Leita í fréttum mbl.is

Gamalt vín á nýjum belgjum?

Lilja MósesdóttirTillaga Lilja Mósesdóttur um að breyta um nafn á íslensku krónunni hefur vakið athygli, svo ekki sé meira sagt. Á Eyjunni eru komnar á annað hundrað athugasemdir, þegar þessi orð eru skrifuð. Frétt Eyjunnar er hér.

Jón Daníelsson, hagfræðingur kemur líka að þessari umræðu: Viðtal við Jón á RÚV

Það er í raun afar áhugavert að heyra Lilju segja að það sé ekkert traust á krónunni! Þá er það spurningin: Myndi nafnbreyting ein og sér bjarga því?

Hvað segja gestir bloggsins?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ragnar (Maggi Raggi).

Þetta er svolítið fáránleg hugmynd...
Þannig af hverju ekki bara breyta nafninu á Íslandi???
Er einhver með hugmynd á því hvað Ísland á að heita???

Að myndstakosti ekki IceSave-land!!!

Hvað með Græneyjar eða Bjartsýniseyjar eða Framtíðareyjar???
Maður getur endalaust fundið einhver nöfn. Enn hvaða nafn???

Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 14.3.2011 kl. 21:44

2 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Þetta er enn annað púkkið sem kastað er inn af andstæðingum ESB aðildar til að reyna fara með umræðuna út á tún. Einhliða upptaka evru, upptaka norskrar krónu, dollara með myntráði, upptaka AGS evru sem er því miður ekki til, stuttu eftir hrunið töluðu meira segja sumir fyrir því að taka upp svissneskan franka af öllum gjaldmiðlum. Svo hafa menn verið að tala gullfót og ég veit ekki hvað.

En það verður að segjast að þetta er allra hlægilegasta innleggið hingað til og gerði Jón Daníel vel að skjóta þetta í kaf áður en fólk fer eyða tíma í þetta.

Lilja kastaði reyndar veifaði gulrót framan í þjóðina með því að gefa í skyn að hérna væri hægt að ná til baka því sem útrásarvíkingarnir skutu undan og þyrftu þeir því að skipta faldna fjársjóðnum út fyrir nýjar krónur.

Þetta er þó auðvitað byggt á sama misskilningi og ríkjandi var hjá þjóðinni strax eftir hrun, að útrásarvikingarnir sætu á einhverjum földnum peningakistum fullum af peningum, ágætis maður fór meira segja alla leið til tortóla til að grafa upp þessa peninga, auðvitað fundust þeir aldrei. 

Þessir földu peningar liggja einhversstaðar á reikningum í Sviss eða Lúxembourg, og þar gera menn ekki upp í íslenskum krónum eins og Lilja virðist halda.

Jón Gunnar Bjarkan, 14.3.2011 kl. 23:13

3 Smámynd: The Critic

Spurning um að Íslenska ríkið skipti um kennitölu í leiðinni. Hér verði stofnað nýtt lýðveldi "Nýja Ísland" þá ættu allar skuldir ríkisins að fylgja "gamla íslandi" og þar á meðal Icesave. Ríkið gæti byrjað með hreint borð, alveg skuldlaust.

The Critic, 15.3.2011 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband