Leita í fréttum mbl.is

Hitnar í Framsókn vegna ESB-málsins

DVÍ fréttaskýringu eftir Jóhann Hauksson í helgarblaði DV skrifar hann um möguleg átök innan Framsóknarflokksins um ESB-málið, en flokksþing verður haldið sömu helgi og greidd verða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave (tímasetningin hefur valdið umræðum). Jóhann skrifar:

"Samkvæmt heimildum DV er nú lagt á ráðin um að breyta stefnuskrá Framsóknarflokksins sem lögð verður fram á flokksþingi um aðra helgi 8.- 10. apríl, þá sömu og þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesavesamninginn fer fram. Ætlunin er að herða að ESB-sinnum innan flokksins og taka upp einbeitta andstöðu við aðildarumsóknina og þar með hugsanlega upptöku evru þegar fram líða stundir. Einn harðasti andstæðingur Evrópusambandsins á Alþingi er Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún er mágkona Guðna Ágústssonar fyrrverandi formanns flokksins og ráðherra. Vigdís hefur ekki endanlega lýst yfir framboði gegn Birki Jóni Jónssyni sitjandi varaformanni flokksins, en víst þykir að hún fari fyrir róttækum tillögum gegn ESB og aðildarumsókninni líkt og hún hefur gert með tillöguflutningi sínum á Alþingi. Eftir því sem næst verður komist mun Sturla Þórðarson aðstoða hana við framboðið fyrir flokksþingið en hann var mjög áberandi í stuðningsmannaliði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns flokksins, fyrir formannskjörið á flokksþinginu í janúar 2009. Þá var aðildarumsókn að ESB samþykkt að fullnægðum skilyrðum um hagsmuni Íslands, meðal annars í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Herði Framsóknarflokkurinn róðurinn gegn ESB-aðildarumsókninni aukast jafnframt líkur á klofningi innan flokksins. Þannig hafa bæði Siv Friðleifsdóttir og Guðmundur Steingrímsson stutt aðildarumsóknina sem og Icesave-samninginn opinberlega. Nálægt þeim í ESB-afstöðunni eru þingmennirnir Birkir Jón Jónsson og jafnvel Eygló Harðardóttir. Hörðustu andstæðingar ESB innan þingflokksins eru auk Vigdísar þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson og Sigurður Ingi Jóhannsson."

Framsókn hefur stært sig af því að hafa unnið mjög vandaða vinnu í Evrópumálum og telur sig vera umbótaflokk eða eins og segir á heimasíðu flokksins: 

"Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkur sem vinnur að stöðugum umbótum á samfélaginu og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar." 

Þá er það bara spurningin hvort Evrópusamvinna er eitthvað sem flokkurinn vill kenna sig við eða hvort það skapast eitthvað "sturlungst" ástand, með klofningi og illdeilum. Meira að segja nafnið Sturla kemur hér við sögu!

Athyglisvert. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Við treystum á Vigdísu hún er ein af þessum persónum sem standa uppúr þegar persónukjör verða. Þá hverfa allir flokkar því 70 % af þingmönnum detta út sem ''persóna nongrata'' 

Valdimar Samúelsson, 1.4.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Vigdís er þrær klár manneskja

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 1.4.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband