Leita í fréttum mbl.is

Anna Margrét Guðjónsdóttir Evrópumaður ársins - fyrsta konan sem hlýtur titilinn

AMGAnna Margrét Guðjónsdóttir, varaþingmaður, var valin Evrópumaður ársins árið 2010, á aðalfundi Evrópusamtakanna, sem fram fór í gærkvöldi. Hún er fyrsta konan sem hlýtur þessa viðurkenningu.

Anna Margrét var áberandi í Evrópuumræðunni  í fyrra og sýndi  að hún er mikil hugsjónamanneskja og hefur mikla þekkingu á málaflokknum.Þá er hún hvergi smeyk við að segja skoðanir sínar og sýndi það á árinu að hún getur tekist á við miklar áskoranir á þessu sviði.

Þetta var í sjöunda sinn sem Evrópusamtökin veita þessa viðurkenningu, en það var Andrés Pétursson sem veitti viðurkenninguna. Hann var á fundinum endurkjörinn sem formaður Evrópusamtakanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver er þessi Anna Margrét Guðjónsdóttir? Ég kannast ekki við að hafa sé hana, af myndinni að dæma, hef kannski heyrt nafnið, en veit ekki, í hvað flokki hún er. Þið hljótið nú að upplýsa um það, sem og um hitt, hvaða afrek hún hefur unnið í þágu ykkar Evrópusambandshugsjóna. Þið hljótið að sjá, að þið skuldið lesendum ykkar einhverjar skýringar á þessari frétt, og vil ég þó á engan hátt gagnrýna þessa manneskju, sem ég veit hreint ekkert um.

Jón Valur Jensson, 6.5.2011 kl. 09:51

2 Smámynd: Gunnar Waage

"Evrópumaður ársins" er vafasamur heiður. Eiginlega fremur furðulegt dæmi.

Gunnar Waage, 6.5.2011 kl. 12:57

3 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

JVJ: Kynntu þér málið Jón og lestu það sem húin hefur skrifað, þú hefðir nú bara gott af því!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.5.2011 kl. 14:10

4 Smámynd: Benedikta E

" Evrópumaður ársins " hvað felst í því? Er hún eitthvað fræg þessi kona?

Benedikta E, 6.5.2011 kl. 14:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er mjög sáttur við þetta. þetta er kjarnakona og veit sitt.

Sleggjan og Hvellurinn, 7.5.2011 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband