Leita í fréttum mbl.is

Helgi Magnússon um ESB-viðræður: Náum sem bestum og hagstæðustum samningi!

Helgi MagnússonIðnþing var haldið í síðustu viku og þar voru Evrópumálin að sjálfsögðu rædd. Um þau sagði Helgi Magnússon, formaður SI, í ræðu sinni: 

"ÍSLAND OG EVRÓPA
Til þess að losna við gjaldeyrishöftin að fullu munum við væntanlega þurfa annan gjaldmiðil en íslenska krónu. Það undirstrikar mikilvægi þess að Íslendingar freisti þess af fullu afli að ná viðunandi samningum við ESB. Það dregur senn til tíðinda í þeim efnum.

Umsóknarferli hefur staðið yfir frá sumrinu 2010. Fram hefur farið yfirgripsmikil, vönduð og fagleg vinna embættismanna og samninganefndar Íslands undir öruggri forystu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra.

Senn styttist í að fyrir alvöru reyni á samningsvilja ESB í þyngstu átakamálunum. Allir vita að tekist verður á um sjávarútvegs- og landbúnaðarhagsmuni ásamt fjölda annarra mikilvægra hagsmunamála. Þá þurfa íslenskir samningamenn að hafa sem breiðast bakland á sviði stjórnmála og meðal kjósenda. Það dregur fyrr til úrslita í þessum málum en margir gera sér ljóst. Í mínum huga varðar mestu að Íslendingar nái sem bestum og hagstæðustum samningum fyrir einstakar atvinnugreinar, neytendur og samfélagið allt."

Öll ræða Helga 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband