Leita í fréttum mbl.is

Kyrrstöðuöflin þola ekki hugsunina um þjóðaratkvæði um ESB!

Jóhann HaukssonEftir mál gærdagsins, vantraustið sem var fellt, skrifa menn á ýmsum stöðum um stöðuna. Einna þeirra er Jóhann Hauksson á DV. Í pistli segir Jóhann:

"Röksemdir liðhlaupanna á Alþingi í gær halda ekki vatni. ESB-málið verður lagt í dóm þjóðarinnar og því er mótsagnarkennt að lýsa vantrausti með þeim rökum að foringjaræði sé að drepa menn og búið sé að ákveða aðild að ESB að þjóðinni forspurðri."

Menn segja hreint ótrúlega hluti um ESB-málið í fjölmiðlum, en þetta er ekki flókið: Þegar aðildarsamningur liggur fyrir verður kosið (af þjóðinni) um málið.

Ákveðin kyrrstöðuöfl í samfélaginu mega bara ekki til þess hugsa. Svo einfalt er það! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er fólkið í landinu sem þolir ekki að hafa eSB öflin yfir sér með þessari svikastjórn. Þetta hefir ekkert með flokkana að gera.

Valdimar Samúelsson, 14.4.2011 kl. 16:58

2 identicon

Ef þið ætlið að hafa þjóðaratkvæða greiðslu um ESB, þá eruð þið vangefinn.  Hvern andskotann ætlið þið að gera í ESB, eftir að þið hafið neitað að meðhöndla aðra evrópu búa á sama hátt og Íslandinga og á líkum grundvelli.  Sem í raun er það sem þjóðin kaus sér.

Þjóðir eins og Grikkland og Portugal, eru þjóðir sem hafa þurft að lifa á, og þurfa að lifa á ríkidæmi annarra Evrópuríkja.  Þessi ríki hafa fallið, vegna þess að sú birgði sem Ísland skapaði Evrópu, gerði það meðal annars (ekki einungis Ísland) að ekki var hægt að standa í sömu kostnaðarsömu útgjöldunum, og því óbeinir valdar að falli annarra ríkja.  Ísland hefur valið að styðja Georg Bush, í ræðu hans um að "ekki greiða neitt" og þá átti hann við Evrópu.

Ef þið farið inn í Evrópubandalagið eftir NEI´ið þá þýðir það hreinlega að þið hafið ekki einu sinni skilning á því, hvað þið kusuð, eða hvað þið kjósið.  Kanski það sé öllum best, að líta á ykkur sem vangefna sem ekki skilja hvað á gengur ... en sjálfum finnst mér það alveg óbært.  Velja menn eitt, þá eiga þeir að standa við það og ekki gera eins og danir og írar, halda kosningar þangað til sagt er já ... því það mun þýða algera öreigð fyrir ísland í framtíðinni.   Því ráðinn verða tekinn af ykkur ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 18:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

1. Esb.sinnar á Alþingi höfnuðu vilja mikils meirihluta almennings (skv. skoðanakönnunum 2009) að leggja umsóknina um inngöngu í Esb. undir dóm þjóðarinnar.

2. Já, margir hræðast áróðursflóðið sem er í gangi með ýmsum hætti af hálfu Esb. til að sveigja Íslendinga til fylgis við það, sem svo sakleysislega er kallað "aðild", en felur í sér afsal æðsta löggjafarvalds til Brussel og Strassborgar. Þetta er nú einu sinni 1570 sinnum fólksfleira ríkjasamfélag en íslenzka þjóðin!

3. Aðlögunin að Esb. er bæði kostnaðarsöm í vinnu og fé, kemur hér á versta tíma og er smánarleg fyrir þjóð okkar. Ekki eru þeir þarna úti að aðlaga sig að okkur!

4. Eftir því sem þessu hefur miðað fram hjá Esb.sinnum, hefur offorsið við þessa aðlögun berlegar komið í ljós, t.d. þegar Össur tekur skýrslu frá ráðuneyti Jóns Bjarnasonar og breytir henni að eigin vild og sendir hana þannig til Brussel!

5. Þingmenn VG, einn af öðrum, eru því tilneyddir að ganga úr þingflokknum, meðan forysta hans eltir Samfylkinguna í blindni, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um þetta málefni sem önnur. Einn til tveir í viðbót, og þá er stjórnin fallin.

Með orðum Ásmundar Einars Daðasonar, sem þið haldið svo mikið upp á: "Annaðhvort þarf að fórna fyrstu hreinu vinstri stjórninni á Íslandi eða Esb.-umsókninni."

Jón Valur Jensson, 14.4.2011 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband