14.5.2011 | 10:45
Dollar, Evra og öfgar!
Í vikunni birtist áhugaverð grein í Financial Times, hvers kjarnapunktur er að ef til vill sé dollarinn í mun meiri hættu heldur en Evran nokkurntímann.
Höfundurinn Axel Merk færir sannfærandi rök fyrir því að skuldastaða Evruríkjanna sé mun viðráðanlegri og framtíðar horfur þeirra sé betri heldur en staða dollarans.
Þá gerir hann að umtalsefni umfangsmikla seðlaprentun Seðlabanka Bandaríkjanna, sem megin-aðferð til að glíma við vanda dollarans.
Hér heima keppast svo hatursmenn ESB að spá andláti Evrunnar og mála það upp sem sína "óska-sviðsmynd."
Öfgamenn sem meðal annars líkja ESB við heróin-sala (Staksteinar, 13.5), fá pláss í blöðum á borð við Morgunblaðið, þar sem svo virðist vera sem að því öfgafullri sem þú ert, því greiðari aðgang eigir þú að blaðinu!
Svo vitnað sé beint í Staksteina MBL: "Lítil lönd sem lenda á heróíni elítu Evrópusambandsins eiga sér litla von," hefur Morgunblaðið eftir helsta hatursmanni ESB á Íslandi, sem þó bjó 25 ár í ESB-ríkinu Danmörku!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
umræðan er komið útí rugl.
Evran er stöðugur gjaldmiðill og er ekki að fara neitt.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.5.2011 kl. 14:26
Ég hef enga þekkingu á mismunagæðum Dollars eða Evru.
Ég veit hinsvegar að Evra er ungt fyrirbæri og heima klambrað í mið Evrópu, smíðað og snurfusað handa mið Evrópu.
Það er klambur sem við íslendingar ætum að forðast í lengstu lög, eins og dæmin sanna.
Hrólfur Þ Hraundal, 14.5.2011 kl. 14:29
Allir þeir sem fylgjast með gjaldmiðilsmálum vita að vandamál Grikkja er helst vegna lausungar í ríkisfjármálum, gríðarlegum útgjaldaaustri (m.a. nokkuð geggjuðu lífeyriskerfi), sem og þeirri staðreynd að Grikkir fölsuðu fullt af gögnum, sem máluðu upp betri mynd en í raun var. Gegn slíku er afar erfitt að verjast, sama hvar þú ert. Þeir súpa nú seyðið af þessu. Þetta er því ekki Evrunni að kenna.
Hvað með þau lönd sem eru með Evruna og gengur bara vel: Slóvenía, Austurríki, Frakkland, Holland, svo dæmi séu tekin?
Auðvitað eru mjög mörg að glíma við vandamál útaf 2008, gjaldeyrishöft, skuldavanda osfrv. Það tekur gríðarlega á að glíma við svona gígantískan vanda, en Evrópa er á uppleið, það segja tölurnar.
Og við Íslendingar verðum að losan við gjaldeyrishöft til þess að verða eðlilegur hluti af alþjóðlegum viðskiptum, verða ,,menn með mönnum."
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 14.5.2011 kl. 15:22
Ég er nú reyndar ekki skráður á FT.com svo ég get ekki lesið greinina. En ég hef lengi sagt að skuldir Evrópuríkja séu mun viðráðanlegri en skuldir Bandaríkjanna.
Þegar talað er um skuldir ríkja er verið að vitna í Brúttó skuldir, það er að segja eignirnar eru ekki meðtaldar. Þannig eru Íslendingar ein skuldsettasta þjóða í heimi en ekki er talið með að stór hluti af þessari skuldsetningu situr í gjaldeyrisforðanum okkar. Þannig eru líka Norðmenn með skuldir upp á 50% af þjóðarframleiðsla enda þótt allir vita að Norðmenn eru ríkasta þjóð í heimi.
Evrópuríki eiga í fyrsta lagi langstærsta forða af gulli í heimi og þeir eiga líka töluvert meira af gjaldeyrisforða en bandaríkin(bandaríkiin hafa miklu minni þörf fyrir gjaldeyrisforða). Svo eru auðvitað ríki Evrópu vellauðug af eignum, eiga hluti í vopnaframleiðendum(defence industry), transport iðnaði(almenningssamöngur, flugfélögum, skipaflutningum), fjölmiðlun(útvarp, sjónvarp), tryggingarfyrirtækjum bönkum, telecommunications.
Þetta er löngu búið að einkavæða í USA. Til dæmis var talað um að Grikkland ætli að selja ríkiseignir fyrir 50 milljarða bandaríkjadollara til að lækka skuldir. Til samanburðar var talað um að við þyrftum að greiða um 35 miljarða vegna icesave(um 30 milljónir dollara). Bara þessi fyrsti áfangi í sölu ríkiseigna í grikklandi tekur því inn fyrir gríska ríkið um 1600 falda icesave skuld.
Ekkert að ég sé að gera lítið úr vandamálum Grikklands, þau eru veruleg.
Jón Gunnar Bjarkan, 14.5.2011 kl. 16:51
Hér er listi yfir gold reserves:
http://en.wikipedia.org/wiki/Gold_reserves
Evrusvæðið er sýnt sem heild, en aðrar ESB þjóðir(ekki með evru) og þjóðir utan ESB eru ekki með taldar(bretland, Sviss, Noregur, Svíþjóð, Austur Evrópuþjóðirnar og svo framvegs). Takið eftir að Portúgal er með mikla gulleign, nánast jafnmikið og Indland.
Hér er listi yfir foreign reserves.
http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_foreign_exchange_reserves
Þjóðir sem flytja mikið út er hérna í fararbroddi. Takið reyndar erftir hvað Japan er með gríðarlega mikið í gjaldeyrisforða(en þeir hafa reyndar ótrúlega mikla skuldir á móti, 225 % af þjóðarframleiðslu á meðan skuldsettasta þjóð í Evrópu er Grikkland með 142% af þjóðarframleiðslu og svo ísland með 123%.). Evrusvæðið er með um 6 falt meiri forða en USA.
Jón Gunnar Bjarkan, 14.5.2011 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.