5.5.2011 | 22:35
Forseti Slóvena: Taka verður fullt tillit til sérstöðu Íslands
Danilo Türk hafði einungis verið forseti í átta daga, þegar Slóvenar tóku við stjórn forsætisnefndar Evrópusambandins, - í ársbyrjun 2008. Í Slóveníu búa rúmlega tvær milljónir manna, þannig að ríkið er eitt hið fámennasta í ESB. Forsetinn segir að smáríki eigi þangað fullt erindi.
"Ég held að kostir þess, fyrir smáríki að ganga í Evrópusambandið, liggi í augum uppi. Þegar þau verða hluti af miklu stærra markaðssvæði opnast alls kyns möguleikar á alþjóðlegu samstarfi og gefur smáríkjunum rödd á alþjóðavettvangi. Slóvenar eru einnig hluti af myntbandalaginu og okkar reynsla er sú að evran veiti stöðugleika og vernd fyrir sveiflum á fjármálamörkuðum," segir Türk.
"Við höfum skilning á sérstöðu Íslands, í landfræðilegum skilningi. Það er aðdáunarvert hvernig Íslendingar hafa byggt upp iðnað í kringum fiskveiðar sínar. Þið eruð stórveldi þegar kemur að fiskveiðum og auðvitað þarf að taka sérstaklega tillit til þess í viðræðum um aðild að Evrópusambandinu."
Öll fréttin (texti)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Það verður aldrei tekið mikið tillit til ætlaðs valds Íslands yfir fiskimiðum sínum, ef landið samþykkir inngöngusáttmála á borð við þá sem ný (og ekki svo ný) ríki þar hafa gert, t.d. Svíþjóð og Finnland (um 1994). Fjöregg íslenzks sjávarútvegs og æðsta valds í löggjafarefnum væri þá lagt í hendurnar á þeim stóru í Brussel, ekki sízt í ráðherraráðinu, þar sem Slóvenía fær ekki nema 0,41% atkvæðavægi árið 2014 og áfram (Ísland fengi 0,06%, - en bætist Tyrkland í hópinn, myndi atkvæðavægi beggja þessara smáríkja minnka enn meira). Það er ráðherraráðið, sem ræður hinni forgengilegu, breytanlegu "reglu" um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hverrar þjóðar. Fiskveiðiþjóðirnar Bretar, , Frakkar og Þjóðverjar myndu ráða þar 50,79% atkvæðavægi, og þær eiga marga bandamenn ...
Jón Valur Jensson, 6.5.2011 kl. 02:43
Þarna vantaði Spánverja í upptalninguna.
Jón Valur Jensson, 6.5.2011 kl. 02:45
Jón Valur. Þetta er rangt hjá þér. Engin breyting verður á stjórnun fiskveiða við Ísland. Hún verður alltaf í höndum íslendinga eins og hefur verið.
Það eina sem breystist er að kvótinn verður samþykktur af öllum sjávarútvegsráðherrum ESB. Þetta á sérstaklega við um kvóta úr deilistofnum, sem íslendingar semja um núna í dag.
Ég reikna fastlega með því að íslendingar geti ákveðið sinn eigin kvóta úr staðbundnum fiskistofnum við Ísland sem engar aðar þjóðir veiða úr.
Reglunni um hlutfallslegan stöðugleika er ekki hægt að breyta án samþykkis allra aðildarríkja ESB. Þar á meðal Íslands ef til þess kæmi.
Jón Frímann Jónsson, 6.5.2011 kl. 10:44
Þú mætir hér jafnan til að segja, að allt sé rangt hjá mér, Jón Frímann. En sameiginlega sjávarútvegsstefnan felur það í sér, að Esb. hefur fullt forræði á þeim málum hjá meðlimaþjóðunum. Yfirráð Esb. á þeim málum fæli ekki bara í sér eitthvað eitt, heldur allt -- já, allt niður í möskvastærð, tímabundnar svæðalokanir, sóknarstýringu í mismunandi fisktegundir o.s.frv.
Nú skaltu ekki lengur lesa mín orð um þessi mál, heldur opinbera skýrlsu um málið: Tengsl Íslands og Evrópusambandsins, með undirtitlinum "Skýrsla Evrópunefndar um samstarfið á vettvangi EES og Schengen og um álitaefni varðandi hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu", Rv. 2007, bls. 96)
"Hin sameiginlega sjávarútvegsstefna ESB, sem samþykkt var árið 1983 og síðast endurskoðuð árið 2002, byggist í meginatriðum á fjórum meginþáttum; fiskveiðistjórnun og verndun, sameiginlegu markaðsskipulagi, sameiginlegri uppbyggingarstefnu og samningum við önnur ríki.
Lagasetningarvald á sviði sjávarútvegs er fyrst og fremst hjá stofnunum ESB og aðildarríkin hafa framselt vald til stefnumótunar á sviði sjávarútvegs til sambandsins. Afleidd löggjöf á þessu sviði þarf aukinn meirihluta atkvæða í ráðherraráðinu til að hljóta samþykki, en Evrópuþingið hefur eingöngu ráðgefandi hlutverk á þessu sviði. [Sjá neðanmálsgr. 245, set hana hér neðst.]
Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna." (Feitletrun JVJ.)
En þetta er kannski ekki nógu alvarlegt í augum Esb.sinnans eða hvað? Ætlarðu kannski að leggja áherzlu á þetta í beinu framhaldi:
"Sá aðgangur er þó ekki ótakmarkaður því reglur sambandsins um ákvörðun hámarksafla og úthlutun aflaheimilda til aðildarríkjanna fela í sér ?veigamikla takmörkun á meginreglunni um jafnan aðgang?þar sem fiskiskipum er einungis heimilt að veiða á þeim svæðum og úr þeim stofnum sem aflaheimildirnar eru bundnar við."
En þetta er ekki eina framhaldið. Þetta er næst, á bls. 97:
"Aðildarríkjunum er einnig heimilt að takmarka veiðar á svæðinu út að 12 mílum við eigin skip, auk þess sem veiðar á nokkrum öðrum svæðum eru takmarkaðar vegna verndarsjónarmiða. Þá er aðildarríkjum heimilt að grípa til neyðarráðstafana og setja reglur til verndar fiskistofnunum þegar ákveðnir fiskistofnar eða fiskimið eru í verulegri hættu og talið er að tafir myndu leiða til tjóns. Loks ber að nefna að aðildarríkjum er heimilt að grípa til ráðstafana sem miða að verndun og stjórnun fiskistofna þegar um er að ræða fiskistofna sem eru staðbundnir og varða eingöngu skip frá viðkomandi aðildarríki. Þessar ráðstafanir verða þó að vera í samræmi við markmið sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar og mega ekki ganga lengra en löggjöf ESB segir til um."
Og til að kóróna yfirganginn, alræði Esb. um þetta, neðanmálsgr. 245, leturbr. JVJ:
"245 Sbr. 2. mgr. 37. gr. Rómarsáttmálans. Hingað til hafa eingöngu verið settar reglugerðir á sviði sjávarútvegs, en ekki tilskipanir. Það er meginregla að stofnanir ESB hafa valdheimildir til að setja reglur á sviði sjávarútvegs. Í dómi gegn Bretlandi nr. 804/79 kom fram að þótt ráðið hefði ekki sett reglur á því sviði sem valdframsal aðildarríkjanna tekur til hefðu aðildarríkin ekki heimild til að setja reglur á viðkomandi sviði. Því var einnig slegið föstu að vald til þess að setja reglur um verndarráðstafanir á hafinu féllu að öllu leyti undir valdsvið stofnana ESB en ekki undir valdsvið aðildarríkjanna."
Evrópusamtökin ættu að kynna þessar upplýsingar o.fl. í sama plaggi!
Jón Valur Jensson, 6.5.2011 kl. 12:03
Hagsmunir fullvinnslunnar á Meginlandi Evrópu og í UK vegna sjávarútvegs á Íslandi er minnst þrisvar sinnum meiri en Íslendinga. Þeir hafa ekkert á móti ódýru hráefni. Það kemur vel fram hjá ráðmönnum ESB. Spánverjar t.d. eru að stórgræða á kostnaðaðrsamri útgerð.
Júlíus Björnsson, 6.5.2011 kl. 12:41
Jón Valur, Það er allt rangt hjá þér. Enda hefur þú ekkert vit á því hvernig ESB starfar eða hvaða reglum þeir starfa eftir.
Það er ekkert flókið og svona langhundar frá þér sem segja ekki neitt breyta engu þar um.
Lögsaga Íslands nær eingöngu út að 12 mílum, samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum þar um. Það breytir engu þó svo að efnahagslösagan sé 200 sjómílur eins og í kringum Ísland.
Sameiginleg fiskveiðistefna ESB (CFP) er fiskveiðistefna. Þessi stefna tekur ekki lagalegan eða þjóðréttarlegan rétt af aðildarríkjum ESB. Enda er hann verndaður af sáttmálum Sameinuðu Þjóðanna.
Rómarsáttmálinn heimilar eingöngu að fiskveiðum innan ESB sé stjórnað. Engin önnur heimild er þar að finna. Enda vinnur ESB samkvæmt þeirri lagareglu að lög ESB verða að byggja á sáttmálum ESB. Ef að ekki er heimild fyrir lögum ESB í sáttmálum ESB. Þá eru viðkomandi lög ESB ógild í öllum aðildarríkjum ESB.
Hérna er lög ESB sem tengjast CFP.
EU-Lex um CFP.
Endurbætur á CFP.
Einföld útgáfa af lagasafni CFP.
Hérna er farið yfir stjórnun CFP.
Sú neðanmálsgrein sem Jón Valur vitnar í Evrópuskýrsluna frá árinu 2007 er tekin úr samhengi.
Í sömu skýrslu stendur nefnilega þetta hérna.
"Sjávarútvegsstefnan fellur undir landbúnaðarkafla Rómarsáttmálans, en í 32. gr. hans segir að
með landbúnaðarafurðum sé átt við afurðir jarðræktar, búfjárræktar og fiskveiða, sem og afurðir af fyrsta vinnslustigi er tengist þessum afurðum beint. Markmið hinnar sameiginlegu
sjávarútvegsstefnu eru í grundvallaratriðum þau sömu og markmið landbúnaðarstefnunnar sem
kveðið er á um í 33. gr. sáttmálans, en þar segir að stefnt skuli að því að auka framleiðni með því
að stuðla að tækniframförum og hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta, sérstaklega vinnuafls.
Jafnframt skuli tryggja þeim er starfa við greinina sanngjörn lífskjör, tryggja jafnvægi og
stöðugleika á mörkuðum og sanngjarnt verð til neytenda." Bls, 96. Evrópuskýrsla Forsætisráðuneytisins frá árinu 2007.
Smá breytingar voru gerðar á þessu með gildisstöku Lisbon sáttmálans.
"the conservation of marine biological resources under the common fisheries policy"
Tekið héðan.
Þetta breytir þó ekki neinu. Þar sem það eru alltaf aðildarríki ESB sem móta og framkvæmda stefnuna samkvæmt því sem þau ákveða. Það er ekki ESB sem framkvæmir hlutina einhliða. Þannig hefur það aldrei verið. Þrátt fyrir fullyrðingar andstæðinga ESB á Íslandi um annað.
Ástæðan fyrir CFP sem stefnun innan ESB er mjög einföld. Fiskurinn virðir ekki lögsögur ríkja og syndir þangað sem honum þóknast á hverjum tíma.
Evrópuskýrslan frá árinu 2007 er orðin úreld. Þó svo að hún sé í raun ágætt skjal í sögulegu samhengi.
Jón Frímann Jónsson, 6.5.2011 kl. 16:26
Jafnframt skuli tryggja þeim er starfa við greinina sanngjörn lífskjör, tryggja jafnvægi og
stöðugleika á mörkuðum og sanngjarnt verð til neytenda." Bls, 96.
Þetta byggir á grunnlögum EU að fækka starfandi eignar aðilum í sameiginlega keppigrunni tækni og fullvinnslu fyritækja milljóna borganna. Borgarnir eru líka neytendur sem Brussell á að tryggja sem lægst verð með að setja þak á á sameiginlega orku og hráefnisgrunninn. Hagræða og einfalda með skammtíma [1- 30 ár] niðurgreiðlum og reglugerðum. Ísland getur ekki lifað af eigin tækni og fullvinnslu framleiðslu eingöngu þótt Þjóðverjar geti það.
Júlíus Björnsson, 6.5.2011 kl. 16:45
Júlíus, Innan ESB er það markaðurinn sem ræður verðlaginu, ekki einhver verðlagsnefnd eins og á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 6.5.2011 kl. 17:21
Upptekinn; svara útúrsnúningum við 1. tækif.
Jón Valur Jensson, 6.5.2011 kl. 20:11
Ég hef séð lista breytingar hjá þeim og kynnt mér reglurnar um keppnisgrunninn. Fyrir almenning sem er ekki læs þá muna sumir eftir því þegar franskir bændur heimta að fá hærra verð fyrir sín hráefni, þeir kröfur beiunast að Brussel. Fullvinslan og tækni snýr að markaði. Þetta er innleitt strax í fyrst samningum. Vinna sem tengist grunni er ómannúðleg og ber lág vsk mest 2,0% eins og raforkan hér. Stóra verkskiptar blokkir lækka hráefni til allra meðlima Ríkja og efla í kjölfarði tekjur af fullvinnslu útflutingi ESB og keppisfærni hans utan ESB. Þetta er hugmynd frá Þjóðverjum og Frökkum sem ég viss allt um 1972, og skildi aldrei hversvegna þess skipting á grunni og fullvinnslu var ekki tekin hér upp. Þú hlýtur að hafa miskilið eitthvað, því þarf ekki að kenna þeim sem er fæddir í ESB aðalaatriðinn í ESB. Menn skipta upp fullvinnslu kvótum, Þjóðverja gáfu kjúklinga eftir til Póllands, og Kalkúna til Finnland, en eiga langstærsta lá vsk bjór kótan í staðinn. Finnsku Vodi fór að seljast svo mikið í ESB að hann fór að spilla inn í almenna launkostnað, og féll þá undir eftirlitið í Brussel. Ég þekki mína menningar arfleið, líka molbúanna á Íslandi. Stjórnleysi einkennir ekki ESB. Frjálsmarkaður eru trúarbrögð þeirra sem þekkja ekki eðli stofnanna samfélaga. Brussel hefur það aðal markmið og verkefni að sjá um grunn ESB, halda almennum launkostnaði sem lægstum með ódýrri lágvöru. Algjör della að Stjórnendur ESB láti markaðinn okra á lálauna fólki. Portugalir flytja inn lávöru tómata frá Spáni. Spánverjar fá skó frá Portugal.
Það er samkeppni í ostum , og vínum , tískufatnaði og farsímum, tölvum og bílum, flatskjám, einbýlishúsum , áleggjum ,lyfjum og heilsu og sport vörum, skyndibitum, sælgæti,....
samt er 80 % af liðinu tryggt kaupmáttur. Engar matarbiðraðir þar. Verði á aðalatriðum er haldið niðri í verðum til auka hagvöxt Meðlima Ríkja. Með því að fækka eignaraðilum í grunn geirum, sem merkir ekki að þeir fáu sem eftir eru í skíverkum græði ekki helling.
Júlíus Björnsson, 7.5.2011 kl. 03:58
Júlíus, Hluti af landbúnaði innan ESB er ennþá í kvótakerfi. Það er þó unnið að breytingum á því. Sem dæmi þá mun mjólkurkvóti tilheyra sögunni frá og með árinu 2012 (eða 2014) innan ESB.
Það tekur tíma að breyta landbúnaðarkerfum svo vel sé. Enda má fastlega reikna með því að ef Ísland verður aðili að ESB þá muni það ekki taka minna en 10 ár fyrir íslenskan landbúnað að aðlagast þeim breytingum sem fylgja ESB aðild, og þá að ESB reglunar um landbúnað muni hægt og rólega taka gildi á Íslandi. Það yrði gert til þess að valda ekki uppnámi hjá íslenskum bændum.
Það þarf þó að semja um þetta atriði eins og svo mörg önnur.
Annars skil ég lítið hvað þú ert að fara hérna. Ég svara þó landbúnaðarhlutanum í þínu svari.
Jón Frímann Jónsson, 7.5.2011 kl. 10:05
Jón Frímann kallaði svar mitt langhund, en svarar í lengra máli.
Mest af efni mínu var úr nefndri skýrsu frá 2007, en Jon vogar ser að segja um hans: "er orðin úreld". Annaðhvort merkir þetta, að svo hratt breytist Esb. á fjórum árum, að við myndum aldrei vita fyrir fram, hvað við værum að ganga í, ef landið yrði tekið inn í Esb., ellegar að hann er einfaldlega sem oftar að spara sér málefnaleg svör með almennum stórkarlayfirlýsingum (það sama á við um upphaf svars hans).
Annars er augljóst, að 4 ára skýrslan gæti ekki verið "úrelt" um öll atriði. Jón nefnir ekki eitt einasta dæmi um, að atriðið í tilvitnunum mínum hafi úrelzt. Efnislega vantar svör frá honum um þau öll.
Meðan svo er, hefur ekki einu sinni verið andað á þessi efnisatriði, sem ég vitnaði síðast í úr skýrslunni:
"Það er meginregla að stofnanir ESB hafa valdheimildir til að setja reglur á sviði sjávarútvegs. Í dómi gegn Bretlandi nr. 804/79 kom fram að þótt ráðið hefði ekki sett reglur á því sviði sem valdframsal aðildarríkjanna tekur til hefðu aðildarríkin ekki heimild til að setja reglur á viðkomandi sviði. Því var einnig slegið föstu að vald til þess að setja reglur um verndarráðstafanir á hafinu féllu að öllu leyti undir valdsvið stofnana ESB en ekki undir valdsvið aðildarríkjanna."
Ekkert breytir þessum sögulegu staðreyndum eftir á, JFJ ! Esb. gæti náttúrlega afsalað sér lagavaldi í þessum málum, en hefur ekki gert það. Og einmitt þetta mál er eitt dæmið um það, hve innantóm sú klisja er, sem stundum heyrist á þessum vettvangi, þ.e. að engin dæmi séu þess í Esb., að gengið hafi verið gegn hagsmunum einstakra ríkja þar! Þetta er svona álíka sönn klisja og goðsögnin ykkar heimatilbúna, að Esb. hafi tryggt friðinn í Evrópu eftir seinni heimsstyrjöld! Illa staddir eru þeir menn á málefnasvellinu, sem þurfa að brgða fyrir sig slíkum tilbúningi sem hér voru nefnd dæmi um.
Svo er þetta algerlega rett, sem ég nefndi, að stjírnun Esb. yfir sjávarútvegsmálum ríkjanna nær jafnvel til möskvastærðar á netum, svæðalokana og banns við veiði tegunda. Hafró fengi svo að gera tillögur um aflasókn, en valdið væri samt við breiðgöturnar í Brussel, ekki við Skúlagötuna.
Svo þarf JFJ ekkert að reyna að fræða mig (né flesta Íslendinga) um muninn á fiskveiðilögsögu og landhelgi, jafnvel þótt hefð sé í daglegu spjalli manna að tala um landhelgisstríðin og 12, 50 og 200 mílna landhelgi.
Þjóðréttarleg réttarstaða Íslendinga í málefnum deilistofna, í samræmi við hafréttarsáttmála SÞ, er svo nokkuð sem myndi einmitt skerðast og krenkjast, ef gengið yrði í Esb., sem upp frá því myndi fara með allt vald í samningum um veiðar úr t.d. makrílstofninum, sem hirti hér um 2 millj. tonna af átu við landið á liðnu ári, en Brusselbossarnir voru aðeins tilbúnir að leyfa okkur veiðar á rúmum 3% af heildarveiði úr NA-Atlantshafs-makrílstofninum! Makríllinn "syndir þangað sem honum þóknast á hverjum tíma" (orð JFJ), en Brusselvaldið heldur samt áfram að heimta kvótaskiptingu fyrst og fremst Skotum og öðrum Esb.þjóðum í hag, án tillits til þess, að makríllinn var hér við land verulegan hluta ársins.
Esb. er ekki einu sinni vinsamlegt Íslandi, eins og sýndi sig líka í Icesave-málinu. Svo eru þessi orð enn í fullu gildi:
"Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna."
Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 14:22
Fleiri langhundar frá Jóni Vali um nákvæmlega ekki neitt. Ég svaraði þessu öllu efnislega áðan. Nema þá þeirri staðreynd að Jón Valur þekkir ekki til reglna um 12 mílna lösögur (refsilögsöguna) og hina alþjóðlegu 200 mílna efnahagslösögu.
Jóni Vali til upplýsingar þá er munurinn sá að innan 12 mílna lögsögu þá hafa ríki refsirétt, en utan hennar er réttur þeirra mjög svo takmarkaður á því sviði.
Í Wikipedia grein um þetta þá kemur þetta hérna fram.
"
The idea of allotting nations EEZs to give better control of maritime affairs outside territorial limits gained acceptance in the late 20th century.
Initially, a country's sovereign territorial waters extended 3 nautical miles or 6 km (range of cannon shot) beyond the shore. In modern times traditionally, a country's sovereign territorial waters extend to 12 nautical miles (~19 km) beyond the shore. In the early 1970s, Ecuador claimed territorial waters extending to 200 nautical miles. They began seizing U.S. tuna-fishing boats and charging heavy fines (that the U.S. government paid). Eventually the U.S. agreed to submit the issue to the International Court of Justice at The Hague.[4] This eventually led to the recognition of 12 nautical miles as normal for the territorial sea/waters and international recognition of the 200 mile exclusive economic zone by the Third United Nations Convention on the Law of the Sea in 1982.
Part V, Article 55 of the Convention states:
Jón Frímann Jónsson, 7.5.2011 kl. 17:00
Ég afsaka þetta format klúður, en athugasemdakerfi blog.is virðist hafa klúðrað þessu fyrir mér.
Jón Frímann Jónsson, 7.5.2011 kl. 17:01
Íslenzka ríkið hefur fullt lögregluvald yfir sinni 200 míla efnahagslögsögu, m.a. til að færa skip til hafnar, sem brotið hafa lög um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Þar segir í greinum 2 (2. tl.) o.áfr.: "Til fiskveiðilandhelgi Íslands telst hafsvæðið frá fjöruborði að ytri mörkum efnahagslögsögu Íslands eins og hún er skilgreind í lögum nr. 41 1. júní 1979, um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn.
3. gr. Erlendum skipum eru bannaðar allar veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Með ákvæði þessu eru ekki skert þau réttindi sem veitt hafa verið eða kunna að verða veitt öðrum ríkjum samkvæmt milliríkjasamningum.
4. gr. Aðeins þeim íslensku skipum, sem leyfi hafa til veiða í atvinnuskyni í fiskveiðilandhelgi Íslands samkvæmt ákvæðum laga nr. 38 15. maí 1990, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum, er heimilt að stunda veiðar í fiskveiðilandhelginni."
Í öðrum lögum, um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 22/1998, segir m.a. í 2. gr.: "Erlendum veiðiskipum og vinnsluskipum er óheimilt að hafast við í fiskveiðilandhelgi Íslands. Þó er þeim heimil óslitin sigling um fiskveiðilandhelgina, enda hafi þau tilkynnt um veru sína skv. 4. gr. Með ákvæði þessu eru ekki skert þau réttindi sem veitt hafa verið eða kunna að verða veitt öðrum ríkjum með milliríkjasamningum."
En í lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunn, nr. 41/1979 segir:
"2. gr. Fullveldisréttur Íslands nær til landhelginnar, hafsbotnsins innan hennar og loftrýmisins yfir henni. [Og í 1. gr. er hún skilgreind 12 mílur frá tilgreindum yztu nesjum eða landshlutum.]
Framkvæmd fullveldisréttarins fer eftir íslenskum lögum og ákvæðum alþjóðalaga.
II. Efnahagslögsaga.
3. gr. Efnahagslögsaga Íslands er svæði utan landhelgi sem afmarkast af línu sem alls staðar er 200 sjómílur frá grunnlínum landhelginnar, sbr. þó 7. gr.
4. gr. Innan efnahagslögsögunnar hefur Ísland:
a. fullveldisrétt að því er varðar rannsóknir, hagnýtingu, verndun og stjórnun auðlinda, lífrænna og ólífrænna, á hafsbotni og í honum, í hafinu yfir honum svo og aðrar athafnir varðandi efnahagslega nýtingu og rannsóknir innan svæðisins, svo sem framleiðslu orku frá sjávarföllum, straumum og vindi,
b. lögsögu að því er varðar:
i. byggingu mannvirkja og afnot af þeim,
ii. vísindalegar rannsóknir,
iii. verndun hafsins,
c. önnur réttindi og skyldur samkvæmt alþjóðalögum.
Framkvæmd réttinda og skyldna innan efnahagslögsögunnar skal vera samkvæmt sérstökum lögum og í samræmi við milliríkjasamninga, sem Ísland er aðili að."
Við höfum því líka skilgreindar fullveldisrétt utan 12 mílna landhelginnar. Þennar fullveldisrétt myndi inntaka í Esb. skerða umtalsvert, ekki þó að öllu leyti í einu vetfangi. Æðsta, afgerandi úrslita-lagavald væri falið Esb. um ÖLL mál og stjórn yfir sjávarútvegsmálum falin þessu stórveldi, eins og áður var nefnt.
PS. Esb. var lengst af vopnlaust sem slíkt, starfaði aldrei (sem EBE og EB) sem vopna- eða "hernaðarbandalag", hafði aldrei samræmda stjórn yfir hermálum á þeim tíma, þótt það ætli sér það síðar. Ekkert hélt aftur af sovézkri innrás í V-Evrópu nema vopn hernámsríkjanna í Þýzkalandi og samstaða V-Evrópu með Norður-Ameríku, sem frá 1949 varði friðinn í varnarbandalagi NATO.
Ólíkt þessu var t.d. Tíber með litinn her og frumstæðan og utan varnarbandalaga og gat því ekki staðizt kínverska innrás á árunum 1949-1959.
Friðurinn í Evrópu er NATO að þakka, ekki fríverzlunarbandalaginu Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE) né síðari birtingarmyndum þess, og ekki var það Evrópubandalagið né Esb. sem tryggði friðinn og sigur yfir Serbum í Júgóslavíu, heldur bandarísk íhlutun. Hollenzki herinn varð sér þar til skammar.
Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 19:21
Jón Valur, Íslensku lögin eru samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Þessi lélegi útúrsnúningur þinn breytir engu þar um. Ísland er aðili að hafréttarsáttmála Sameinuðu Þjóðanna og hefur staðfest hann í íslenskri löggjöf.
Íslendingar hafa full réttindi innan 12 mílna refsilögsögunar en eingöngu takmörkuð réttindi þar fyrir utan. Íslendingar ráða þar á meðal yfir þeim auðlyndum sem þar eru. Aðild Íslands að ESB mun ekki breyta neinu þar um. Hvorki í einu tilliti eða öðru.
Lög um fiskveiðar eru ekki lög um efnahagslögsögu Íslands. Þau er að finna hérna.
Þú ennfremur rangtúlkar og misskilur þessi lög. Þó eingöngu í þeim tilgangi svo að þau þjóni þínum öfgafulla málflutningi gegn alþjóðlegum samskiptum Íslands við umheiminn.
Ég bendi þér ennfremur á að 3. Grein laga um fiskveiðar heimila aðild Íslands að ESB og þá sérstaklega varðandi sameiginlega fiskveiðistefnu ESB. Þetta ákvæði er væntanlega að öllu eða hluta til í samræmi við lög ESB.
Jón Frímann Jónsson, 7.5.2011 kl. 19:32
Þarna voru fáeinar augljósar ásláttarvillur hjá mér, ég var að skrifa þetta mitt í matseldinni.
JFJ lætur sem Ísland yrði í annarri stöðu gagnvart fiskveiðum erlendra ríkja hér heldur en Bretar gagnvart t.d. veiðum Íra og Spánverja. Annað er nú mat Spánverja. Ráðherra Spánverja í ESB-málum kallar fiskimið Íslands "fjársjóð" og ætlar Spánverjum að tryggja sér fiskveiðiréttindi hér í aðildarviðræðunum (29. júlí 2009, uppskrift úr viðtali Kristins R. Ólasonar við hann í Spegli Rúv). Menn tala sumir um, að Ísland fengi undanþágu, af því að við séum svo langt frá hinum löndunum og höfum sér-stofna. En það er ekkert kveðið á um þetta í sáttmálum Esb., við værum þarna alveg á valdi þess, hvað valdamenn í Brussel myndu vilja hafa um þetta í reglum sínum og lögum, sem alltaf má raunar breyta - og það gerist ekki með 0,06% atkvæðavægi Íslands! Og það er ekki einu sinni rétt, að þorskur við Ísland sé algerlega staðbundinn hér; hluti hans a.m.k. flakkar milli Grænlands og Íslands.
Jón Frímann talaði hér um e-ar "dómsdagsspár" mínar "um Lisbon sáttmálann", eins og hann orðar það, en þarna á hann við Lissabon-sáttmálann, höfuðborg Portúgals heitir það á íslenzku og t.d. þýzku, en Lisboa á portúgölsku; það er ástæðulaust að notast við enskuna, það hefur aldrei verið gert hér, fyrr en JFJ tók upp á því.
En hvaða "dómsdagsspár" þykist hann vera að tala um? Hef ég spáð "dómsdefi" í sambandi við nefndan sáttmála? Nei, fjarri fer því. En ég hef bent á, að með honum var fækkað stórlega þeim málaflokkum, þar sem einstök Esb.ríki höfu neitunarvald, ennfremur er þar stóraukið vald stóru ríkjanna í hinu afar volduga ráðherraráði Esb. í Brussel. Frá og með árinu 2014 tekur sú breyting gildi skv. sáttmálanum, og það er hvergi ýkt, þegar sagt er, að upp frá því sé búið að tryggja þar YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í hverjum þau málum, sem þau vilja ráða.
Þessi yfirráð verða okkur ekki að fótakefli, nema við seljum okkur undir þau, en það gerist í afsali æðstu löggjafarréttinda, sem sérstaklega er kveðið á um í lykilsetningum í hverjum aðildarsamningi (accession treaty) ríkja við Evrópusambandið.
Svo kallar þessi kjáni mig "fasista", um leið og hann lýgur eins og hann er vanur um umræður á bloggi mínu. Það er ekki vottur af fasisma í mér, en ástand JFJ er þvílíkt, að menn fara ekki í mál við hann: svo augljóslega hefur hann margfaldlega sýnt, að það er ekki mark takandi á ofuræstum innleggjum hans og níði um fólk sem mælir gegn skrifum hans.
Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 20:34
JFJ lætur sem ég mistúlki einhver lög hér, en ég hef látið þau tala fyrir sig sjálf. Svo er hann, sem hefur hafnað því hér ofar, að Ísland yrði að lúta sameiginlegri sjávarútvegsstefnu Esb., að segja hér í nýjasta innlegginu, að lög okkar um fiskveiðilögsöguna heimili, að við beygjum okkur undir þá sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Esb., og það virðist hann harla glaður með!
Mnn taki líka eftir síendurteknum "stílbrögðum" þessa manns, sem Evrópusamtökin hafa sérstaklega tekið fram, að þau taki ekki ábyrgð á skrifum frá, - þeim stílbrögðum að halda því jafnan fram (og það með þjósti eða yfirlæti), að allt sé útúrsnúningur sem þeir segja, sem móti honum mæla.
Ég vorkenni honum að eiga ekki betri baráttuaðferðir og að burðast með sína níðsstimpla-viðleitni gagnvart náunganum í sálinni.
Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 20:40
Endurtek hér 3. síðustu klausu kl. 20.34 vegna meinlegra ásláttarvillna:
En hvaða "dómsdagsspár" þykist hann vera að tala um? Hef ég spáð "dómsdegi" í sambandi við nefndan sáttmála? Nei, fjarri fer því. En ég hef bent á, að með honum var fækkað stórlega þeim málaflokkum, þar sem einstök Esb.ríki höfðu neitunarvald, ennfremur er þar stóraukið vald stóru ríkjanna í hinu afar volduga ráðherraráði Esb. í Brussel. Frá og með árinu 2014 tekur sú breyting gildi skv. sáttmálanum. Og það er hvergi ýkt, þegar sagt er, að upp frá því sé búið að tryggja þar YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í hverjum þeim málum, sem þau vilja ráða.
Jón Valur Jensson, 7.5.2011 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.