10.5.2011 | 13:56
Viðtal FRBL við Önnu Margréti Guðjónsdóttir, Evrópumann ársins.
Fréttablaðið birti í dag viðtal við Evrópumann ársins, Önnu Margréti Guðjónsdóttur. Viðtalið birtist hér með góðfúslegu leyfi blaðsins.
Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþingmaður Samfylkingar var nýlega valin Evrópumaður ársins 2010 en viðurkenninguna hlýtur Anna Margrét fyrst kvenna. Evrópusamtökin völdu Evrópumann ársins í sjöunda sinn frá stofnun samtakanna en þau eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu.
Áhugi Önnu Margrétar á samstarfi Íslands við önnur Evrópuríki kviknaði fyrir alvöru árið 2006 þegar hún flutti til Brussel og stóð að opnun skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga þar í borg. Hún gegndi starfi forstöðumanns skrifstofunnar allt þar til hún flutti heim árið 2009. Í Brussel kynntist hún Evrópumálunum af eigin raun en sú reynsla vó þungt í þeirri ákvörðun Önnu Margrétar að skella sér í pólitíkina. Anna Margrét er landfræðingur að mennt og hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu.
"Jú, það er ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu sem setur um leið líka á mig skyldur - að halda áfram að miðla reynslu minni og þekkingu og um leið sannfæringu minni um mikilvægi aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Ég held einnig að það skipti ekki síður máli að kona skuli hljóta þessa viðurkenningu í fyrsta sinn, það er mikilvægt að konur eigi sér fyrirmyndir í umræðunni, " segir Anna Margrét.
Viðurkenningin er meðal annars veitt fyrir starf Önnu Margrétar við að deila þekkingu sinni á málaflokknum, í ræðu og riti, en hún situr meðal annars í stjórn Evrópuvaktar Samfylkingarinnar og stjórn Já-hreyfingarinnar.
"Þetta er mikið baráttumál í mínum huga, ekki síst eftir að hafa unnið og starfað við þetta, og kynnst á eigin skinni hvernig það er að standa fyrir utan Evrópusambandið en taka samt upp gerðir þess. Ég reyndi það í mínum daglegu störfum hvernig það er að vera aldrei inni í herberginu þar sem ákvarðanirnar eru teknar og það sannfærði mig endanlega, " segir Anna Margrét.
Formlegar aðildarviðræður Íslands í Evrópusambandið hefjast í júní. Anna Margrét segir sér vera hvað efst í huga þessi misserin að Íslendingar tefli fram öllu sína besta fólki, á hverju sviði, til að ná fram besta mögulega samningi.
"Ég vona að menn átti sig á því að við verðum að nýta það fólk sem býr yfir mestri þekkingu í viðræðurnar sjálfar og undirbúning þeirra. Allar stofnanir og hagsmunasamtök þurfa að leggja fram sínar óskir og þekkingu til að samninganefndin geti farið fram með ákveðin skilaboð og þar skiptir miklu að það ferli sé unnið af heiðarleika hér heimafyrir. Í raun er það versta sem getur gerst að einhverjir hópar dragi lappirnar í aðildarviðræðum og sitji svo upp með það að þjóðin samþykki aðild sem ekki felur í sér bestu mögulegu kosti í viðkomandi málaflokki."
Hver sem niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild verður er umræðan um Evrópusambandið, kosti þess og galla, gott innlegg í umræðuna að mati Önnu Margrétar. "Menn geta rætt þetta fram og aftur, spáð í hvort Evrópusambandið sé góð viðbót eða ekki og umræðan öll verður upplýstari og faglegri."
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.