Leita í fréttum mbl.is

Þorsteinn Pálsson og forystan í Evrópumálunum

Þorsteinn PálssonÍ sínum fasta dálki í Fréttablaðinu skrifar Þorsteinn Pálsson, fyrrum forsætisráðherra um Evrópumálin og byrjar svona:

"Talsmenn Evrópuandstöðunnar endurtaka í sífellu þau ósannindi að aðildarumsóknin að ESB sé einkamál Samfylkingarinnar. Í síðustu þingkosningum voru þrír flokkar með aðild á stefnuskrá og þeir fengu meirihluta þingmanna. Minnihluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins studdi einnig umsóknina. Að baki henni var því öflugur stuðningur meirihluta kjósenda.

Forysta Samfylkingarinnar vildi hins vegar ekki mynda ríkisstjórn með þeim sem höfðu aðild á dagskrá. Það bendir til að önnur mál hafi verið henni mikilvægari. Sú breyting hefur orðið síðan kosið var að Borgarahreyfingin gufaði upp og Framsóknarflokkurinn sneri við blaðinu.

Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að stuðningur er verulegur við aðildarumsóknina í kjósendahópi allra flokka. Sérstaða Samfylkingarinnar felst í því að þar virðist vera meiri samstaða um málið. Hún hefur fyrir þá sök náð forystu um framgang þess.

Kviklyndi Samfylkingarinnar hefur fram til þessa ekki náð til Evrópumálanna. Það gæti verið að breytast. Upplausnin í ríkisstjórninni og stefnubreyting Framsóknarflokksins hefur leitt til þess að talsmenn Evrópuandstöðunnar líta orðið svo á að þeir hafi nú þegar náð undirtökunum um framhald málsins.

Á miklu veltur hvernig stuðningsmenn aðildarumsóknar í öllum flokkum bregðast við nýjum aðstæðum. Án ábyrgrar leiðsagnar gæti andstæðingunum orðið að ósk sinni. Utanríkisráðherra hefur veitt aðildarviðræðunum örugga og ábyrga forystu og sýnt styrk í því hlutverki. Þær hafa gengið vel til þessa. Það breytir ekki hinu að ýmis veikleikamerki eru á forystuhlutverki Samfylkingarinnar."

Allur pistillinn

Nú þegar málið er að fara á almennilegt skrið er mikilvægt að það sé unnið af festu, ábyrgð og að vandað sé til verka.

ESB-umsókn er ekki eitthvað sem maðaur bara "hespar af" þó sumir haldi það greinilega. Ekki nema menn vilji sleppa því að vanda til verka. Þetta er hinsvegar of stórt mál til þess að slá hlutunum upp í kæruleysi, hagsmunir íslensks almennings eru of miklir til þess að handvömm ráði för!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband