Leita í fréttum mbl.is

Viðbrögð við "heimkomu" Ásmundar - Hallur Magnússon á Eyjunni

"Heimkoma" Nei-foringjans Ásmundar Einars Daðasonar, til Framsóknarflokksins hefur vakið athygli. Af þessu má draga þá ályktun að Ásmundur hafi í raun ávallt verið framsóknarmaður og hreinlega verið í kolvitlausum flokki!

Hallur MagnússonHallur Magnússon, Eyjubloggari (mynd), fyrrum framsóknarflokksfélagi og stofnandi Evrópuvettvangsins (EVA), bregst við þróun mála í pistli og segir:

"Forysta Framsóknarflokksins hefur valið að feta nýja leið. Frá frjálslyndum Framsóknarflokki Steingríms Hermannssonar sem tók mjög virkan þátt í alþjóðastarfi frjálslyndra flokka í Evrópu og á heimsvísu – þótt Steingrímur væri á móti því að Ísland tæki þátt í EES samstarfinu árið 1993  þar sem hann taldi réttilega að í þeim samningi fælist fullveldisframsal.

Ný leið forystu Framsóknarflokksins virðist vera leið stjórnlyndis, ósveigjanleika, einangrunarhyggju og eldfimrar þjóðernishyggju.

Áratugahefð Framsóknarflokksins sem samvinnuflokks í víðasta skilnings þess orðs þar sem Framsókn var brúarsmiðurinn og límið í stjórnmálunum vegna þess frjálslyndis og sveigjanleika sem flokkurinn sýndi virðist vera fyrir bí. Þótt einstaka þingmaður sýni slíka tilburði – þá kafna þeir tilburðir í háværum einstrengingshætti og upphrópunum annarra þingmanna.

Hið fyrra umburðarlyndi Framsóknarflokksins virðist einnig vera að fjara út hjá stuðningsmönnum hinnar nýju leiðar flokksins sem í athugasemdakerfum bloggheima láta gamminn geysa margir með svívirðingum,  jafnvel heift, gegn þeim sem hafa aðra nálgun á málin."

Hallur sér þó möguleika í þessu og segir að innganga Ásmundar skapi mögulega grunn fyrir ..."nýtt, frjálslynt stjórnmálafl sem getur meðal annars tileinkaða sér umburðarlynd, sáttfýsi og frjálslynda félagshyggju Steingríms Hermannsonar.

Staðreyndin er nefnilega sú – sem ég hef oft bent á – að frjálslyndi hluti Framsóknarflokksins, frjálslyndi hluti Samfylkingar og frjálslyndi hluti Sjálfstæðisflokks eiga oft á tíðum meira sameiginlegt með hver öðrum en með öðrum hópum sömu flokka. 

Vegferð Framsóknarflokksins undanfarið og innganga Ásmundar Einars hefur losað verulega um flokksbönd fjölda frjálslyndra Framsóknarmanna við Framsóknarflokkinn."  Allur pistill Halls

Í útvarpsviðtali í gær sagði formaður Framsóknar, Sigmundur Davíð að ESB-áherslur innan Samfylkingarinnar væru trúarbrögð. Í dag þverneitar hann svo að andstaða gegn ESB innan Framsóknar séu trúarbrögð!

Já, það eru kannski einhver allt önnur lögmál sem gilda um hlutina í Framsókn?

Í framhaldi af þessu öllu má svo velta því fyrir sér hver áhrif Ásmundar innan Framsóknarflokksins verða? Og hvað gerist ef hann verður óhress með hlutina? Verður þá eitthvað "næsta stopp?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þannig skrifar hinn vel upplýsti Böðvar Bjarki Pétursson um Ásmund Einar á Eyjunni (í pistli hjá Silfur-Agli) í morgun kl. 10:04:

"Ásmundur er miklu öflugri þingmaður en flesta grunar með mikinn stuðning úti í kjördæminu þvert á flokka. Hann er stefnufastur og kjarkmikill. Fyrst ég spáði rétt með að hann gengi í Framsóknarflokkinn þá ætla ég að spá því nú að hann verði orðinn atvinnumálaráðherra innan 5 ára."

Vanmetið ekki Ásmund Einar! Eða er meiningin að hefja hér herferð gegn trúverðugleik hans og jafnvel æru, af því að þið vitið, að þarna er á ferðinni sterkur maður sem þið hafið ekki í fullu tré við með eðlilegum rökræðum?

Það er ennfremur hjákátlegt að vitna hér í lítt marktækan Hall Magnússon, fyrrverandi Allaballa, síðar framsóknarflokksfélaga, en nú líkl. á leiðinni í Esb.millihöfnina Samfylkingu (einn stofnenda Brussel-elskandi Evrópuvettvangsins), og í hjal hans um fortíð Framsóknar, það sem hann gerir sér það upp að hæla "frjálslyndum Framsóknarflokki Steingríms Hermannssonar" til að reyna að láta núverandi forystufólk þess flokks koma illa út. En Hallur Magnússon sleppir því þarna með öllu að geta þess, að Steingrímur Hermannsson - rétt eins og samflokksmaður hans Ingvar Gíslason, fv. menntamálaráðherra - var einn af máttarstólpunum í Heimssýn, félagi sjálfstæðissinna í Evrópumálum!

Gott og vel, Steingrímur var frjálslyndur, enda gerðist Framsóknarflokkurinn aðili að alþjóðasambandi frjálslyndra stjórnmálaflokka, og það sem meira er: Steingrímur Hermannsson er bara eitt dæmið af mörgum um það, að frjálslyndir menn geti auðveldlega verið andvígir því að láta innlima land okkar í erlent stórveldi.

Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 14:36

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna átti að standa:

"... þar sem hann gerir sér það upp ..."

Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 14:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ásmundur Einar Daðason væri ekki þingmaður ef landið væri eitt kjördæmi.

Hann datt inn sem níundi þingmaður Norðvesturkjördæmis í síðustu alþingiskosningum og nú á Framsóknarflokkurinn þrjá þingmenn í kjördæminu en þar er Guðmundur Steingrímsson fylgjandi aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Framsóknarflokkurinn er hins vegar miðjuflokkur og þar að auki fylgjandi aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu (NATO).

Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 17:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson heldur því væntanlega fram í þjóðrembu sinni að meirihluti íbúa Evrópusambandsríkjanna séu "föðurlandssvikarar", eins og Íslendingar sem fylgjandi eru aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Einnig að þeir beri enga virðingu fyrir þjóðhetjum sínum, sem margar hverjar hafa barist í styrjöldum fyrir föðurland sitt, ólíkt þjóðhetju Íslendinga, Jóni Sigurðssyni.

Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 17:12

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki Radovan Mladic (eða hvað hann nú heitir) "þjóðhetja" hjá Serbum, Steini? - Þá var nú Jón Sigurðson ólíkt betri - og betri hverjum hermanni.

Ásmundur Einar Daðason er fullgildur þingmaður, ekki síður löglega kjörinn en t.d. Þráinn Bertelsson, sem skipti líka um flokk.

Um hvaða "þjóðrembu" hjá mér ertu að tala? Er það kannski þjóðremba að vilja viðhalda fullveldi lands síns? Eru þá Norðmenn þjóðrembumenn, Svisslendingar, Úkraínumenn, Thaílendingar, Bangladess-þjóð, Nýsjálendingar, Kanadamenn, Perúþjóð, Tunisbúar o.s.frv. o.s.frv.?

Svo áttu ekki að fimulfamba svona og leggja mér skoðanir í munn um að ég álíti meirihluta íbúa Evrópusambandsríkjanna "föðurlandssvikara". Hitt veit ég, að þeir (fyrir utan Íra, vegna stjórnarskrár Íra) voru ekki spurðir, þegar Lissabon-sáttmálinn var löggiltur, jafngildi stjórnarskrár! Margar smærri þjóðanna þar hefðu líka sagt NEI við Lissabon-sáttmálanum, enda var með honum tekið neitunarvald af ríkjunum í mörgum málaflokkum og atkvæðavægi smærri og miðlungsstóru þjóðanna minnkað að MIKLUM mun í hinu volduga, löggefandi ráðherraráði Esb. í Brussel.

En vitaskuld reynirðu alltaf að klína einhverju ljótu (og lognu fremur en sönnu) á mig, af því að þú óttast ábendingar mínar!

Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 18:09

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðild að Evrópusambandinu hefur verið samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslum í viðkomandi ríkjum og meirihluti íbúa þessara ríkja hlýtur þá að vera "föðurlandssvikarar" í augum íslenskra þjóðrembumanna, líkt og fylgismenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 18:39

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Danmörk og Evrópusambandið.

"The Danish European Communities membership referendum was held in Denmark on October 2, 1972, with 63.4% of voters voting in favour of Danish membership of the European Communities, and 36.6% voting against. Voter turnout was either 90.1 % or 90.4 % depending on source.

The law
that Denmark should be member of the EEC was thus passed on October 11, 1972, and Denmark became a member on January 1, 1973.

According to section 20 of the Danish constitution, any law that makes limitations to the sovereignty of the Danish state (as membership of the EEC would) must be passed in the Danish parliament with 5/6 of the parliament's members voting for the law.

If a majority of members vote for the law
, but not by 5/6 majority, and the government wishes to uphold the suggested law, the law can still be passed in a public referendum, as was the case in the 1972 referendum."

"The Danish Maastricht Treaty referendum of 1992 was a referendum in which Danish voters rejected ratification of the Maastricht Treaty.

The referendum was held on June 2, 1992 with a voter turnout of 83.1%, of which 50.7% voted no and 49.3% voted yes."

"The Danish Maastricht Treaty referendum of 1993 was a referendum on whether Denmark should ratify the Maastricht Treaty which had already been rejected by the Danish people in a 1992 referendum.

The referendum took place on May 18, 1993, with 56.7 % voting for the ratification and 43.3 % voting against, from an 86.5 % voter turnout.

It was the second attempt to ratify the Maastricht Treaty, which could not come into effect unless ratified by all members of the European Union.

Thus, the Edinburgh Agreement granted Denmark four exceptions from the Maastricht Treaty, leading to its eventual ratification."

"70% of [Denmark's] trade flows are inside the European Union."

"Denmark's national currency, the krone (plural: kroner), is de facto linked to the Euro through ERM."

Denmark

Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 18:44

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Evrópusamtökin með  nafnlausan lygalaup sem finnst hvergi í þjóðskrá og hefur uppi svívirðingar um fólk en kallar sig"steina briem", í fararbroddi, reyna nú að gera lítið úr Ásmundi Einari Daðasyni og gefa jafnvel í skyn að þessi 28 ára þingmaður sé afturhald og hafi jafnvel verið kosinn með óeðlilegum hætti á þing.Þessi málflutningur fyrirbærisins "steina biem" eins og hann kallar sig er Evrópusamtökunum ekki til sóma.ESB sinnar reyna nú að greina þá sem vilja inngöngu í ESB sem "frjálslynda" og gefa með því í skyn að það fólk sem vill ekki inngöngu sé einhverskonar afturhald.Hallur Magnússon er engin undantekning frá þessu rugli ESB sinna.Nú er Steigrímur Hermansson orðinn í huga þessa fólks sem einhverskonar "frjálslyndur" dýrlingur og gefið í skyn að af því að Framsóknarflokkurinn var í samtökum frjálslyndra flokka hafi Steingrímur verið hlynntur aðild að ESB.Þessu var auðvitað þveröfugt farið.Steigrímur var á móti ESB aðild sem kom skýrt fram í mótþróa hans gegn því að Ísland gerðist aðili að EES,og hefði betur verið farið eftir skoðunum hans.En þetta ESB fólk í minnist aldrei á Halldór Ásgrímsson af einhverjum hvötum, sem ætti þó samkvæmt kenningum þess að vera "frjálslyndasti"framsóknarmaður allra tíma , þar sem hann talaði fyrir inngöngu Íslands í ESB  eftir að hann varð formaður Framsóknarflokksins.

Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 20:24

12 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Trúlega reyna ESB sinnar að ljúga þessu upp á Steingrím að hann hafi verið ESB sinni, vegna þess að hann er faðir Guðmundar Steingrímssonar.En það er öruggt að Guðmundi Steingrímssyni er það ekki að skapi og það er ekki að undirlagi hans, að ESB sinnar þar með talinn Hallur Magnússon reyna nú að ljúga þessu upp á föður hans.Hallur Magnússon á að skammast sín.

Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 20:29

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

NEI við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 2.6.2011 kl. 21:52

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér þetta, Sigurgeir, um Halldór Ásgrímsson o.fl.

Steini, árið 1972 vissu Danir ekki það, sem margir þeirra vita núna, að stefnt yrði að miklu meiri miðstýringu en gamla Efnahagsbandalagið gekk út á.

"Í samþykkt [Esb.]þingsins frá desember 1997 segir m.a.: "Löndin sem sækja um aðild verða að sýna, að þau séu trú grundvallarmarkmiðum ríkjasambands sem stefnir í átt að sambandsríki" ("federal state"). Í samþykktinni er hvatt til þess að afnema neitunarvald, minnka áhrif smáríkja og auka miðstjórnarvald.” (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, s. 103.) Þessu er m.a. framfylgt í krafti Lissabon-sáttmálans, sem eykur YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu í Brussel um 61% - það ákvæði sáttmálans tekur gildi árið 2014; þá minnkar t.d. atkvæðavægi Möltu úr 0,87% niður í 0,08% - atkvæðavægi Íslands yrði aðeins 0,06%. Og hrópaðu nú húrra, Steini Briem.

Jón Valur Jensson, 2.6.2011 kl. 22:46

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Malta hefur að sjálfsögðu ekki mörg atkvæði í Evrópusambandinu, frekar en mörg önnur ríki sem fengið hafa aðild að sambandinu.

Samt sem áður eru öll þessi ríki enn í Evrópusambandinu, enda þótt þau geti sagt sig úr sambandinu.

Þorsteinn Briem, 2.6.2011 kl. 22:57

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Samnefnarinn af Gög & Gokke / Laurel & Hardy er nú ólíkt vænni og skemmtilegri en þessi skrif þín, Steini, í þágu erlends heimsveldis, sem ætlar sér ekkert minna en ALLA Evrópu og myndi hrifsa af okkur allt æðsta löggjafarvald.

Og enga tryggingu gætirðu gefið fyrir því, að Ísland gæti nokkurn tímann sagt sig úr Esb., tækist ykkur jámönnum að troða okkur inn í það.

Og því til viðbótar: Malta fræðir okkur ekkert um að óhætt sé að sogast inn í Evrópubandalagið.

Jón Valur Jensson, 3.6.2011 kl. 01:15

18 Smámynd: Sandy

Hvers vegna allar þessar öfgar? Ísland er í Evrópu, því er ekki á móti mælt,þess vegna sé ég ekki neitt við það að athuga að eiga góð samskipti við önnur Evrópulönd, en þurfum ekki þess vegna að vera aðilar að Evrópuklúbbnum. Evrópusinnar tala oftast þannig að ef við ekki göngum í ESB þá sé allur velvilji fyrir bí.

Sandy, 3.6.2011 kl. 08:48

19 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sandy: ..."allur velvilji fyrir bí." Þessi staðhæfing þín er einfaldlega röng. Þeir sem aðhyllast ESB-aðild vilja einfaldlega auka samskiptin við Evrópu og þar með mikilvlægasta markaðssvæði fyrir íslenskar vörur. Sýnir ESB t.d. Norðmönnum illvilja (sem hafa fellt aðild tvisvar!) ? Þeir ættu nú aldeilis að vera úti í kuldanum samkvæmt þinni röksemdarfærslu!

Og Sigurgeir: Þú hefur nú ekki leitað vel, því bæði á Já.is og í þjóðskrá er að finna Þorstein Briem, fæddan 1957. Aðeins einn á landinu.

Og Evrópusamtökin vilja minna menn og konur á að nota athugasemdakerfið af skynsemi og ræða hlutina málefnalega.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.6.2011 kl. 09:11

20 identicon

Ég hef ekki tekið eftir því að Evrópusamtökin vilji eitthvað sérstaklega minnast á kosti þess að ganga í ESB.

Evrópusamtökin eru aðallega að skjóta á andstæðinga sýna sem svo eiga að vera samherjar innan ESB.

Evrópusamtök gleymdu að minnast á fjórfrelsið sem veitir einstaklingi alveg gífurleg réttindi innan EES.  Það er einfaldara að læra í öðrum ríkjum EES, styrkir o.þ.h.  Það er einfaldara að sækja um atvinnu í öðrum ríkjum EES.  Innan ESB, þá færðu öll eða flest öll réttindi sem ríkisborgarar þess ríkis hafa.  Það er einnig ekkert mál í dag að búa í einu landi en starfa í öðru.

En Evrópusamtökin virðast vera armur einhvers útflutnings eða innflutningsfyrirtækis, því samtökin styðja afnám þessa fjórfrelsis til einstaklinga. 

Evrópusamtökin, íslensku, vilja því ekki evrópska lausn í vandamálum ríkja.  Það gerir þau því ekki að góðum fulltrúum okkar ESB sinna og því er stuðningur við ESB ekki meiri. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 09:26

21 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kæri Stefán: Ritstjórn vill mótmæla fullyrðingum þínum og hefur margoft verið komið inn á kosti aðildar að ESB hér á þessari síðu, með einum eða öðrum hætti. Þá hefur margoft verið lögð áhersla á það ófremdarástand sem ríkir í gjaldmiðilsmálum landsins, þar sem krónunni er haldið í öndunarvél. Við viljum líka benda á að á www.evropa.is er að finna fjölda greina þar sem kostir aðildar eru ræddir ítarlega.

Og þér til fróðleiks: Enginn í ritstjórn hefur nokkra tengingu við hvorki inn eða útflutningsfyrirtæki, nema sem neytendur!

Nokkrar greinar:

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/502592/

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1078608/

http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/974373/

http://www.evropa.is/2008/11/15/nokkrir-kostir-esb-adildar/

Prófaðu líka að "gúggla" ; evropa.blog.is gjaldmiðilsmál

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.6.2011 kl. 11:03

22 identicon

Eða Evrópa og gjaldeyrishöft.  Ég fæ eitt "hitt"!!

Hver er þá afstaða ykkar til afnáms fjórfrelsisins?  Hvar hafið þið fjallað um afnám þess?

Ríkisstjórninar síðustu afnámu EES samninginn gagnvart einstaklingum og fyrirtækjum.  Hvar hafið þið fjallað um það?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 11:54

23 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Stefán: Við erum fullkomlega fylgjandi fjórfrelsinu og eins og þú bendir á hefur það haft mikla kosti í för fyrir sér fyrir land og þjóð!

Ritstjórn ES-bloggins hefur t.a.m stundað nám og vinnu í Evrópu í krafti þess!

Umfjöllun okkar um þínn síðasta punkt hefur kannski ekki komið beint frá okkur, en óhætt er að fullyrða að það er skoðun samtakanna að staðn í t.d. gjaldmiðilsmálum, sé algjörlega óviðunandi og að Ísland eigi að verða "eðlilegur" hluti af því lýðræðislega samstarfi sem fram fer innan ESB. Íslandi og Íslendingum til hagsbóta!

Kveðjur til meginlandsins! 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.6.2011 kl. 14:15

24 identicon

Bloggiði þá um frumvarp efnahags- og viðskiptaráðherra hvernig um bann á sambúð og búsetu einstaklinga innan EES svæðisins.

Bloggiði um afnám fjórfrelsisins í boði Samfylkingarinnar.  Ef þið segið að gjaldeyrishöft séu nauðsyn, þá er einnig nauðsynlegt að Grikkir segi sig úr ESB og taki um drakmar því það er nauðsynlegt.  Það er engin Evrópuhugsun.

Auðvitað fáið þið enga í lið með ykkur ef þið talið ekki um hið raunverulega heldur reynið alltaf að skjóta á andstæðinginn sem ég bendi á að verður svo bandamaður okkar innan EES.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 14:26

25 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Stefán: Við höfum aldrei sagt að gjaldeyrishöft séu nauðsyn, heldur þvert á móti; að núverandi ástand sé afar óheilbrigt. Ekki misskilja.

Á þessu bloggi er margt í boði: skot á andstæðinginn er bara eitt af því! Nú svo eru svona umræður t.d. ekki mögulegar á öðrum vefsvæðum sem taka fyrir Evrópumál. Svo reynum við að "dekka" umræðuna. Nú ef þetta blogg er alveg ga ga, þá bara verður það svo að vera!

Enn og aftur: Kveðjur til meginlandsins!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.6.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband