Leita í fréttum mbl.is

Kolbrún Bergþórsdóttir um þá sem hrópa hæst gegn ESB: Slappið af - þjóðin mun greiða atkvæði um ESB!

Kolbrún BergþórsdóttirKolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, skrifar áhugaverða grein í blaðið í dag. Þar gerir hún meðal annars stjórnmál og öfga, einangrunartilhneigingar og Evrópusambandið að umtalsefni.

Kolbrún gerir fyrst að umtalsefni þá tilhneigingu manna að skipta fólki í hin mismunandi lið og segir: "Þeir sem skipta fólki í lið með og á móti líta nánast á það sem svik ef einhver í fylkingunni tekur skyndilega undir málflutning hins liðsins. Um leið er viðkomandi dæmdur sem svikari. Það veit til dæmis Bjarni Benediktsson. Og ætli Siv Friðleifsdóttir þekki þetta ekki sömuleiðis?

Þessi liðsskipting er gamaldags pólitík sem í dag virkar öfgafull. Fæstir eru öfgamenn. Flestir eru miðjufólk sem hallast svo annaðhvort örlítið til hægri eða vinstri, en í grunninn er þetta fólk sammála um flesta hluti. Það þarf ekki að tala sig upp í æsing og á yfirleitt ekki í neinum vandræðum með að ná samkomulagi um hlutina.

Þetta er ósköp einfalt. Meirihluti fólks kýs ekki öfgar. En þeir öfgalausu eru yfirleitt þannig gerðir að þeir hafa ekki ýkja hátt. Þeir sjá enga ástæðu til þess."

Síðan víkur Kolbrún að þeim sem hafa allt á hornum sér og sjá rautt þegar minnst er á Evrópusambandið. Kolbrún segir þenna fámenna hópa láta hátt:

"Þessi hópur spólar ógurlega ef hann veit af því að verið sé að ræða mál sem hann er algjörlega andsnúinn. Eins og til dæmis hugsanlega inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Mál sem einmitt er ástæða til að ræða. En það má víst alls ekki. Sem lýsir furðulegri einangrunarstefnu.

Nú skal því ekki haldið fram að Ísland sé best komið í Evrópusambandinu. Vel má vera að svo sé og svo getur einnig verið að það henti engan veginn. En það er full ástæða til að ræða það mál. Alveg eins og rík ástæða er til að ræða kvótakerfið. Umræða um þessi mál er nauðsynleg og verður að fara fram af skynsemi og yfirvegun. Þar er engin ástæða til að öskra sig hásan."

Í lokin hvetur Kolbrún þennan hóp hreinlega til þess að slappa af og að það verði þjóðin sem muni taka endanlega ákvörðun um aðild í þjóðaratkvæði:

"Af hverju eru æsingamennirnir svona yfirmáta æstir yfir því? Þeir ættu að reyna að slappa af. Um leið mun þeim líða betur."   

 

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er ESB fólk ekki sammála um það að fyrst varð/verður að breyta stjórnarskránni og Lögum um landráð áður en Umsókn um aðild var send ESB mönnum. Hverskonar glæpagengis hugsana háttur er þetta hjá ykkur. Hafið þið ekki lesið löginn um landrá og stjórnarskránna.

Valdimar Samúelsson, 28.4.2011 kl. 19:58

2 Smámynd: The Critic

Spurning hvort ritsjóri Morgunblaðsins hafi séð þessa grein, en hann er einn af þeim sem sjá rautt og láta öllum illum látum útaf ESB. Hissa að blaðamaður úr hans húsum skuli skrifa svona og hvað þá að þetta skuli hafa fengið leyfi til að vera birt.

Valdimar: Að ganga í ESB er ekki landráð, held að þú ættir a fara að kynna þér um hvað þetta samband snýst í alvörunni.

The Critic, 29.4.2011 kl. 07:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband