Leita í fréttum mbl.is

Dagur Evrópu í dag, 9.maí

ESBEvrópusamtökin óska vinum Evrópu til hamingju með Evrópudaginn (Schumann-daginn), sem er í dag, 9. maí.

Evrópudagurinn er rakinn til svokallaðrar Schuman yfirlýsingar frá árinu 1950. Þann dag klukkan 18:00 lýsti Robert Schuman, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að samrunaferli Evrópu væri hafið.

Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um það bil ári síðar. Sex Evrópuþjóðir; Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Þýskaland ákváðu þá að vinna saman að ákveðnum sameiginlegum viðfangsefnum.

Síðan hefur samstarf lýðræðisaflanna í Evrópu verið í sífelldri þróun og mótun og í dag eru 27 lönd í Evrópu aðilar að Evrópusambandinu.

Aðildar- og samningaviðræður Íslands og ESB hefjast fyrir alvöru eftir nokkrar vikur, í lok júní, að lokinni svokallaðri rýnivinnu.

Meira um Evrópudaginn

Catherine Ashton, yfirmaður utanríkismála ESB, á Youtube um Evrópudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband