Leita í fréttum mbl.is

Þýskur útflutningur á svakalegum snúningi!

ÞýskalandFram kemur í fréttum að útflutningur Þýskalands gengur glimrandi. Þjóðverjar fluttu út vörur í mars fyrir samtals um 100 milljarða Evra.

Það samsvarar um það bil tífaldri þjóðarframleiðslu Íslands! Um var að ræða rúmlega 7% aukningu frá febrúarmánuði!

Þetta er mettala varðandi útflutning, en Þýskaland er næstmesti vöruútflytjandi heims, á eftir Kína.

Galdurinn á bakvið þetta er einfaldlega talinn vera að Þjóðverjar framleiði einfaldlega vörur sem svokölluð "vaxandi efnahagskerfi" þurfi á að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru alveg glimrandi fréttir.  Þess má nú geta að innflutningur hefur heldur aldrei verið meiri á sama tíma.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 20:02

2 identicon

Deutschland zählt zu den am höchsten entwickelten und leistungsfähigsten Industrienationen und ist nach den USA, Japan und China die viertgrößte Volkswirtschaft weltweit. Mit 82 Millionen Einwohnern ist Deutschland zudem der größte und wichtigste Markt in der Europäischen Union (EU). Die deutsche Volkswirtschaft konzentriert sich auf industriell hergestellte Güter und Dienstleistungen. Vor allem die Produkte des deutschen Maschinenbaus, Kraftfahrzeuge und chemische Erzeugnisse werden international geschätzt. Rund jeder vierte Euro wird im Export verdient – mehr als jeder fünfte Arbeitsplatz hängt direkt oder indirekt vom Außenhandel ab. Mit einem Exportvolumen von 1121 Milliarden US-Dollar, rund einem Drittel des Bruttonationaleinkommens, war Deutschland 2009 nach China (1202 Milliarden US-Dollar) weltweit der zweitgrößte Exporteur von Gütern, nachdem das Land zwischen 2003 und 2008 sechs Mal in Folge „Exportweltmeister“ gewesen war. Deutschlands Anteil am gesamten Welthandel beträgt rund neun Prozent.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 21:14

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Bara svona til að árétta það sem skiptir máli að skilja í þessu, þá er það þanniga að þjóð sem byggir sitt hagkerfi á því að selja öðrum hagkerfum vöru og þjónustur er ósjálfbær. 

Þessi útflutningsdrifni hagvöxtur í þýskalandi er byggður á því að löndinn í kringum þá eru að versla af þeim vörur sem þau hafa í raun ekki efni á að kaupa þetta er í stórhættuleg þróun sem hefur verið að eiga sér stað alveg frá því að evran varð til. Nú eru sennilega 5 aðlidaríki orðin gjaldþrota vegna þessa og enn eru snillingarnir ekki að fatta hvað er að gerast.

Sjálbærni er það miklivægasta í hagstjór.

Alllur hagvöxtur í þýskalandi er vagna neyslu í öðrum löndum 

Guðmundur Jónsson, 11.5.2011 kl. 09:03

4 identicon

Guðmundur:  Er Ísland þá ósjálfbært í dag vegna þess að það er jákvæður viðskiptajöfnuður?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 09:56

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við erum ekki með jákvæðan viðskiptajöfnuð sem neinu nemur 1 % af VLF minnir mig 2010.  Við erum hinsvegar með verulega jákvæðan vöruskiptajöfnuð sem stafar af því að vextir eru ekki vörurur samkvæmt skilgreiningunni.

Við erum sem sagt ekki að safna skuldaviðurkenningum á verðmæti í öðrum löndum en það er það sem þýska (og kínverska)  hagkerfið er að gera. 

við erum hinsvegar svo lítið hagkerfi að þú við færum að safna evrum eða dollurum þá hefur það engin merkjanlega  áhrif á Evrópu eða BNA. 

Það er hinsvegar vandmál í Evrópu að nokkrar þjóðir eiga orðið hinar þjóðirnar vegna skulda yfir landamæri. 

Í BNA er þetta minna vandamál því þeir geta alltaf prentað sig út úr vandanum gagnvart kínverjum og það vita kínverjar mæta vel og þess vegna geta þeir ekki eytt dollarsjóðunum sínum í BNA.  Hinsvegar eru þeir búnir að áta sig á því að skuldsettu evrulöndin eiga enga slíka valkosti og nú eru þeir í reynd að eignast þau með því að kaupa skuldabréf þessara þjóða á sem bera okur vexti. OG það ótrúlega er að Evróposambandið geri ekkert í málinu og þeir virðast meira að segja halda að þetta sé bara hið besta mál ?

Guðmundur Jónsson, 11.5.2011 kl. 10:27

6 identicon

Guðmundur: Hver er viðskiptajöfnuðurinn í Þýskalandi?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 11:33

7 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Veit það ekki, en ég veit að þýskir bankar eiga meira en þeir skulda í útlöndum svo það er  hærri + tala en vöruskiptin. 

Guðmundur Jónsson, 11.5.2011 kl. 13:03

8 identicon

Fer þetta ekki eftir því hvort að menn geri heimavinnuna sína eða ekki?  Hér á landi er mikill útflutningur en samt er landið stórskuldugt.  Það var lengi kreppa í Þýskalandi, en þeir eru búnir að vinna sig upp úr henni.  Ég get alveg skilið öfundina, en ég var hér þegar Þýskaland var talið draga úr krafti ESB.  Þeir voru skammaðir og skammaðir.  Núna eru þeir skammaðir fyrir það að vera vondir við alla hina.

Þýskaland gerir ekki snöggar breytingar, það heldur sínu striki á meðan að önnur ríki ESB haga sér eins og þunglyndissjúklingar.  Einn dag eru þau rosalega ánægð og svo lenda þau í þunglyndi.  Núna eru þau í þunglyndinu. 

Þýskaland getur í raun ekkert að því gert að önnur ríki vilji kaupa vöruna þeirra.  Þeir hafa staðið sig alveg frábærlega vel í því sem þeir eru að gera.

Þegar aðrir fara að gera jafn vel, þá minnkar útflutningur Þjóðverja.  Þangað til neyðast þeir til þess að flytja út meira en þeir flytja inn. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 13:29

9 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Ef gengi þýska gjaldmiðilsins væri eðlilega skráð hefði engin efni á að gera viðskipti við þjóðverja.

Kínverjar hafa haldið  gengi yuansins lágu í meira en 15 ár með því að kaupa skuldabréf í dollurum. þeir eru að átta sig á því núna að það var kannski misráðið því nú er svo komið að ef þeir eyða þeim peningum þá hrynur dollarinn og útflutningsmiðað hagkerfi þeirra með. Þetta kerfi virkar þannig ágætlega fyrir báða aðila.

Þjóðverjar eru í svipaðri stöðu og kínverjar nema hvað þeir eru búnir að taka seðlpentunarvaldi af helstu viðskiptlöndum sínum í gegn um myntsamstarfið og evrópusambandið. Nú er svo komið að þjóðir eins  Grikkir og Spánaverjar eru hætt að geta fjármagnað sig með evrum og búa nú við gegndarlausan samdrátt í þjóaframleiðslu. 

þetta veldur svo því að evru hagkerfið allt verður alltaf óhagkvæmara og óhagkvæmara og þar á bæ er verið að setja hvert heimsmetið á fætur öðru í samdrætti. 

Þú getur kalla þetta að þjóverjar séu voða duglegir. 

 En það er líka þannig duglegir vitleisingar vinna meiri skað en latir.

Guðmundur Jónsson, 11.5.2011 kl. 14:55

10 identicon

Ef ég væri þú, þá myndi ég kynna mér málefni einstakra ESB landa síðustu árin en ekki aðeins taka stöðutékk.

Evran er á frjálsum markaði og því rétt skráð miðað við gengi þeirra þjóða sem eru á evrusvæðinu.  Áður en evran var tekin upp, þá voru gengi ríkjanna bundin hvort öðru til lengri, lengri tíma

Þú veist þetta því þú ert búinn að kynna þér þetta allt saman svo ótrúlega vel.   Það er óþarfi fyrir mig að rifja þetta allt saman upp fyrir þér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband