Leita í fréttum mbl.is

Hallur Magnússon: Bændaforystan mesta ógn bænda

Hallur MagnússonHallur Magnússon skrifar pistil um bændamál á Eyjuna og segir:

"Íslenska bændaforystan er helsta ógn íslenskra bænda - ekki aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Sjálfsbyrgingslegur málflutningur bændaforystunnar gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu dregur athygli íslenskra kjósenda að þeim gífurlegu fjármunum sem íslenskri skattgreiðendur leggja bændum til í formi niðurgreiðslna.

Ofan í kaupið er sjálfhverfni bændaforystunnar slík að í svokölluðum „varnarlínum“ gegn Evrópusambandinu gengur bændaforystan út frá því að engar breytingar verði gerðar á niðurgreiðslu til bænda – hvorki í formi né fjárhæðum. Eftir því er tekið meðal almennings.

Nú á tímum mikils niðurskurðar hjá ríki og sveitarfélögum þar sem heilbrigðisþjónustan er skorin niður í hættumörk og dregið úr skólastarfi og menntun barnanna okkar er hverri krónu velt tvisvar. Í því umhverfi verða milljarðarnir sem renna til bænda sem niðurgreiðslur og til reksturs bændaforystunnar ekki lengur heilög kýr sem ekki má slátra." 

Allur pistill Halls 

Bendum einnig á mjög áhugaverða úttekt Neytendablaðsins á landbúnaðarkerfinu, sem hefst svona:

"Fáar þjóðir verja hlutfallslega meira fé til landbúnaðar en við Íslendingar og óvíða er rekin harðari verndarstefna með tilheyrandi tollum, kvótum og höftum. Fáir treysta sér þó til að taka þátt í umræðunni um landbúnaðarkerfið enda er það mjög flókið og ógagnsætt. Enginn deilir um mikilvægi þess að hér sé stunduð matvælaframleiðsla og að bændum sé gert kleift að stunda búskap í sveitum landsins. Það hlýtur þó að vera krafa skattgreiðenda, neytenda og bænda sjálfra að vel sé farið með þá miklu fjármuni sem settir eru í kerfið og að peningarnir nýtist sem best. Erfitt er þó fyrir almenning að meta hvort slíkt er tilfellið í dag. Neytendablaðið ákvað að rýna í fjárlögin, skoða stærstu liði og freista þess að útskýra hvað liggur að baki. Greinin birtist í 3. tbl. 2010."

Bendum líka á viðtal í Silfri Egils sem tengist þessu, við Brynhildi Pétursdóttur, ritstjóra Neytendablaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það má benda Halli á að það er fyrir löngum búið að slátra niðurgreiðslum til bænda. Þær eru engar. Hann verður að finna aðrar heilagar kýr til að slátra.  Ég bendi honum á heilaga kú Samfylkingarinnar, vegferð hennar til Brussel, ferð án fyrirheits.

Heittrúaðir aðildarsinnar eins og Hallur ættu að kynna sér aðstæður betur í eigin landi í stað þess að lesa ESB kverið öll kvöld.

Jón Baldur Lorange, 14.3.2011 kl. 00:04

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hallur ætti nú að ganga úr Framsóknarflokknum.

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 03:09

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hallur. Nú ertu á góðri leið og kominn með eina hlið málsins af mörgum. Einhversstaðar verður að byrja. 

 Nú þarf að taka hlið bænda. Hvað fá þeir í hendurnar og hverju þurfa þeir að kosta til? Og hvað vinna bændur margar vinnustundir á viku? Hvaða tímalaun hafa þeir þegar upp er staðið? Hvað fá svo bændur í lífeyri frá lífeyrissjóði bænda? Hvernig er sá lífeyrissjóður nýttur?

 Hvar í ferlinu bætist við verðið á vörunni frá bændum til neytenda, þannig að varan er nánast ókaupandi fyrir venjulegt launafólk? 

  Er hormónakjöt ennþá í Danmörku og víðar í Evrópu? Það var þannig í sumum tilfellum, en veit ekki hvernig það er í dag. Eru hormóna-kjúklingar á Íslandi? Þetta allt er gott að skoða í upphafi vegferðar, því það tekur mörg ár að byggja upp bústofn ef hann leggst af, og kostar mikla vinnu og pening?

 Það er margt að athuga og gott að byrjað er að kryfja þessi mál til mergjar með rökum og réttum upplýsingum, til að sjá hvernig í öllu liggur. ESB styrkir munu að öllum líkindum lenda í sömu höndum eftir aðild, eins og fyrir aðild?  Eða hvað?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2011 kl. 09:35

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Anna Sigríður.  Það ver verið að vísa í pistil minn - ég var ekki að skrifa hann á þessa síðu.

Þér er velkomið að gera athugasemdir við pistlana mína á http://blog.eyjan.is/hallurm/ 

Jón Baldur.   Skemmtileg hundalógík hjá þér.  Hvað eru beingreiðslur? Eru það ekki niðurgreiðslur? 

Veit ekki betur en á árinu 2009 hafi framlög ríkisins til landbúnaðar verið 13 milljarðar.  man ekki töluna á síðasta ári.

Jens.

Ég gekk úr Framsóknarflokknum á fullveldisdaginn - 1. des sl.

Hallur Magnússon, 14.3.2011 kl. 11:08

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hallur. Takk fyrir það. Það skiptir ekki höfuðmáli hver skrifar rökstudda pistla ef sannleikurinn og allar hliðar eru teknar með. Sem er nauðsynlegt á öllum bloggsíðum.

 Annars komumst við ekki til botns í þessu Íslenska kolsvarta rugli. Enginn vill hafa þetta yfirborðskennda stjórnleysi í landinu. Og landinu verður einungis stjórnað á Íslandi. Það hefur engin önnur þjóð umboð til þess og mun ekki hafa hvað sem hverjum finnst.

 Áróður er ekki það sem við þurfum núna, heldur heiðarlegar rökræður frá öllum sjónarhornum.

 Pólitískur áróður með boðaföllum stafnanna á milli hefur haldið öllu í kyrrstöðu hér í tvö og hálft ár, og nú er mál að linni þessari banka-flokka-björgun sem drepur að lokum allan almenning. Það var þá þess virði þetta flokka-þras eða hitt þó heldur?

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.3.2011 kl. 11:36

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jæja, Hallur. Það var einmitt kominn tími til að þú færir úr flokknum.

Gekkstu í Samfylkinguna? Er hún ekki rétti dilkurinn fyrir ESB-sinna?

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 14:26

7 identicon

Jón Baldur yfirbullari,

hér koma tölur um greiðslur frá ríkinu: 

Sauðfjárrækt – rýnt í fjárlagaliði
Styrkir ríkisins árið 2010 vegna sauðfjárræktar eru 4.164 milljónir. Þeir skiptast á eftirtalinn hátt:

 

 Beinar greiðslur til bænda

 2.122 milljónir

 Lífeyrissjóður bænda

 63 milljónir

 Gæðastýring

 1.110 milljónir

 Ullarnýting

 371 milljón

 Markaðsstarf og birgðahald

 347 milljónir

 Svæðisbundinn stuðningur

 53 milljónir

 Nýliðunar- og átaksverkefni 

Fjárlög 2010
Á fjárlögum má sjá að hæstu greiðslurnar í landbúnaði fara til mjólkurframleiðslu og sauðfjárræktar en 5.649 milljónir renna til fyrri flokksins og 4.165 milljónir til þess síðari. Aðrir stórir póstar eru tilgreindir í töflunni hér til hliðar.

