Leita í fréttum mbl.is

Stórhættulegt að taka einhliða upp aðra mynt...

Gylfi Magnússon...var meðal annars það sem kom fram í máli Gylfa Magnússonar, fyrrum viðskiptaráðherra, á fundi hjá samtökunum Já-Ísland sem haldinn var fyrr í dag. Gylfi sagði að að við einhliða upptöku annarrar myntar væri Ísland allt of háð útgefanda viðkomandi myntar og að við einhliða upptöku fylgdu hagsveiflur þess lands sem gefur út myntina.

Gylfi fór með skipulegum hætti yfir valkostina á fyrirkomulagi gjaldmiðilsmála, eftirköst hruns krónunnar og fleira sem því tengist.

Af máli hans mátti ráða að sú leið sem hann telur hvað besta er upptaka Evru með aðild að Evrópusambandinu. Það væri sú leið sem myndi tryggja mestan stöðugleika.

Fram kom í máli Gylfa að hann telur íslenskan vinnumarkað vera mjög sveigjanlegan og því vel í stakk búinn til þess að hafa Evru sem gjaldmiðil.

Gylfi bar saman i Írland og Ísland að og sagði að eitt alvarlegasta vandamál Íra væri ef til vill tekjuhrun hjá írska ríkinu og að það væri allt að 30% eða meira. Meðal annars væri það vegna mikils samdráttar í byggingariðnaði.

Hann sagði þó að Írland væri með mun meiri erlenda fjárfestingu heldur en Ísland, sem aðallega hefði fengið álfyrirtæki til landsins og því væri flóra erlendra fyrirtækja hérlendis mun fátæklegri en á Írland.

(Mynd: Alþingi)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband