Leita í fréttum mbl.is

Hvað getur maður sagt?

upphropunarmerki.jpgVitleysan sem er í gangi í sambandi við ESB-umræðuna hér á landi er nánast takmarkalaus. Þetta sést kannski best í greinum sem birtast á og í hinum ýmsu miðlum.

Dæmi: "En ESB vill stjórna öllum þáttum samfélags aðildarríkja sinna." (Evrópuvaktin, maí 2011)

Og vill ekki ESB líka stjórna gangi himintunglanna, litnum á himninum, veðri og vindum?

Vita aðstandendur Evrópuvaktarinnar ekki betur eða er þeim alveg sama hvaða staðlausu stafir standa á vef þeirra?

Annað dæmi:

"Ég dvaldist stóran hluta sumars 2009 á Landspítalanum við Hringbraut og kynntist þar pólskri gangastúlku sem ég var stundum að æfa í íslensku. Einhverju sinni þegar hún kom inn til mín var ég að horfa á fyrstu ESB-umræðurnar í sjónvarpinu. Hún spurði, hvað ég væri að horfa á. Þegar ég sagði henni það var hún fljót að fussa og sveia og sagðist ekkert vilja með ESB hafa því að það kallaði á tóm vandræði og vandamál og því skyldum við Íslendingar ekki fara þangað inn." (MBL, aðsend grein, 13.maí, 2011)

Af hverju getur þessi pólska stúlka unnið á Íslandi? Jú, vegna aðildar Íslands að EES og ekki minnst Póllands að ESB!

Sama pólska stúlka getur síðan án vandkvæða sótt um atvinnu í öllum 27 löndum ESB án vandkvæða, kjósi hún að gera svo!

Úr sömu grein: "Það hefur líka sýnt sig við rannsókn að aldraðir og öryrkjar verða ekkert of haldnir þar inni heldur." (Í ESB, innskot, ES-blogg).

Og ESB er vont við ALLA sem búa í öllum 27 aðildarríkjunum og gerir ALLT til þess að gera líf þeirra að eintómum leiðindum! Grin

Samkvæmt einhverri rannsókn, sem einhver gerði EINHVERNTÍMANN og var birt einhversstaðar!

Það er einmitt út af hlutum sem þessum, sem það þarf að ræða ESB-málið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Í færslu þar sem beðið er um bætta umfjöllun um ESB er þessi setning algjör perla:

Af hverju getur þessi pólska stúlka unnið á Íslandi? Jú, vegna aðildar Íslands að EES og ekki minnst Póllands að ESB!

Ja hérna! Hvað getur maður sagt?

Hér hafa verið pólskir verkamenn frá því löngu löngu fyrir EES. Ég man eftir góðum hópi Pólverja í verbúðinni í Hnífsdal í kringum 1980. Á þeim tíma voru líka verkamenn fyrir vestan frá Nýja Sjálandi, Ástralíu og Suður-Afríku og nokkrir frá Jamaíka.

Þótt reglur um frjálst flæði vinnuafls innan EES hafi liðkað fyrir hafa menn alltaf getað sótt vinnu til annarra landa. Íslendingar líka.

Það eina sem hefur í raun breyst er að nú koma flestir erlendir starfsmenn frá Evrópu. Í stað fólks frá fjarlægum löndum koma Lettar og Litháar. Ekki að þeir séu neitt verra fólk, síður en svo, en fjölbreytnin er minni.

Pólska stúlkan á Landspítalanum vinnur ekki þar "vegna aðildar Íslands að EES" heldur af því hún bar sig eftir vinnu þar sem hana var að fá. Rétt eins og landar hennar hafa gert í marga áratugi.

Haraldur Hansson, 19.5.2011 kl. 18:36

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kæri Hans: Þú kannski kveikir ekki á því eða kýst að vera með útúrsúninga, en hér er að sjálfsögðu verið að ræða þann samruna og samþættingu á réttindum vinnandi fólks um alla Evrópu, sem fygir Evrópulöggjöfinni.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.5.2011 kl. 19:02

3 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þetta er einfallt, eða hvað???

Tengdaforeldrar mínir (Pólskir) hafa minna fé handbært nú en fyrir tíma Póllands í ESB...

Hver segir að það geti ekki komið fyrir hér líka???

Ég þarf kanski að þakka evrópusinnum það að sólin skín hér enn???

Það má líka þakka evrunni að vöruverð hækkaði á Spáni við upptöku evrunnar, ef miðað er við verðið sem var áður...

Þessi evrópusamtök þurfa að átta sig á samhengi því sem Haraldur Hansson kom með.

Ég segi líka að ÞAÐ ER EKKI EVRÓPUSAMBANDINU AÐ ÞAKKA AÐ PÓLVERJAR GETI SÓTT HINGAÐ TIL ATVINNU!!!

Það hafa komið hingað Pólverjar og annarra þjóða fólk í áratugi og var það ekki miklum vandkvæðum bundið.

Millilandaflutningar voru byrjaðir á víkingaöld, semsagt mörgum öldum áður en einhverjum datt í hug orðið "Evrópubandalag"...

Ég er nokkuð viss um að millilandaflutningar falla ekki niður þótt "evrópusambandið" hrynji til grunna, heldur blómstri sem aldrey fyr...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 19.5.2011 kl. 19:32

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

ÓBÓ: "Tengdaforeldrar mínir (Pólskir) hafa minna fé handbært nú en fyrir tíma Póllands í ESB..." Er það ESB að kenna?

Pólland er það það sem farið hefur hvað best í gegnum hremmingar síðustu ára, með hagvöxt upp á 3-4% pr. ár.

Hagvöxtur einstakra geira er mældur í tugum prósenta. Hversvegna skyldi það vera? Kannski vegna mun betra aðgengis að mörkuðum vegna ESB-aðildar? Frjálst flæði, vöru,þjónustu, fjármagns og VINNUAFLS?

Á meðan dúsum við hér með ströng gjaldeyrishöft og gjaldmiðil sem enginn tekur mark á erlendis!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.5.2011 kl. 08:29

5 identicon

Hvernig væri ef Evrópusamtökin hættu að endurtaka vitleysuna um ESB og byrjar að tala um ESB eins og það er.

Fjórfrelsið,  neytendavernd, náttúruvernd o.s.frv.

Ekki láta alltaf andstæðinga ESB ráða um hvað er fjallað.

Gjaldeyrishöft sem takmarka fjórfrelsið illilega.  Hvernig væri að lesa frumvarpið og taka afstöðu með einstaklingum innan EES svæðisins?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 12:15

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég þakka líka fyrir hvern þann dag sem Pólverjar halda sínum gjaldmiðli en taka ekki upp evru. Þeir eru jú búnir að fresta upptöku evrunnar ítrekað...

Hagvöxtur er ekki raunverulegur nema hann sjáist í veskjum venjulegs fólks, að öðru leiti er hann bara hjá elítunni, hvað mun það taka ykkur langann tíma að skilja það???

Bændasamfélagið í Póllandi virðist allavega ekki njóta hagvaxtarins sem þið talið um að sé í Póllandi...

Komið svo með alvöru áþreifanlegar tölur en ekki eitthvað wikipediubull, en eins og allir ættu að vita þá getur hvaða Jóni Jónssyni sem er breytt henni......

Ólafur Björn Ólafsson, 20.5.2011 kl. 14:12

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

SJ: Þessi mál sem þú nefnir hafa vissulega borið á góma hér á blogginu, t.d. er iðulega talað um umhverfismál (of í sambandi við VG)

Villtu ekki bara leggja inn hérna fína grein um fjórfrelsið og höftin, það er alveg meira en velkomið! Það finnst okkur fín hugmynd.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 20.5.2011 kl. 15:38

8 identicon

Ekkert mál.  Hef samt ekki tíma fyrr en á sunnudaginn.  Fullt að gera við að starfa við kosningabaráttu SPD í Berlín.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband