Leita í fréttum mbl.is

ESB gerir breytingar á ákvarðanatöku í fiskveiðum: Jákvætt fyrir Ísland að mati utanríkisráðherra

Össur SkarðhéðinssonÍ Fréttablaðinu í dag og á www.visir.is stendur: "Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að nýleg reglugerðarbreyting á sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins (ESB) þar sem aðildarríkjum er gert að stýra staðbundnum stofnum innan eigin lögsögu, styrki röksemdir Íslands í aðildarviðræðunum við sambandið.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær, kveður nýtt ákvæði í sjöttu grein reglugerðarinnar, frá janúar síðastliðnum, á um að aðildarríki geti ákvarðað einhliða hámarksafla úr tilteknum stofnum sem eru alfarið nýttir af viðkomandi ríki, í stað þess að tekin sé sameiginleg ákvörðun í ráðherraráðinu eins og átt hefur við hingað til.
„Það er ljóst að þetta er sterkt fordæmi,“ segir Össur í samtali við Fréttablaðið. „Hins vegar vil ég ekki vekja upp of miklar væntingar vegna þessa eins, því að það eru önnur sterk rök fyrir því að rétt væri af ESB að fallast á hugmyndir okkar, sem hafa verið mjög eðlisskyldar þessari nýju reglugerð.“

Össur bætir því við að þessi breyting sé í samræmi við nýja hugsun innan ESB um að umsjón með staðbundnum stofnum sé flutt nær upprunanum. „Samkvæmt því er valdið flutt til sérfræðinga á staðnum þar sem fiskurinn er og til fyrirtækjanna sem afla úr stofnunum og vinna úr þeim. Þetta er í anda þess sem við höfum haldið fram, að þeir sem hafi alla sína afkomu af auðlind séu best til þess fallnir að sjá um og stýra nytjum á henni.“

Öll fréttin 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Allt sem ESB gerir er jákvætt fyrir Íslendinga, í augum Össurar.

Gunnar Heiðarsson, 12.3.2011 kl. 09:55

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Enn einn brandarinn um að gera úlfalda og mýflu:)

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2011 kl. 14:58

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

prentvilla: ,,gera úlfalda úr mýflugu"

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.3.2011 kl. 15:01

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sérhagsmunasamtök útgerðarmanna hafa orðið fyrir miklu áfalli. Því helstu rök þeirra gegn inngöngu í ESB eru að sökkva í djúpið. Opinbera skýringin hefur nefnilega verið sú að með inngöngu í ESB misstum við (lesist LÍÚ) forræðið yfir fiskveiðiauðlindinni. Að endanleg ákvörðun um heildarafla einstakra fisktegunda flyttist til Brussel og það væri algerlega óásættanlegt að þeirra mati.

LÍÚ mönnum hefur örugglega ekki látið sér detta annað til hugar en að þessi leikflétta héldi út allar samningaviðræðurnar. Því greinilega má heyra á svari framkvæmdastjóra LÍÚ að fréttin kemur honum í opna skjöldu. Sérhagsmunasamtökin  munu því þurfa að leggjast undir feld og endurskipuleggja hjá sér varnirnar.   

Atli Hermannsson., 12.3.2011 kl. 23:15

5 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Sammála Atla. vel orðað.

Össur tekur þessum tíðindum hinsvegar af miklu fálæti, réttast væri af honum að taka þessi tíðindi og reka þau ósmurð ofan í kokið á framkvæmdastjóra LÍÚ og hamra á þeim næstu mánuðina sem einskonar haltu kjafti sleikipinna.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.3.2011 kl. 02:40

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er reglugerðarbreyting, sem fjallar um veiðar á sumum nytjastofnum, alls ekki öllum. Þetta á við þá stofna sem alfarið eru nýttir af viðkomandi landi. Hjá okkur næði þetta sennilega yfir hvalveiðar og búið. Nei annars, hvalveiðum verðum við víst að hætta við inngöngu í ESB!

Þetta sýnir kannski best hvað það er fallvalt að vera innan ESB, þar sem reglugerðarbreyting getur kollvarpað öllum forsendum ákveðinna hópa. Reglugerð er þó þess eðlis að henni má breyta án aðkomu þeirra sem ættu að ráða málum. Það er í raun í höndum embættismanna ESB að gera slíkar breytingar, embættismanna sem ekkert umboð hafa frá íbúum aðildarlanda ESB.

Þessi reglugerðarbreyting var sett inn án allrar umræðu eða aðkomu aðildarríkjana. Það er ekkert sem segir að þessari reglugerð verði breytt á næstu mánuðum, eða jafnvel felld úr gildi. Hugsanlega sett önnur í hina áttina, þ.e. að ákvarðanatakan verði alfarið innan stofnana ESB.

Reyndar skiptir það ekki neinu máli fyrir okkur Íslendinga hvort þessi reglugerð stendur eða fellur, allir okkar nytjastofnar eru einnig veiddir af öðrum löndum ESB og kemur okkur því ekki við, jafnvel þó við værum aðildarþjóð.

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2011 kl. 10:41

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það að Össur skuli taka þessu svona fagnandi staðfestir fyrstu athugasemd mína, að allt sem kemur frá ESB er gott í augum hans, sama hvort það nýtist okkur eða ekki og sama hvort það íþyngi okkur eða ekki.

Ef það kemur frá ESB er það gull í augum Össurar!

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2011 kl. 10:46

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Gunnar Heiðar. Þetta er rangt hjá þér. Flestir okkar nytjastofnar eru okkar séreign og engin önnur þjóð á veiðirétt í þeim. Þessi breyting nær því til þeirra allra. Hvað varðar þá fiskistofna sem við eigum sameiginlega með öðrum þjóðum þá þurfum við hvort eð er að semja við þær þjóðir sem eiga þá stofna líka um veiði samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Breytingin við að ganga í ESB verður því sáralítil að öðru leyti en því að tollar af unnum sjávarafruðum frá Íslandi til ESB munu verða felldir niður.

Sigurður M Grétarsson, 13.3.2011 kl. 11:02

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Sigurður að nytjastofnar í okkar landhelgi er okkar séreign... ennþá.

Reglugerðin fjallar um að þjóðir hafi heimild til að ákveða einhliða veiðar úr þeim nytjastofnum sem alfarið eru nýttir af viðkomandi ríki.

Þeir nytjastofnar sem eru hér við land ferðast allir út fyrir landhelgina, þar eru þeir nýttir af öðrum þjóðum.

Allur uppsjáfarfiskur er sannanlega flökkufiskur, þar eru tekjur okkar miklar og því mikilvægt að við höfum yfirráð yfir þeim meðan þeir eru hér við land.

Botnfiskur eins og þorskur veiðist allt frá ströndum Evrópu og langt norður fyrir Noreg og Rússland. Ekki veit ég hvernig á að sýna fram á að sá þorskur sem er í Íslenskri lögsögu sé sérstakur nytjastofn og alls ótengdur öðrum þorski utan lögsögunnar.

Þorskurinn er þó undirstaða okkar tekna, svo hægt sé að hafa afæturnar í Reykjavík á launum!

Gunnar Heiðarsson, 13.3.2011 kl. 12:57

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gunnar

Ertu bitur út í lífið?

Sleggjan og Hvellurinn, 13.3.2011 kl. 15:31

11 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Gunnar Heiðarsson, þú sýnir enn og aftur að það er alveg vita tilgangslaust að reyna koma einhverju viti inn í hausinn á ykkur andstæðinga ESB aðildar. Á hverjum degi koma andstæðingar ESB aðildar með hverju vitlausara kommentið á fætur öðrum sem er skotið niður jafnóðum að aðildarsinnum, til þess eins að þið komið daginn eftir til að gera ykkur að enn meiri fíflum.

Þó Þorskur sé veiddur út um allan heim þýðir það ekki að um sömu stofna sé að ræða. Þannig geta Japanir til dæmis ekki ákveðið sem svo að veiða allan sinn árlega þorskkvóta í landhelgi bandaríkjanna eða að Grikkir get eftir okkar inngöngu veitt sinn árlega þorskkvóta í okkar landhelgi. 70% af okkar veiði er úr staðbundnum stofnum sem enginn ESB þjóð mun eiga neitt tilkall til að veiða úr.

Svo til að taka aðeins á þessu rugli um afæturnar í Reykjavik, að þá eru Reykvíkingar hvern dag að ýta undir rassgatið á sveitamönnum hvort sem það heitir landbúnaðarstyrkir, tollar, vegagerð, dreifbýlisstyrkir eða sérstök úthlutun kvóta til sveitarfélaga.

Á einhvern furðulegan hátt þá helur sveitafólk að þeir eigi fiskinn í sjónum frekar en Reykvíkingar einfaldlega vegna þess að Reykvíkingar eru svo góðir við þá að leyfa þeim að veiða fiskinn og landa honum að miklu leyti og langtum fram það sem sanngjarnt þætti miðað við fólksflótta.

Með inngöngu í ESB þar sem stýrkjakerfi gengur út á annað en einungis að niðurgreiða bændaframleiðslu eins og hér þá er reynt að snúa þessari þróun við og ýta undir fjölbreyttari og arðbærari iðnað í dreifbýli.

Jón Gunnar Bjarkan, 13.3.2011 kl. 19:10

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í 1. lagi mun ESB halda áfram að skipta sér freklega af makrílveiðum okkar, skirrast jafnvel ekki við að beita okkur löndunarbanni, enda voru það einungis staðbundnir stofnar, sem nýja reglugerðarbreytingin átti að taka til. Eftir innlimun í ESB gætum við gleymt því að reyna að veiða makríl í nokkrum umtalsverðum mæli – málið yri í höndum ráðamanna í Brussel!

Í 2. lagi er þetta sýnd veiði, en ekki gefin, þessi nýja reglugerðargrein. ESB áskilur sér æðsta löggjafarvald yfir öllum ríkjunum og að landslög, jafnvel stjórnarskrár landanna, víki fyrir lögum ESB og jafnvel tilskipunum og reglugerðum ESB! Þetta, sem ég greindi mjög fljótt við athugun aðildarsamninga ESB og hef minnt á margítrekað (t.d. á vef þessara Evrópusamtaka, en ESB-sinnar sífellt svarað með einskærri afneitun), er nú rækilega staðfest af dr. Stefáni Má Stefánssyni, prófessor og sérfræðingi í Evrópurétti, í nýlegu Spegils-viðtali við hann á Gufunni og í Kastljósi stuttu seinna, sem og í fyrirlestri hans í Háskólanum. Hjá honum lítur þetta ekki síður skuggalega út en í mínum innleggjum um málið. ESB-innlimunarsinnar geta haldið áfram að berja hausnum við steininn, þangað til þeir gersamlega vankast, ef þeir vilja, en þetta er staðreynd samt.

Í krafti þessara æðstu löggjafarréttinda sinna getur ESB breytt reglum hér að vild og myndi t.d. auðveldlega geta afnumið eða lemstrað rækilega regluna um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða, enda var hún búin til í ráðherraráði ESB, og þar væru stórþjóðirnar (einkum frá 2014) með yfirgnæfandi meirihuta, en við með 0,06% atkvæðavægi!

Sjá nánar hér: Brussel blekkir ….

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 03:19

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með því að tala um, að landslög, jafnvel stjórnarskrár, "víki fyrir" lögum og reglum ESB, á ég við, að þar sem landslögin rekast á ESB-lagaverkið, þar ráða ESB-lögin ævinlega skv. aðildarsáttmálunum og í dómaframkvæmd ESB (t.d. gagnvart Bretum, þegar löggjöf þar um sérréttindi þeirra á miðum sínum reyndist ekki standast ESB-lög og dómsúrskurð ESB-dómstólsins, sem dæmdi spænskum útgerðum í vil). Í sömu súpunni myndum við lenda.

Ýmsir Danir eru líka að átta sig á því nú, að innflytjendalöggjöf ESB reynist vera landslögum þar rétthærri. Þeim finnst jafnvel vegið að stjórnarskrá sinni og sjá hana nú niðurlægða: að vera talin réttminni pappír en ESB-reglur!

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband