Leita í fréttum mbl.is

Gott að hafa gjaldmiðil til þess að gengisfella!

A-CoughlanAnthony Coughlan, írskur hagfræðingur og vinstri-sinni, hélt fyrirlestur um Írland og Evruna í Odda (H.Í.) í dag í boði Nei-samtaka Íslands. Áhugaverð staðreynd er að fundarstjóri var Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins og mikill hægrimaður!

Fyrirlestur Coughlan snerist að vísu mest um samsæriskenndar hugmyndir um tilurð og þróun Evrópusambandsins í þá veru að; a) það hefði verið stofnað til þess að sætta Frakka við endurhervæðingu Þýskalands í lok seinni heimsstyrjaldar og b) að Evran hefði verið sett á fót til þess að Frakkar sættu sig við sameiningu Þýskalands á sínum tíma! Verður að teljast afar sérkennileg söguskýring!

En hvað um frið og uppbyggingu, sátt og samvinnu í kjölfar hinna hörmulegu átaka í seinni heimsstyrjöld? Ekki fær það mikið pláss í hugmyndum Anthony Coughlan!

Lýsing Coughlan á "Evru-vandræðum" Íra hljómaði hinsvegar eins og lýsing á banka og stjórnmálakreppu, fremur en gjaldmiðilskreppu og kepptist Coughlan við að segja að Írum hefði verið "ýtt út í" hitt og þetta, taka lán og svo framvegis!

Írar höfðu hinsvegar fullt frelsi til að segja nei við þeim lánum sem þeim stóð til boða! Það höfðu líka fleiri þjóðir í Evrópu á sínum tíma!

Lausnir Anthony Coughlan voru fáar;nema kannski helst að það væri gott að hafa gjaldmiðil sem væri gott að geta gengisfellt!

Einmitt, akkúrat lausnin sem við Íslendingar þurfum, eða hitt þó heldur!

Minna má á að andvirði íslensku krónunnar gagnvart þeirri dönsku eru nú um hundrað sinnum minna en það var árið 1939 eða eins og Þorvaldur Gylfason bendir á í grein:

"Krónan styðst nú við ströng gjaldeyrishöft og myndi hrynja, væri höftunum aflétt. Krónan hefur frá 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Verðbólgan,sem var bæði orsök og fylgifiskur gengisfallsins, gróf undan efnahagslífinu."

Varla geta fræði Anthony Coughlan talist skynsamleg lausn fyrir Íslendinga!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er það í alvöru hafið yfir ykkar skilning, að gott geti verið að hafa gjaldmiðil sem hægt sé að gengisfella? Setjið nú kvarnirnar í gang. Hefði verið betra fyrir útflutningsgreinar okkar -- bæði hvað tekjur varðar og samkeppnisstöðu -- að lögbann hefði verið á því að lækka gengi krónunnar?

Nú hafa ennfremur skapazt gerólíkar aðstæður til að stunda hér atvinnustarfsemi sem hefur góða samkeppnisstöðu við innflutning.

Ferðaþjónustan nýtur einnig góðs af þessu.

Samanburður Þorvaldar Gylfasonar á danskri krónu og íslenzkri breytir engu um þá staðreynd, að frá því um 1920 til (segjum) 2000 urðu langtum meiri framfarir hér á Íslandi en í Danmörku, bæði í uppbyggingu atvinnuvega, eignamyndun og velferð almennings, og sennilega er húsakostur okkar betri en þar.

Hættið að gera lítið úr krónunni og öðru því sem íslenzkt er, og hættið að veðja á gjaldmiðil sem enn er "á barnsaldri" og óvíst hvort nái fullorðinsárum!

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 03:23

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum fjölgaði mest hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, 2006 og 2007, og Evrópubúar og Bandaríkjamenn höfðu almennt frekar efni á að ferðast en nú.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Og kostnaður ferðaþjónustunnar hér, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur að sjálfsögðu aukist mikið frá þeim tíma vegna lágs gengis íslensku krónunnar undanfarin ár.

Það á einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk.

Þorsteinn Briem, 26.5.2011 kl. 05:46

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það væri gott að vita til þess að stofnanir, embættismenn og stjórnmálamenn hefðu þroska og þekkingu til að stjórna efnahagsmálunum með þeim hætti að hægt væri að ganga í ESB og taka upp evru.

Krónan hrundi og hagkerfið með vegna þess að þeir höfðu það ekki.

Innganga í ESB breytir ekki stjórnkerfinu til hins betra.  Við þurfum að sjá um það sjálf og þar ættu ESB sinnar að keppast við að sýna að ESB hefur verkfæri sem virka.

Lúðvík Júlíusson, 26.5.2011 kl. 09:13

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

JVJ: Þetta er tilvitnun í AC frá því á fundinum í gær, hann sagði þetta beint framan í fundarmenn! Og varðandi sýn þína á þróun mála í Danmörku er hægt að afskrifa hana með þessu; ÚTLENSK HÚS ERU VOND HÚS! (íslensk hús bestu hús í heimi?)

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.5.2011 kl. 10:29

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Ef að Ísland væri með evruna sem gjaldmiðil og væri að versla við önnur ríki með evruna. Þá mundi ekki þurfa að gengisfella neitt. Þar sem virði hlutanna mundi ekki breytast neitt.

Írland er í þessari stöðu gagnvart öðrum evru ríkjum, einnig Grikkland, Portúgal og Spánn. Þar þarf ekki að spá í neinu gengi gagnvart þeim ríkjum sem einnig eru með evruna sem gjaldmiðil. Þar eru bara stunduð viðskipti án mikilla vandamála.

Jón Valur, Ég ætla ennfremur að benda þér á að evran sem gjaldmiðill er búinn að vera til í mjög langan tíma. Áður en evran fékk þetta nafn þá hét þetta ECU (European Currency Unit) og sá gjaldmiðill varð til árið 1979 og var settur saman úr gjaldmiðilum aðildarríkja EEC á þeim tíma. Þar á undan hafði ECA verið til hjá EEC, en ECU skipti því út á genginu 1:1.

Síðar var ECU skipt út fyrir evruna á genginu 1:1 (á pari). Þannig að saga evrunar er lengri en þú gerir þér grein fyrir. Enda er vanþekking þín á ESB mjög mikil og þú gerir ekkert til þess að bæta úr því. Enda endurtekur þú sömu gömlu vitleysuna aftur og aftur í hvert skipti sem þú tjáir þig á internetinu og annarstaðar.

Evran er annar stærsti varagjaldmiðill í heiminum. Verðgildi evrunnar er meira en verðgildi bandaríkjadollars, evran er ennfremur annar stærsti gjaldmiðil fyrir viðskipti í heiminum.

Þannig að evran er ekki að fara neitt.

Íslenska krónan er gjaldmiðill sem hefur alltaf verið til vandræða. Það þarf ekkert að tala íslensku krónuna neitt niður. Enda á ekki að vera hægt að tala neitt niður. Þetta er í raun nefnilega ekkert annað en ódýr aðferð til þess að þagga niður í réttmætri gagnrýni á hlutina og koma í veg fyrir eðlilega umræðu um stöðu mála.

Þetta er ódýr aðferð sem kemur frá ódýru fólki, sem þolir ekki að sjónarmið þeirra sé gagnrýni á réttmætan hátt.

Hvað Ísland og Danmörku varðar. Þá kunna danir að meta efnahagsstöðuleika. Enda vita þeir fullvel að það er leiðin til betra lífs. Þetta er atriði sem þú skilur ekki og neitar að skilja.

Jón Frímann Jónsson, 26.5.2011 kl. 11:19

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég hef enga alhæfða mynd af evrópskum húsum, Evrópusamtök!

Veit t.d. að ný hús eru betur einangruð í Bretlandi nú en áður tíðkaðist. Ég geri ekki lítið úr Dönum, en okkar hús eru vel einangruð og með tvöföldu, jafnvel þreföldu gleri -- það skortir ekkert á, að þau séu á við það bezta erlendis, fyrir utan kannski fjölda-hraðframleiðslu sumra svikulla byggingarmanna síðasta áratuginn.

En þið virðist (sem samtök?!) hafa komið ykkur upp einhverri alhæfingu um það, hvernig ég líti á Evrópulönd! Ég hef enga fordóma gagnvart einstökum löndum þar né þjóðum.

En þið ættuð að lesa frásögn viðskiptablaðs Mbl. í dag af fyrirlestri Anthonys Coughlan, það er sannarlega ekki með þeim neikvæðu formerkjum sem hér mátti sjá, og blaðamaðurinn, Örn Arnarson, er mjög hæfur.

Og mörg orð, nafni, geta ekki breytt neinu um þá staðreynd, að mikil óánægja er víða með evruna, ekki bara t.d. í Grikklandi, heldur líka í Þýzkalandi.

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 13:03

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Í viðtali Arnar við Coughlan (HÉR! eða á bls. 4 í viðskiptablaði Mbl. í dag) segir m.a.:

"Coughlan sér ekki að þær aðgerðir sem hefur verið gripið til á vettvangi Evrópusamrunans, allt frá því að Evrópski seðlabankinn opnaði nánast fyrir ótakmarkað aðgengi fjármálastofnana að lausafé, fram til þess að ESB hóf að veita þeim ríkjum sem gátu ekkilengur endurfjármagnað sig á mörkuðum neyðarlán, muni skila neinum árangri hvað þá leysa þann grundvallarvanda sem steðjar að evrusvæðinu.

Skuldum ýtt frá einum stað til annars

Hann bendir á að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðustu þrjú ár hafa eingöngu falist í því að færa þær skuldir sem söfnuðust upp á árunum á undan fjármálakreppunni frá einum stað til annars: Frá fjárfestum til skattgreiðenda og frá bönkum í einu landi til banka í öðrum. Coughlan bendir á að sagan kenni mönnum að skuldavandi ríkja verði aðeins leystur með tvennum hætti: Annaðhvort með því að greiða af skuldum í krafti aukins hagvaxtar eða þá að menn brenni þær upp á verðbólgubáli. Fyrri kosturinn kemur vart til greina á evrusvæðinu, þar sem skilyrðin sem Þýskaland og önnur stöndug ríki evrusvæðisins hafa sett skuldsettustu ríkjunum felast í miklum niðurskurði og aðhaldi, sem dregur úr varanlegri eftirspurn og útilokar þar með hagvöxt. Síðari kosturinn kemur ekki til greina fyrir evruríkin nema að þau kasti evrunni og taki á ný upp sinn eigin gjaldmiðil.

Í krafti þessa telur Couchlan ríki á borð við Írland hafa gert grundvallarmistök þegar ákveðið var að taka upp evruna. Hann gengur svo langt að segja að upptaka evrunnar hafi verið stærstu mistök sem írsk stjórnvöld hafi nokkurntíma gert og ábyrgðin liggi hjá ráðamönnum sem hafi tekið hagsmuni Evrópu framyfir hagsmuni írska ríkisins. Aðspurður hvernig hægt sé að rökstyðja þá skoðun með hliðsjón af þeim efnahagsuppgangi sem einkenndi Írland fram til ársins 2006 svarar Couchlan því til að grundvöllurinn að því hagvaxtarskeiði hafi verið lagður löngu áður en evran var tekin upp um aldamótin. Hann bendir á að landsframleiðslan á Írlandi hafi aukist að meðaltali um 9,1% á ári frá árinu 1993 fram til ársins 1999, en eftir það var gengi írska pundsins læst í aðdraganda upptöku evrunnar. Frá aldamótum fram til ársins hafi landsframleiðslan vaxið um 5,4% og frá árinu 2007 til 2009 hafi hún dregist saman um 5,6% að meðaltali."

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 13:07

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þetta er bara goðsögn andstæðinga ESB að það sé einhver óánægja með evruna. Vegna þess að það er ekki nein óánægja með evruna. Enda er ekkert á dagskránni hjá neinu ríki ESB sem er með evruna sem gjaldmiðil í dag að hætta með evruna sem gjaldmiðil.

Hugarheimur andstæðinga ESB einkennist oft af fullyrðingum sem eiga ekki við neinn raunveruleika að styðjast.

Jón Frímann Jónsson, 26.5.2011 kl. 14:34

10 Smámynd: Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Ótrúlegt að maðurinn skuli láta þetta út úr sér, að það sé gott að hafa gjaldmiðil til að gengisfella! Ef það er eitthvað sem hefur stórkostega skaðað heimili, neytendur og atvinnulíf hér á landi, eru það einmitt gengisfellingar! Það er hagstjórnartæki skussanna! Var mikið notað þegar útgerðin var komin í þrot með reksturinn og þá var hringt í stjórnarráðið og gengisfelling pöntuð! Með skelfilegum afleiðingum. Er þetta framtíðarsýn Coughlans fyrir Írland og Ísland?

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 26.5.2011 kl. 18:04

11 Smámynd: Anna Ragnhildur

Það er hægt að rífa sig upp á gátt þegar maður er búinn að láta heilaþvo sig. Ég bjó í Evrópu í 30 ár, nýflutt heim, sem betur fer. Ég upplifði breytinguna fyrir og eftir ESB og veit hvað ég er að tala um.

Ég nenni ekki að ræða eða rífast við fólk sem er búið að gera upp hug sinn og lætur ekki rugla sig með staðreyndum, en ég ráðlegg þjóðinni að hlusta á þessar 14:33 mínútur,,,ef þið skiljið ensku http://www.youtube.com/watch?v=w8T6vQmhlNg&feature=player_embedded#at=287

Vinsamlegast ekki búast við að ég bloggi meir um þetta því ég nenni ekki að rökræða við fólk sem veit ekki hvað það er að tala um. Jón Valur hefur mikið til síns máls. Eitt er alveg á hreinu. ESB mundi rústa þessari þjóð hratt og vel!!! Því lofa ég ykkur.

Anna Ragnhildur, 26.5.2011 kl. 19:40

12 Smámynd: Anna Ragnhildur

http://www.bild.de/politik/wirtschaft/waehrungen/deutsche-wollen-d-mark-wieder-haben-15205034.bild.html

Falls es den Euro nicht gäbe, es aber eine Volksabstimmung über seine Einführung geben sollte, würden heute nur 30 Prozent für seine Einführung stimmen, aber 60 Prozent dagegen

Anna Ragnhildur, 26.5.2011 kl. 19:59

13 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Anna Ragnhildur, Maðurinn Nigel Farage er hægri öfgamaður sem er ómarktækur með öllu. Enda er það sem kemur frá honum ekkert nema tóm þvæla og bull. Það koma engar staðreyndir frá þessum manni og hafa aldrei gert það.

Mætti ég spurja þig í hvaða aðildarríki þú áttir heima ? Vegna þess að þá ég get ég sagt þér hvenar það ríki gekk í ESB, eða þá hvort að það hefur verið í þessu samstarfi frá upphafi. Það eru nefnilega nokkur ríki í Evrópu sama hafa alltaf verið aðildar að ESB.

Jón Frímann Jónsson, 26.5.2011 kl. 20:13

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Jón Frímann, Nigel Farage er enginn öfgamaður.

Hann er hins vegar óþægilega sjálfstæður Esb.-þingmaður.

Svo á eftir að koma í ljós, hvort þú hafir nokkurt svar við seinna innleggi Önnu Ragnhildar. Sérðu ekki staðreyndirnar þar?

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 20:28

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einkennilegt að vilja endilega búa "í Evrópu" í 30 ár, fyrst það var hryllingur.

En frú Anna Ragnhildur býr ennþá í Evrópu og Davíð Oddsson kom Íslandi 70% í Evrópusambandið.

Og kallinn situr með afganginn úti í Móa, að kröfu Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Þorsteinn Briem, 26.5.2011 kl. 21:24

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, við erum ekki í Evrópusambandinu, Steini, og Norðmenn ekki heldur -- það mundi enginn reyna að halda því fram þar. Heldurðu að Íslendingar séu upp til hópa asnar?

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 22:27

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland og Noregur eru 70% í Evrópusambandinu með aðild sinni að Evrópska efnahagssvæðinu, fjórfrelsinu.

Tugþúsundir Íslendinga hafa búið erlendis, aðallega í Evrópu, og langflestum þeirra hefur líkað það mjög vel, þar á meðal undirrituðum.

Og fyrst þú spyrð, þá held ég ekkert um þig, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 26.5.2011 kl. 22:49

18 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Nigel Farage er hógvær, látlaus, málefnalegur, skynsamur, laus við öfga og kreddur, víðsýnn,! Hinn raunverulegi handhafi sannleikans í öllu Evrópusambandinu!!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 26.5.2011 kl. 23:12

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er ekki það sama og að vera í Evrópusambandinu, Steini, og þessi 70% tala þín er svoddan vitleysa, hefur ekkert að segja í þessu efni. Löndin 27 í Esb. (ekki 30, aldrei er talað um 30 Esb.lönd) verða pólitískt og á margan annan hátt að beygja sig undir Brussel-valdið, en ekki við. Þar að auki er rangt hjá þér, að við verðum að taka upp löggjöf þeirra (að hluta) gersamlega eins og hún kemur af kúnni -- við höfum með Norðmönnum og Liechtensteinum áhrif á það, hvernig hún verði aðhæfð okkur; jafnvel vökulögin vitlausu fyrir atvinnubílstjóra máttum við laga eftir að við höfðum samþykktum þau -- og gerðum það.

Þar að auki höfum við alltaf vald til þess bæði að fresta gildistöku lagareglna Esb. (innistæðutrygginga-tilskipunin vitlausa, 94/19/EC, var t.d. samþykkt þar 1994, en ekki innfærð hér fyrr en í árslok 1999) og til að segja þvert nei við nýjum EES-lagabálkum í Alþingi. Þessu er gerólíkt farið með lög Esb. fyrir "aðildarþjóðirnar": þau lög koma aldrei fyrir þjóðþingin og myndu ekki heldur gera það hér, heldur verða þau að lögum í hverju aðildarríki um þeið og þau eru samþykkt í Strassborg og Brussel.

Sjá menn ekki alvöruna í þessu? Þarf að opna á ykkur augun?

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 23:21

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo er hérna annar gópur partur úr viðtalinu í Mbl. við Couglan:

"Keltneski tígurinn komst á legg fyrir daga evrunnar

Þetta þýðir að keltneski tígurinn, en svo var írska hagvaxtarundrið nefnt á sínum tíma, á uppruna sinn á tíunda áratug nýliðinnar aldar. Eins og Coughlan bendir á byggðist peningamálastefna írskra stjórnvalda á fljótandi gengi á þeim tíma, sem svo veitti hagkerfinu viðunandi sveigjanleika og tryggði samkeppnisstöðu útflutningsins gagnvart helstu mörkuðum. Þá, rétt eins og nú, fór stærsti hluti írsks útflutnings, eða tveir þriðju, til markaðssvæða sem nota annaðhvort sterlingspund eða Bandaríkjadal. Hann bendir jafnframt á að Írar hefðu átt að átta sig á þeim vítum sem ber að varast við upphaf tíunda áratugarins. Þá áttu Írar, rétt eins og Bretar, aðild að Myntsamstarfi Evrópu (EMS) en sem kunnugt er hrökkluðust bresk stjórnvöld úr samstarfinu árið 1993 eftir fræga aðför gegn pundinu á gjaldeyrismörkuðum, sem stundum er eignuð George Soros. Við þetta féll gengi sterlingspundsins verulega og skaðaði það írska hagkerfið þangað til að ákvörðun var tekin um að fella gengi írska pundsins gangvart sterlingpundinu og dalnum. Veiking pundsins á tíunda áratugnum kom keltneska tígrinum á legg eins og hagvaxtartölur sýna. Hinsvegar olli lágvaxtarstigið á evrusvæðinu, sem var meðal annars tilkomið vegna bágborins efnhagsástands í stærstu hagkerfum myntbandalagsins, það er Þýskalandi og Frakklandi, umtalsverðum vandamálum fyrir hið ört vaxandi hagkerfi eftir að evran var tekin upp."

Jón Valur Jensson, 26.5.2011 kl. 23:25

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 27.5.2011 kl. 00:08

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þarna útvíkka þessi þrjú EFTA-ríki sína fríverzlun með samningum um niðurfellingu og lækkun tolla á ýmsar vörur og þjónustu. Það gerir okkur ekki að Esb.ríki, ekki frekar en Noreg.

Ennfremur samþykkja þessi þrjú ríki þarna -- þvert gegn því sem eðlilegt er -- að þiggja forsjá (þá á ég ekki við bein yfirráð) Esb.-lagaverksins um ýmislegt á sviði félagsmála, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis og menntamála, vísinda- og tæknimála. Þetta var aulalegt og engin þörf á því, en gerir okkur samt ekki að Esb.ríki. Fiskveiðilögsaga okkar (til dæmis) varð þar með ekki að fiskveiðilögsögu Esb., og sjálfir stjórnum við okkar sjávarútvegi, ólíkt Esb.ríkjunum, sem eru háð yfirvaldi Brusselvaldsins á því sviði, þ.m.t. í ýmsum þeim efnum, sem Esb. hefur nú þegar valdheimildir til (með forgangi löggjafar þess fram yfir löggjöf einstakra ríkja þar).

Jón Valur Jensson, 27.5.2011 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband