Leita í fréttum mbl.is

Doktor Hannes Hólmsteinn um hvalveiðar og ESB

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Í fréttatilkynningu frá Alþjóðamálastofnun H.Í segir:

"Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar um andstöðu Evrópusambandsins við hvalveiðar Íslendinga. Heyrst hafa raddir í Evrópu um, að setja eigi það skilyrði fyrir aðild Íslendinga að ESB, að hvalveiðum á Íslandsmiðum verði hætt. En hvernig er unnt að leysa ágreining þeirra sem vilja eta hval og nýta á annan hátt, og hinna sem vilja friða hann? Hvað veldur því, að sumir hvalastofnar voru á sínum tíma ofnýttir, til dæmis stærsta dýr jarðar, steypireyðurinn? Þola þeir stofnar, sem Íslendingar hafa nýtt síðustu árin, langreyður og hrefna, frekari veiðar?
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hagfræði rányrkju, eins og kanadíski stærðfræðingurinn Colin Clark setti hana fram í frægri ritgerð í Science, og reifuð nýleg svör fræðimanna við greiningu Clarks. Einnig verður rætt um hið tilfinningalega aðdráttarafl, sem „þokkafull risadýr“ (charismatic megafauna) eins og hvalir og fílar hafa, og gerður greinarmunur á verndun og friðun. Þá verður vikið að sjónarmiðum um afrán hvala en þeir éta meira af fiski á ári en allur íslenski fiskiskipaflotinn aflar. Stungið verður upp á lausn hvalveiðideilunnar þar sem tekið er tillit til hagsmuna þeirra sem hlut eiga að máli, Hvals hf., sem nýtir stórhveli, hrefnuveiðimanna, hvalavina og þeirra sem stunda veiðar á þorski, loðnu og annari fæðu hvala.

Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Þessi fyrirlestur er þáttur í rannsóknarverkefni, sem hann hefur umsjón með um „Umhverfisvernd, eignaréttindi og auðlindanýtingu“.

Staður og stund: Föstudaginn 8. apríl 2011, Lögberg 101, frá kl. 12 til 13 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband