1.6.2011 | 17:32
Kominn "heim" í heiðardalinn?
Foringi Nei-sinna á Íslandi, Ásmundur Einar Daðason gekk í Framsóknarflokkinn í dag. Og sagði þar með endanlega skilið við VG, enda hefur hann rekið hægt og sígandi, eins og fley rekur undan vindi, frá félögum sínum í VG.
Þá vaknar spurningin hvort bóndinn Ásmundur, sé loksins kominn heim? Í hlýjuna hjá Framsóknarflokknum?
Það má einnig spyrja hvort Ásmundur þoldi ekki hið lýðræðislega samkomulag milli Samfylkingar og VG um t.d. ESB-málið, það er að vera sammála um að vera ósammála um ESB!
Ásmundur vill nefnilega draga ESB umsóknina til baka og þar með rétt þjóðarinnar til þess að kjósa um aðildarsamning, þegar hann liggur fyrir. Þjóðin vill það hinsvegar ekki.
Spurning hvort það smitast yfir í formann Framsóknar, sem virðist vera að breyta Framsóknarflokknum í hefðbundin Nei-flokk?
Með því að Ásmundur gangi í Framsókn verður rödd bænda sterkari innan flokksins, en það eru t.d. aðal-rök nei-sinna að með aðild að ESB muni íslenskum landbúnaði verða rústað!
Það hefur hinsvegar hvergi gerst. Sjónarmið af þessu tagi færast nú frá VG yfir í Framsókn með tilkomu Ásmundar.
Það er við hæfi að framsóknarvefurinn Tíminn greindi fyrstur frá þessu.
"Ég er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim með slitna skó.
Kominn heim að heilsa mömmu, kominn heim í leit að ró.
Kominn heim til að hlusta á lækinn sem hjalar við mosató.
Ég er kominn heim í heiðardalinn, ég er kominn heim með slitna skó."
Kannski verður Ásmundur hamingjusamur í Framsókn, það er bara fínt!
Viðbrögð: MBL, Eyjan, Vísir, DV
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Enda á hann betur heima þarna heldur en í þessum landsöluflokkum :))
Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.6.2011 kl. 20:52
Ásmundur Einar Daðason væri ekki þingmaður ef landið væri eitt kjördæmi.
Hann datt inn sem níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis í síðustu alþingiskosningum og nú á Framsóknarflokkurinn þrjá þingmenn í kjördæminu en þar er Guðmundur Steingrímsson fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Framsóknarflokkurinn er hins vegar miðjuflokkur og þar að auki fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO).
Þorsteinn Briem, 1.6.2011 kl. 21:37
Vona bara að Guðmundur fari heim til Jóhönnu og co þar sem hann á heima enda er hann að hugsa um sjálfan sig um leðursófa í Brussel alveg einsog Siv en ekki þjóðina....
Marteinn Unnar Heiðarsson, 1.6.2011 kl. 22:30
Davíð Oddsson var forsætisráðherra en ekki Guðmundur Steingrímsson þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, Marteinn Unnar Heiðarsson.
Þorsteinn Briem, 1.6.2011 kl. 22:50
Samkomulagið milli V.G. og Samfó,var Hlýðræðislegt!!
Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2011 kl. 23:38
"Mamma, finnst þér að ég eigi að ganga í Sjálfstæðisflokkinn?"
"Bara eitt borð í einu, Ásmundur minn.
Fyrst Framsóknarflokkinn og svo færðu að kannski að naga beinin undir borðum Íhaldsins.
Ó, Guð hvað ég elska það mikið núna!
Og svo færðu kannski að berjast með Nató í Afganistan."
Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 01:13
Steini minn, ég held það taki bara enginn mark á þér.
Þú ert ekki einu sinni á þjóðskrá. Ertu til eður ei?!
Ásmundur Einar Daðason er heiðursmaður og skeleggur málsvari íslenzks sjálfstæðis og íslenzkra hagsmuna. Það er von að þér blöskri.
Evrópusamtökin setur ofan að skrifa svona kjánalega persónulega um Ásmund og afhjúpa sína tilhneigingu til að gera gys að því sem tengist bændum og sveitum landsins.
Svo var ekkert lýðræðislegt við 1) þá hótun Samfylkingar að mynda stjórn með einhverjum öðrum en VG, ef VG féllist ekki á að kúvenda gersamlega frá sinni boðuðu stefnu sem þau höfðu lofað kjósendum sínum 2009 -- t.d. um Esb., Icesave, Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og um ókeypis skólamáltíðir -- 2) ekkert var heldur lýðræðislegt við höfnun Samfylkingar- og VG-þingmanna á þeirri tillögu, að kosið yrði strax í þjóðaratkvæðagreiðslu um Esb.-umsóknina 2009, 3) og naumast heldur þegar þau höfnuðu því, að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning yrði bindandi.
PS. Það er rangt, að það séu "aðal-rök nei-sinna að með aðild að ESB muni íslenskum landbúnaði verða rústað!" Aðalrökin eru þau, að æðsta löggjafarvald yrði tekið af okkur og að fjöregg sjálfstæðis okkar og yfirráða yfir fiskveiðilögsögunni og fleiri auðlindum yrði sett í hendurnar á þeim stóru í Brussel -- það væri sannarlega ekki í anda þess sem fæddist fyrir 200 árum og hálfum mánuði betur og reyndist þessari þjóð manna hollastur.
Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 02:01
Ég á hátt í fimm þúsund vini á Snjáldru, elsku kallinn minn, og fólk hefur almennt mikinn áhuga á því sem ég skrifa.
Þú ert hins vegar á móti því sem flestir Íslendingar eru fylgjandi, til að mynda fóstureyðingum, og flestir fyrirlíta þig fyrir öfgaþjóðernisstefnu, sem er náskyld fasisma, og almenna heimsku.
Ég hef alltaf fært rök fyrir máli mínu og skrifaði í mörg ár um sjávarútvegsmál og fleiri málaflokka í Morgunblaðið, eins og þú getur fengið staðfest þar, ef þú hefðir vitglóru til þess, en hana hefur þú engan veginn.
Í stað þess gapir þú hér nánast daglega í forheimsku þinni og almennri mannfyrirlitningu, sem flestir Íslendingar hafa megnustu skömm á, og heldur því statt og stöðugt fram að ég sé ekki til.
Þú ert þá væntanlega að reyna að troða þessari steypu þinni ofan í sjálfan þig.
Og flestir vita hvað ég heiti en það veist þú náttúrlega ekki, sjálfur "ættfræðingurinn", Jón Valur Jensson.
Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 03:27
Enginn á Morgunblaðinu hefur staðfest að einhver "Steini Briem" hafi nokkurntíma unnið þar, og þessi vesalings lygalaupur sem skrifar undir dulnefni og þjónar ESB, hefur ekki sjálfur getað komið með neinar sannanir fyrir því að hann sé til, né hvað hann hafi gert og geri.Skrif hans eru í samræmi við tilveru hans og gefa vísbendingar um hvað er að marka málflutning ESB sinna.
Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 08:34
Greinarhöfundur talar um lýðræðislegt samkomulag milli Samfylkingar og VG. Ég sé nú ekkert lýðræislegt í vinnubrögðum Samfylkingarinnar. Það eina sem hún hefur á stefnuskrá sinni er að troða ESB-aðild ofan í kokið á þjóðinni þó svo að meirihluti hennar sé á móti því.
Jón Jónsson, 2.6.2011 kl. 09:51
Ég heiti í höfuðið á afabróður mínum sem var formaður Bændaflokksins og sonur fyrsta formanns Framsóknarflokksins, eins og fram hefur komið hér, nokkrum sinnum.
En það er að sjálfsögðu ekki nóg fyrir "ættfræðinginn" Jón Val Jensson að vita það.
Hins vegar veit Sigurgeir Jónsson fullvel að við Hjörtur Gíslason skrifuðum fréttir og fréttaskýringar um aflabrögð, fiskvinnslu og sölu á sjávarafurðum í sérblað Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál, Úr verinu.
Og það er mjög auðvelt að fá staðfest hjá til að mynda Sigtryggi Sigtryggssyni, fréttastjóra Morgunblaðsins, eins og ég hef einnig sagt hér, nokkrum sinnum.
Samt halda afglaparnir því stöðugt fram í forheimsku sinni og þjóðernisofstæki að ég sé ekki til.
Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 12:06
SAMSTARFSYFIRLÝSING ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna:
"ÁKVÖRÐUN UM AÐILD Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði UM SAMNING í þjóðaratkvæðagreiðslu AÐ LOKNUM AÐILDARVIÐRÆÐUM.
Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um AÐILDARUMSÓKN að Evrópusambandinu á vorþingi.
Stuðningur stjórnvalda við SAMNINGINN þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu.
Víðtækt samráð verður á vettvangi Alþingis og við hagsmunaaðila um SAMNINGSMARKMIÐ og umræðugrundvöll viðræðnanna.
FLOKKARNIR eru SAMMÁLA um að virða ólíkar áherslur hvors um sig gagnvart aðild að Evrópusambandinu og rétt þeirra til málflutnings og baráttu úti í samfélaginu í samræmi við afstöðu sína og hafa fyrirvara um SAMNINGSNIÐURSTÖÐUNA, líkt og var í Noregi á sínum tíma."
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar
Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 12:13
Hjörtur Gíslason hefur ekki staðfest að hann kannist við einhvern "steina br"og er það skiljanlegt.En það er ágætt að þessi lygalaupur haldi uppi málstað ESB sinna.Skrif hans eru í likingu við hann sjálfan þar sem tilvera hans og störf er ýmyndun hans sjálfs.
Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 14:11
Jæja, hvað heitirðu þá, Steini fyrst þú ert ekki á þjóðskrá sem Steini Briem?Heitirðu þá eftir allt saman Þorsteinn Briem? Það er þá gott, að það sé komið í ljós.
Talsmáti þinn hér um undirritaðan er nú þess eðlis, að ég held að þú ættir að kanna réttarstöðu þína hjá lögfræðingi. Ég var fyrst núna að uppgötva það, hvernig þú lézt skapið hlaupa hér með þig í gönur. Hverju ertu svona sárreiður?
Ég hef lesið Moggann frá blautu barnsbeini, en man ekki eftir neinum Þorsteini Briem þar meðal blaðamanna, hvað þá að hann hafi skrifað þar þúsundir fréttapistla, eins og þú hefur fullyrt. En mér getur svo sem skjátlazt um það.
PS. Svo er ég fyrst og fremst menntaður sem guðfræðingur, Steini, og fekk þar marar ágætar einkunnir, þannig að hjal þitt um heimsku mína er einfaldlega ... heimskulegt!
Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 14:11
Fréttastjóri Morgunblaðsins hefur ekki staðfest að hann kannist við einhvern "steina br".
Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 14:14
En kannast Evrópusamtökin við þennan "steina briem" sem er að burðast við að halda uppi málstað þeirra.Það væri ágætt að Evrópusamtökin staðfestu tilvist eða tilvistarleysi þessa "stuðningsmanns"þeirra, sem er Ítrekað með persónulegar svívirðingar um fólk hér á síðunni, nú síðast Jón Val Jensson.
Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 14:23
Ég er hvorki í Evrópusamtökunum né stjórnmálaflokki og hef enga þörf fyrir það, eins og fram hefur komið hér, nokkrum sinnum.
Og ykkur er að sjálfsögðu velkomið að höfða mál gegn hverjum sem er fyrir að segja sannleikann um ykkur, þjóðernisofstækismennina.
Þið græðið nú ekki mikið á því.
Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 15:09
Marklaus orð marklauss manns falla marklaus til jarðar.
Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 15:32
Þú drukknar í þjóðernisremburæpu þinni, Jón Valur Jensson.
Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 16:57
Jón Valur og Sigurgeir eru heiðvirðir menn,sem allir almennilegir,já einnig venjulegir menn virða. Stutt er síðan ég vissi að nafn þitt er ekki Steini Briem,en ég sá strax í þessari færslu eftir mitt komment,að Andrés Pétursson,getur frætt þig á því að ég er ekki hættuleg ykkar samtökum eins og Jón Valur og Sigurgeir,þessir stórgáfuðu menn. Finnst þér í einlægni óeðlilegt að Íslendingur vilji verja sitt land fyrir erlendum yfirráðum. Mér persónulega finnst eðlilegra í hvaða landi sem er, að menn geri það. Við höfum miklu meira að tapa heldur en löndin á meginlandinu. Ég vildi fremur vera í samtökum ,með nánustu grönnum okkar í vestri,svo og Færeyjum og Noregi. Bið fyrir kveðju til Andrésar.
Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2011 kl. 03:55
Ég spurði þig í fullri kurteisi á næstu (nýrri) vefslóð hér, Steini:
"Um hvaða "þjóðrembu" hjá mér ertu að tala? Er það kannski þjóðremba að vilja viðhalda fullveldi lands síns? Eru þá Norðmenn þjóðrembumenn, Svisslendingar, Úkraínumenn, Thaílendingar, Bangladess-þjóð, Nýsjálendingar, Kanadamenn, Perúþjóð, Túnisbúar o.s.frv. o.s.frv.?"
Ekki hefur borizt svar frá þér við spurningunni, einungis er haldið áfram að ausa yfir mig fjölmælum (þetta er lögfræðilegt hugtak, gæzkur) og tilmæli Moggabloggs um að forðast mannorðsmeiðingar virt að vettugi.
Hver getur ástæðan verið? Einbert málefnaleysi? Ertu svona kjaftstopp? Vanur því að vera svona illyrtur, þegar þú kemst úr jafnvægi? Eða býr eitthvað meira á bak við í þankaskoti þínu, þ.e. tilgangur? Ertu kannski að rembast við að klína einhverju ljótu og lognu á mig, af því að þú óttast ábendingar mínar og vilt sverta mig í augum lesenda?
Reyndu frekar að ræða málefnin, haltu aftur af vonda skapinu, annars verður aldrei tekið fullt mark á þér.
Jón Valur Jensson, 3.6.2011 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.