 

 Fóðursjóður

  1.400 milljónir

 Bændasamtök Íslands

  538,6 milljónir

 Greiðslur vegna grænmetisframleiðslu 

  459,8 milljónir

 Skógræktarverkefni

  424,8 milljónir

 Verðmiðlun landbúnaðarvara 

  405 milljónir

 Búnaðarsjóður

  320 milljónir

 Rannsóknir háskóla í þágu landbúnaðar

  158,7 milljónir

 Framleiðnisjóður landbúnaðarins

  148,3 milljónir

 Landgræðsla og skógrækt í þágu landbúnaðar

  58,8 milljónir

 Hagþjónusta landbúnaðarins

  25,6 milljónir

1000 milljónir = 1 milljarður

Taktu eftir Orange að Bændasamtök Íslands fá frá ríkinu kr 597 miljónir á ári, en þau gefa meðal annars út Bændablaðið sem er með geingdarlausan lygaáróður gegn EB.

Hættu svo að bulla.

 99 milljónir

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 14:37

8 Smámynd: Snorri Hansson

Málið snýst  um skerðingu á þjóðfrelsinu sem við fengum fyrir tæpum 70 árum. Það hafa ýmsir látið sig dreyma um að skerða það eða  skemma t.d. kommúnistar og nú Samfylkingarmenn. Rök þeirra eru rýr í roðinu og það finna þeir sjálfir. Þeir reyna að bæta það upp með því að níða niður sjálfstraust þjóðarinnar. Helsta trikkið er að hrópa upp „Ónýt króna!! Okkur er borgið ef við komumst í skjól Seðlabanka Evrópu“ Fullyrða að með töku Evru leysist öll okkar vandamál. En sleppa auðvitað að mynnast á t.d. Grikkland,Spán ,Portúgal og Írland þar sem gengi Evrunnar passar alls ekki.

Ef samtök atvinnuvega mótmæla inngöngu í EU þá munar þá ekkert um að rægja þá og gera þá tortryggilega. Í mínu ungdæmi var atvinnu rógur talið eitt það andstyggilegasta sem menn stunduðu. Nú er atvinnurógur ekkert mál. Bara krydd í umræðuna . Jafnvel þó menn stundi sína vinnu af samviskusemi og samkvæmt lögum,er þeim úthúðað eins og um forhertum glæpamönnum.

Kæri lesandi. Stöndum vörð um sjálfstæði þjóðar okkar . Hættum atvinnurógi og stöndum með atvinnuvegunum .

Snorri Hansson, 14.3.2011 kl. 16:25

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jón Baldur

Þetta komment fékk mig til að hlæja. Ég þakka fyrir það.

En einsog komið hefur fram þá eyðum alltof miklum peningum í landbúnaðinn.

En samt eru bændur t.d sauðfjárbændur fátækir. Af hverju skildi það vera. 

Kannski fer alltof mikið í Bændasamtökin.

Hvernig er annars að vinna í Bædnahöllinni? Ég var að frétta í dag að þið fáið frítt nudd tvisvar í mánuði. Ekki slæmt. 

En það er ekki til neinn frír hádegsiverður einsog hagfræðing segjir. Það erum við skattborgarar sem þurfum að borga þetta.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2011 kl. 20:08

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Helga Rúnari Jónssyni þókknaðist ekki að koma með eitt einasta dæmi um að Bændablaðið færi með lygaáróður um ESB.

Bændablaðið er vandað blað og hefur birt frábærar greinar um ESB-málefni bænda, m.a. í Finnlandi.

Þ, S, H & H ættu að skrifa undir réttum nöfnum. Þar er ekki mikið mark tekið á verkfæraheitum og óhljóðum í rökrænni umræðu.

Jón Valur Jensson, 14.3.2011 kl. 23:09

11 identicon

Þar sem þú leyfir mér ekki að skrifa coment á síðuna þína Jón Valur þá ætla ég ekki að gera þér til geðs að svara ómerkilegum og hortugum athugasemdum frá þér.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 11:03

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það var ekkert hortugt við aths. mína til þín, Helgi Rúnar.

En hafirðu dottið út hjá mér, hefurðu örugglega unnið þér eitthvað þar til óhelgi, eins og sagt er. Ég man þó ekki tilvikið nú; hef lengið bloggað.

Mér sýnist þú skulda lesendum hér (fremur en mér) skýringar á fullyrðingum þínum um að Bændablaðið hafi farið með lygaáróður um ESB.

Jón Valur Jensson, 15.3.2011 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband