í ESB.
Þess vegna er erfitt að taka þátt í umræðunni á Íslandi.
Ég hef rætt mikið við vini mína í Berlín um umræðuna á Íslandi. Þeir eru steinhissa á umræðunni. En ef þeir koma til landsins til að kynna ESB eins og það er, þá eru þeir hluti af "landráðafylkingunni".
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 10:22
Hvar er hægt að nálgast þessa könnun?
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 14:00
Haraldur: Smelltu á Bjarna Harðar hér í blogginu hjá okkur Evrópumönnum;)
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:03
@ASG: Skítkast út í BH? Í færslunni eru notuð hans eigin orð! Lestu betur áður en þú hrapar að ályktunum!
Annars er áhugavert að velta fyrir sér orðinu "mubla" í þessu samhengi. Annaðhvort notar maður jú mublur, eða þær eru hafðar til skrauts!
En BH kaus s.s. sjálfur að nota orðið "ráðuneytismubla" um sjálfan sig!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.3.2011 kl. 14:06
En hvar er hægt að sjá um könnunina því ekki finnst hún á capacent.is
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 14:10
Bjarni Harðar er ansi hlutlaus. Hann notar orð sem eru mikið notuð og ég er sáttur við þau.
Best að skoða bloggið hans.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:11
Já, en ég hef séð annarstaðar að svarhlutfallið hafi ekki verið nema um 50%. Afhverju er verið að vitna í slíka könnun? Hún segir nákvæmlega ekki neitt um afstöðu fólks til esb.
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 14:13
Haraldur: Er þetta ekki eðlileggt svarhlutfall í könnunum?
Þetta er svona og við verðum að sætta okkur við það og vinna út frá því.
Við verðum að finna leiðir til að sína ESB út frá því sem ESB er en ekki út frá því sem stór hluti Íslendinga heldur að það sé.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:19
Já tölurnar tala svo sannarlega sínu máli. Það eru tveir ESB andstæðingar fyrir hvern einn ESB ástmann. Það segir ansi mikið.
Viðar Freyr Guðmundsson, 11.3.2011 kl. 14:21
Málið er að þegar brottfallið er svona hátt, þeim mun hærri verða vikmörkin eða skekkjumörkin. Þess vegna segir þessi könnun okkur ekkert um afstöðu þjóðarinnar til ESB. Það eina sem hún segir okkur er það hver afstaða þeirra sem tóku þátt í henni er. Það er regla að kannanir með brottfall meira en 30% eigi ekki að birta og æskilegra er að brottfallið sé minna. Svo dregur það úr vægi könnunarinnar að þetta er internetkönnun. Hvort sem þetta er eðlilegt svarhlufall eða ekki þá gerir það þessa könnun ekkert trúverðugri fyrir vikið. Hefði svarhlufallið verið þetta á bilinu 70-80% hefði verið hægt að hafa hana til hliðsjónar.
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 14:27
Strumpur og Haraldur: Já, það er eiginlega áhugavert hversu lítið svarhlutfallið er. Það er áhugavert hversu oft svarhlutflallið er lágt. Af hverju? Á kanski næst að segja að verið sé að spyrja fyrir Moggan? ;)
Við fáum að vita þetta í þjóðaratkvæðagreiðslunni sem búið er að lofa okkur.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 14:51
Já við fáum að vita það þá, en þess vegna þarf að hafa fyrirvara á þegar vitnað er í slíkar kannanir og hafa umræðuna málefnalega svo fólk geti tekið upplýsta ákvörðun.
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 15:04
Haraldur: Við skulum ekki taka ákvarðanir út frá könnunum, heldur staðreyndum.
Þá mæli ég með fréttamiðlum þeirra landa sem eru í dag í ESB.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 15:09
Hægt er að hafa kannanir sér til hliðsjónar, en umræðan þarf að vera málefnanleg og það þarf að velta fyrir sér kostum og köllum þess að vera inn í esb eða utan þess.
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 15:17
Haraldur: Það er ekki til málefnanleg umræða um ESB í dag.
Það er því miður söguleg staðreynd.
Þess vegna mæli ég með erlendum fjölmiðlum.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 15:19
Þess vegna segi ég að umræðan þarf að vera málefnanleg og fólk einfaldlega kynni sér málin. Í gegnum erlenda fjölmiðla og skrif fræðimanna.
Haraldur Líndal Haraldsson, 11.3.2011 kl. 15:30
Hví í ósköpunum ættum við Íslendingar að kasta því frá okkur sem er okkur meira virði en unnt er að reikna til verðs?
Við eigum stórt og gjöfult land með hreinan bústofn og verðmætan vegna margháttaðrar sérstöðu ásamt því að verð á framleiðslu okkar fer hækkandi með hverju ári. Við eigum alla möguleika á að vernda landið fyrir glæpasamtökum og óæskilegum innflutningi af ýmsum toga vegna landfræðilegrar einangrunar. Og síðan eigum við allan heiminn að markaðssvæði ef við höfum vit á að gera samninga.
Þið ESB sinnar: Hvers vegna flytjið þið ekki bara inn í sæluríkið og látið okkur hin í friði?
Árni Gunnarsson, 11.3.2011 kl. 22:15
ÁG: Þetta er svipað sjónarhorn og birtist hjá formanni norsku bændasamtakanna, sem segir að "ESB sé bara lítill hluti af heiminum" Fjöldalega séð er það nokkuð nærri lagi, en ESB er annað mesta viðskiptaveldi heims!
Eigum við að vera fyrir utan ESB af því að formaður norsku bændasamtakanna vill það?
Við getum jú reynt að skríða inn í torfkofana aftur og látið eins og umheimurinn sé ekki til!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.3.2011 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.